Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1937, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1937, Qupperneq 4
124 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS „BISMARCK EITT sólmalag ma jeg aldrei hevra, svo mig taki ekki að svengja — en það er lagið: „t Betlehem er barn oss fætt“. Astæðan fyrir því er sú, að einu sinnl hafði jeg skrölt mikinn hluta dags 6 rimlabekk í járn- brautarvagni sunnan eftir jósku heiðunum, vestanverðum. Yið- komustaðir lestarinnar voru ó- skiljanlega margir, en viðdvölin svo stutt á hverjum stað, að eng- inn tími vanst til að fá sjer hress- ingu. Þessvegna var jeg, kannske ekki aðframkominn af hungri, en óþægilega svangur, þegar á á- fangastaðinn kom. Áfangastaður minn var Hee, lítið þorp á vestanverðu Jót- landi. Hjer höfðu gömul hjón skrifað mjer og beðið mig að koma við hjá sjer. ef jeg ætti þar leið um. Og nú var jeg kominn. og ætlaði að segja þessum gömlu hjónum hreinskilnislega, að jeg væri glorhungraðnr og langaði í mat. Rjett í því að jeg ætlaði að hringja dyrabjöllunni á heimili gestgjafa minna, varð mjer litið á upphleypta stafi ofan við dvrn- ar. Þar stóð: Bag denne Dör skal Fred og Ro, og Gud med dem, som her skal bo! Við þetta brá mjer all-verulega, því jeg óttaðist afleiðingar þess að rjúfa þögn þessa helga staðar með því að hringja. Þó áræddi jeg það eftir nokkra yf- irvegun. En mjer til mikillar undrunar var mjer ekki boðið inn, heldur vísað út í horn á stórum trjágarði og leiddur þar í lauf- skála einn mikinn, sem að innan var viðamikið og sterklega gert hús. Eftir endilöngu skálagólfinu var komið fyrir breiðu mat- borði, sem svignaði undir hvers- konar krásum og lostæti. Um- hverfis allan þennan mat sátu á að giska 15—20 borðgestir, flest virðuleg gamalmenni — hver með sína sálmabók, og sungu við raust þenna alkunna jólasálm, um miðj- an túnasláttinu. Án þess að nokkur ljeti trufla sig í sélmasögnum, var mjer hol- að niður við innri borðendanu, hjá föngulegri frú, sem þrengdi ótnilega að mjer, þegar hárra tóna var þörf. Jeg hirði ekki um að lýsa því, hvernig mjer leið, en hitt er víst, að það var ekki fyr en sálmur- inn var á enda, að jeg vegsamaði guð í hjarta mínu. Um leið og síðasti tónninn fjar- aði út, kvaddi sjer hljóðs hár öld- uugur og herðibreiður, sem sat fvrir fremri borðsenda. Röddin var djxip og hrollköld. Það stóð ógn og beigur af þessum manni, og þó mjer þætti hann allur mik- ilúðlegur. var mjer starsýnast á hvarma hans, því neðan við aug- un var mikið svarblátt þvkkildi, einna líkast klasa af klipblöðrum með mörðu blóði. Einn mann ann- an hefi jeg sjeð álíka mikilúðleg- an, og mynd af öðrum. Mynd'n var af Bismarck. Þessi öldungur, sem talaði fyrir borðsendanum, var gestgjafi minn, J. 0. Christensen, jóski bændaflokksforinginn alkunni, er um eitt slceið var forsætis- og kirkjumálaráðlmrra Dana. Er hann var jafnframt sá m'>ða! þeirra dönsku stjórnmálamanna, sem við íslendingar hÖfum haft aliveru eg kynni af meðan hann var forvstumaður danska bæu la- flokksius — fvrsl við konungs- k» muna 1907, og bó öllu fremur ocr eftnminnilegar við fullveldís- tökuna og afgreiðsm sambandslag anna 1918. Borðræða sú, sem þessi merki maður hjelt við þctta tækifæri, var nokkuð sjerst ik, og sem næst því á þessa leið: Ieg býð ykkur öll hjartan- lega velkomin. Við hjónin erum ykkur þakklát fyrir, að þið skylduð vilja koma hingað til okk ar í kvöld, og okkur þykir sjer- staklega vænt um, að þið mætt- uð öll á tilskiidum tíma — öll nema strákurinn, sem situr þarna hjá konunni“, og um leið hvarfl- aði hann augunum til mín. „En honum er fvrirgefið af tvennum ástæðum. í fvrsta lagi var það lestiu, en ekki liann, sem ekki stóðst áætlun — og í öðru lagi ber hann lengra að en nokkurt ykkar. Hann er Is- lendingur og jeg býð lianii sjer- staklega velkominn á okkai' fund — því Island er enn betra laud en nokkru sinni Jótland! Svo vil jeg leyfa mjer að lesa ,,dagskrá“ kvöldsins, sem er ó- brevtt frá fyrr og ykkur áður kunn. Fvrst gerum við okkur eins gott af matnum og við get- um. Að því loknu fáum við karl- mennirnir okkur vindil — og kon- urnar mega líka revkja, ef þær ■ vilja. Síðan skulum við ganga um stund í garðinum og skoða trjen og rabba saman. En klukkan tíu göngum við hjónin til hvílu. Þá verðið þið að fara“. Ræðunni var lokið. Yær saa god! lt stóðst áætlun. Gestirnir gerðu sjer gott af niatnum. — Verði ykkur að góðu! Stór vindlakassi kom á - yett- vang, og síðan var geugið út í trjágarðinn og kvöldsvalann. Sólin var gengin til viðar og tekið að skyggja. J. C. Christensei> gekk: fyrir gestum sínum og næstir ho-num gengu karlmennirnir. . Haun tiam staðar við. annaðhvert trje til að skýra aldur. þess og upp- runa. Þegar hann vildi gefa orð- um sínum meiri áherslu,- barði hann stafnum sínum í bolinn á viðkomandi trje, svo glumdi í. Það virtist sem hann hefði mik- ið yndi af trjárækt. En auk þess var honum tíðrætt um fugla, sem hefðu orpið í þessu eða hinu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.