Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Side 1
17. tölublað. Sunnudaginn 2. maí 1937. XII. árgangur. tuful»arpr«ntlDl(Jt h.f. UNDRABARNIÐ FRÁ LAUENBORG Asíðustu öld fór heimsins mesti skrum- og auglýs- ingatrúður, Ameríkumaðurinn Barnum, um þvera og endilauga Evrópu með skjólstæðing sinn, Thumb hershöfðingja, sem var tvö fet á hæð og vóg sextán pund. Þetta vakti geisimikla athygli og Barnum gafst ótal tækifæri til að koma fyrir þjóðhöfðingja og leika þar listir sínar með „hershöfð- ingjann“, sem hann kvað vera fjögra ára gamalt barn, er hann hefði þjálfað til að koma fram eins og fullorðið væri. Fyrst í stað trúði fólk þessu og áleit, að hjer væri undrabarn á ferðinni — undrabarn ekki ólíklegt því og uppi var í byrjun átjándu aldar og þá gengu miklar tröllasögur af. En þessu var nú ekki þann veg farið. Barnið, sem Barnum þóttist hafa meðferðis var dvergur, en fyrra undrabarnið var óvjefengj- anleg staðreynd. Það var drengur, sem hjet Christian Heineken. Síðan að Ameríku-trúðurinn kom með sitt „undrabarn“ fram á sjónrasviðið hefir aldrei verið á Heineken litla minst, og þó hefir ræst sú spá samtíðar- manna hans, að hann væri barn, sem engan ætti sinn líka, og að hann rjeði yfir hæfileikum, sem framtíðin mundi aldrei geta skil- greint. Christian Heineken fæddist í Lauenborg fyrir röskum 200 árum — og dó fjögra ára gamall. I blöðum frá þeim tíma er hans víða getið — og mikið skrifað eftir hann látinn. Meðal margra, sem skrifuðu eftir liann var kenn- ari hans, er reit um hann langa minningargrein. Upp úr þessum frásögnum hefir maður að nafni Heinrieh Asmus sainið sjerstakt rit um undrabarnið í Lauenborg. Foreldrar þessa - undrabarns voru bæði listamenn og lifðu við alþýðukjör. Drengurinn var heilsu hraustur og dafnaði vel við brjóst fóstu sinnar — en hún hjet Sophie Hildebrandt, og þjónaði hermönn- um. Drengurinn var í einu og öllu eins og liver annar venjuleg- ur hvítvoðungur. Þegar Heineken lit.li var tíu mánaða varð lionum einu sinni litið yfir öxl fóstru sinnar á myndir, sem steyptar voru á ofn- inn. — Góða stund starði liann látlaust á ofninn og gaf engu öðru gaum. Þá bar að mann, sem bjó í sama húsi, von Schönich að nafni, og tók hann að skýra mynd- irnar fyrir drengnum og sagði að þessi mynd væri af liáum turni og hin af litlu lambi, o. s. frv. Dag- inn eftir gat drengurinn sagt ná- kvæmlega til um það, hvar turn- inn væri og hvar lambið. . | ^^chönich dáðist mjög að skilningi drengsins, klappaði honum á kollinn og end- urtók í þaula fyrir hann nokkur orð til að sjá hvernig honum yrði við. Fyrst í stað horfði drengur- inn alvörugefinn og rannsakandi á varir v. Schöniehs þangað til hann tólr að liafa orðin upp eftir honum. v. Sehönich, sem var vel- mentaður maður, tók sjer nú fyrir að kenna drengum og þroska sál- argáfur hans. A næstu tveimur mánuðum lærði hann ekki einungis að tala lýtalaust, heldur einnig að endur- segja, það sem honum hafði verið sagt. Þannig gat hann á afmælis- daginn sinn, þegar hann var árs- gamall, endursagt aðalefnið í iill u m fimm bókum Mose. Degar gamlatestamentið var lesið og numið til síðasta stafs var mannkynssagan' tekin fyrir, og á hálfu öðru ári lærði hann út í æsar sögu Persa, Föníku- manna, Egypta, Asseríumanna, Grikkja og Rómverja, og þriggja ára var hann svo vel að sjer í landafræði, að hann vissi um öll lönd og ríki, höfuðborgir, allar stærri borgir og loftslag og hita- breytingar á hverjum stað. Dag frá degi jók hann á þekkingu sína og námsgáfum hans fleygði fram.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.