Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1937, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1937, Qupperneq 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 123 Sumarid er komið ... Vor, sól og sumar, græn grös, blóm og skógarilmur. Þessi fáu og stuttu orð, hafa guðdómlegan dul- armátt til þess, að vekja í huga vorum Ijós og líf, upp úr nærri kulnaðri glóð andans, í kulda vetrarins. Oi'ðin þessi seiða, laða og leiða oss til átthaga vorra, því enginn staður er fegurri eða kær- ari í endurminning vorri. en æsku- stöðvarnar. Þessi hlýju orð : vor. sól og sum- ar, beina oss leið til kærustu kunn- ingja, foreldra og frænda. bræðra og systra, mágafólks og merkis- manna, búenda og barna. vinnu- íólks og vina. Einnig orðin liin: græn grös. bióm og skógarilmur, vekja rika von *g þrá í vorblíðunni, til fjail- anna fögru, túnanna sljettu, með töðulyktinni góðu. skógarhlíðanna skrúðgrænu, giljanna glitofinna, iækjanna, fossanua feiknþrungnu, hamranna lirikalegu og berjanna bragðgóðu. * Þráin vaknar líka til fuglanna fljúgandi, syndandi, kvakandi og syngjandi, sælir af ást og unaði, en þá líka einatt óttabljúgir um egg sín og unga. Þrá, til hestanna. er vjer fáum að hlevjia á skeiðvell- inum, til ánna með unglömbin. hlaupandi og hoppandi af a'sku- fjöri og löngun til að lifa, til kúnna, sem þramma á stöðulinn, með þanin júgur af nýmjólkinni. í þoi’sta drukkinni. Svo og til liund- anna, sem koma hlaupandi móti manni, urrandi í fyrstu og gelt- andi, en síðan flaðrandi og fagn- andi, þegar rnaður klappar þeim og gæhr. Og jafnvel til kisu á ba'n- um. sem kann vel að mala og koll- inum að lyfta, þegar maður strýk- ur henni aftur um höfuð og hrygg. Þá er og margt fleira að sjá og skoða: bæina gömlu og kofana góðkunnu, eða byggingarnar nýju og breytingarnar mörgu. hi- býlaprýði. blóm og trje, þar sem þetta er að finna, túnasljettun og töðuauka, ‘girðingar og græðireiti til sandvarnar, garðyrkju, kálrækt og kornrækt. Eigi síður eru oss kærar endur- minningarnar um æskuleikina, um flatirnar, þar sem bændaglímur voru háðar; um hólana þá, sem hlaupið var af allri orku í fugla- leik og skessuleik; og um balana sjerstæðu, þar sem ungir og aldr- aðir, börn, hjii og húsbændur (jaínvel blint gamalmenni og far- Iarna þurfalingur) settust, eftir erfiði dagsins, á lognblíðum vor- kvöldum, og biðu þess, að blind- ingurinn rækist á þá alla. Blindingurinn varð að sjá. hversu fólkið settist, og þaðan mátti enginn hreyfa sig — nema sá, er í nokkurri fjarlægð batt vandlega fyrir augu blindingsins. Bindimaður hafði oft ýms ráð til þess að áttavilla blindinginn, svo sem með því að snúa honum í liring og hlaupa fj'rst þvert úr leið, en læðast svo i sæti sitt, ná- lægt fólkinu. Allir urðu að steinþegja og sitja hreyfingarlausir. þar til blinding- urinn þreifaði um þá. Þó var hon- um gefin vísbending, ef h,ann ætl- aði að villast langt úr leið. Blind- ingar — hver eftir annan — voru auðvitað mis-fundvísir, en furðan- lega voru sumir stefnufastir og ratvísir milli fólksins, úr því einn var fundinn. Og þeir blindingar, sem voru gáskafullir, gátú oft komið setuliðinu til að hlæ.ja, sjálfum sjr til leiðbeiningar. * Þó við sjeum nú hætt að fara í blindingsleik og ,aðra gamla og gamansama sveitaleiki, þá skulum við nú samt rcyna að hrista af okkur vetrarmókið, armæðuna og vonleysið. Gerum oss eim glaðar stundir, og leit-um til átthaganna. þegar ástæður leyfa. Ekki þó til þess eius að gera átroðing og balta þreyttu erfiðisfólki mikil umsvif og erfiðisauka. Leitumst heldur við að gjalda fullu verði þeginn greiða, að gleðja þá, er oss vilja sinna, og örva til einhverra nvt- samra framkvæmda, ef þess væri kostur. * Fólkið í sveitunum hefir ekki langt frí á sumrin, frá erfiðis- stundum virkra daga. Þar á móti verður það að leggja á sig mikil störf og eríiði, alla helgidaga árs- • ins, bæði við gripahirðing og ann- að fleira. Sýnum nú, að við viljum heldur gleðja en angr.a hina eftirskildu, þessa þrautreyndu og þolgóðu bræður vora og systur. Sýnum það, að við kunnum að meta þol- gæði þeirra, dygðir og dugnað til þess að bjarga sjálfum sjer, landi og þjóð, með því að framleiða lífsnauðsynjar hennar. Sýnum það í verki, að svo má prýða sem nýja, jafuvel sjálfar eyðimerkur Rangárvalla. Leitumst við að leggja — þó ekki sje nema einn — lítinn plástur á stóru svöðusárin. * Setjurn okkur í samband við ungmenn&f jelögin öll í sýslu vorri, brýnum þau. og beinum orku vorri og áliuga meðal ann- ars að þessu marki: Meiri prýði og unaður, meira gras og ræktun, fjölbreyttari mat- jurtir, blóm og trje við hvert ein- asta býli í sýslunni. Komi vor, sól og sumar í huga og hjörtu allra sýslunga vorra — o g allra íslendinga — nær og fjær. V. G. f Madrid. erforingi einn í Madrid hjelt um daginn ræðu yfir herdeild sinni í heilan stundar- fjórðung. Eftir á uppgötvaði hann, að enginn af herinönnunum skildi orð í spönsku. * — Skraddarinn ininu getur saumað föt og frakka, meðan jeg bíð. — Er ]>að satt.’ — Já, vissulega. Nú er jeg t. d. búinn að bíða í sex vikur. * — Hversvegna komstu ekki á fæðingardagiun minn? — Við fengum boð um að koma „iii pleno“, en jeg hafði ekki nema smoking.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.