Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1937, Page 5

Lesbók Morgunblaðsins - 25.04.1937, Page 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 125 HEIÐANNA“ J. C. CHRISTENSEN. Gömlu hjónin í Hee. ti-jenu á síðastliðnu vori, í fyrra, eða árið þar áður. 1 humátt á eftir föruiieyti hús- bóndans gengu konurnar í fvlgd með húsfreyjunni, seni að sínu leyti var álíka lotin og visiu eins og maður hennar var liuarreistur og holdugur. Þó jeg gengi aftastur í hópi karlmannanna gat jeg ekki fvlgst með umræðuefni kvennanna. Þó er mjer nær að halda, að þær hafi ekki minst einu orði á trjen og hreiður fuglanna, heldur hafi þær rætt um tóvinnu og ýms til- brigði í þeirri iðju. Því frú Kirst- ine Christensen var öllum stund- um að hekla eða prjóna. Mjer virtist sem einn gestur- inn — feitur og pattara- legur lítill karl — bæri einhverja óbeina siðferðilega ábyrgð á gest unum gagnvart húsbændunum. Hann var stöðugt að snúa sjer undan til að líta á gulliirið sitt, og síðan skotraði hann auga til þeirra, sem næstir honum stóðu, eins og til að vara þá við ein- hverri yfirvofandi hættu. Þegar klukkuna vántaði tíu mínútur í tíu kvöddu gestirnir gömlu hjónin við garðshliðið — og þökkuðu auðsveipir þetta á- nægjulega kvöld! Síðan fylgdu þau mjer umsvifalaust til rekkju, án þess að spyrja mig eins eða annars, og buðu mjer alúðlega góða nótt með handabandi. Hvergi lievrðist hósti nje stuna — alt var dauðakyrt og hljótt. Klukkan var tíu — og bag denne dör skal Fred og Ro . . .! * egar jeg vaknaði um morg- uninn var komin beljandi rigning, svo tæplega var hundi út sigandi. Samt þótti mjer það harla undarlegt, að ,T. C. Christ- ensen skyldi mæta á hnjeháum leðurstígvjelum við morgunkaff- ið. En skýringin kom alveg óvænt um leið og kaffinu var helt í bollana. Gamli maðurinn tilkynti mjer þá, mjög hátíðlega, að hann væri að leggja á stað í dálítið ferðalag með mig, og ferðinni væri heitið til Paaböl — en það væri föðurlejfð sín og fæðingar- staður og þar bvggi sonur sinn, sem mundi taka okkur liið besta. Við leggjum á stað með póstbíln- um eftir tuttugu mínútur, og verðum röskan klukkutíma á leið inni. Ihreinskilni sagt þótti mjer stái'lega miður þessi ráðstöf- un míns virðulega gestgjafa. í fyrsta lagi var þetta ekkert boð, - heldur ltöld skipun — hreinasta hernaðarútboð. Og í öðru lagi mundi hann ónýta fyrir mjer spánnýjan rykfrakka, einu yfir- höfnina, sem jeg átti, með því að þvæla mjer út í þetta brjálaða vatnsveður. En meðan þóttinn var að brjót- ast upp í mjer, kom húsmóðirin inn í stofuna og hafði meðferðis rosabullur einar miblar, úr leðri, síst minni en þær, sem húsbónd- inn hafði þegar dregið á sig. — -Hjerna eru þá komin stíg- vjelin, sem þú varst að tala um við mig, Jens — heldurðu að di’engurinn hemji þau á sjer? — Við troðum þá einhverju í tærnar á þeim, þangað til þau passa á liann, sagði gamli mað- urinn. Og þar með var því máli lokið. En erfitt átti jeg um gang í rosabullum ráðherrans að neð- an og þykkum vetrarfrakka að ofan, sem var svo víður, að minstu munaði að hann dytti niður af öxlunum á mjer. Margt kemur fvrir á langri leið, hugsaði jeg, er jeg göslaði áfram í ráðherra- stígvjelunum. Við koinum til Paaböl á tilskild um tíma og var vel tekið. Paaböl er mikill búgarður í Hov- ensókn vestur í Ringköbing- hjeraði. Undir býli þetta liggur mikið landflæmi, og er þar göm- ul og merkileg trjáræktarstöð, sem mýndað var hlutafjelag um að koma á stofn árið 1874 — en þá voru þessar heiðar óurið land. Nú eru trjáplöntur þær, sem þá voru gróðursettar, orðnar að háum og myrkum skógi, sem lykur um búgarðinn og' sjjðlendi haus á þrjá vegu, eins og svart- ur hraundrangi. Þessi græðiskóg- ur er nú að flatarmáli 660 hekt- arar. Nú skulum við hugsa okkur að við setjumst inn í stofu á Paaböl og fyrir okkur sje bor- inn rabarbaragrautpr og rjómi. Stofan er mikil um sig, en lágt undir loft og gluggarnir litlir, því húsið er gamalt. Á veggjun- um hanga ýmsir ættargripir, sem ekki má hreyfa, t. d. sverð og langar reykjarpípur.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.