Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 4
132 LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS „Hann sa ana sina Ti stille, min Ven! að var um morgrun í maí, í hallargarðinuin í llillerötl. fvrir mörgum árum. Milli hárra rósarunna og graiuna limmúra trítlaði jeg eftir breiðum gangstígnum við hliðina á gömluin manni, er studdist þyngslalega við slafinn sinn. Hann var ‘að skýra fyrir mjer, hvílík fyrn og kynstur höllin þarna hinuin megin við tjörnina hefði að geyma af and- legum og veraldlegum verðinæt- um. Þetta var Friðriksborgar- höllin. En alt í einu nam gamli maður- inn staðar, góndi upp í loftið og brá annari hendinni aftur fyrir vinstra eyrað. en með hinni dump- aði hann á öxlina á mjer og sagði: Ti stille. min Ven! Góða stund stóð gamli maðurinn í sömu sporum og lilustaði og góndi upp í loftið. Jeg fór að leiða ýmsar getur að því, hvað þetta mundi eiga að þýða og ekki var laust við, að jeg kynni þessu háttalagi hans dálítið illa. því úr þessari átt er jafnan allra veðra von! egar við lötruðum aftur á stað brosti gamli maðurinn við og sagði lágt. eins og til að bera í bætifláka fyrir sjálfum sjer: — Það eru víst komin elliglöp á mig, kornungan manninn! Mjer hevrðist jeg heyra næturgalasöng einhversstaðar þarna uppi í trján- um — en athugaði það ekki, að næturgalinn svngur aldrei á dag- inn, meðan sól skín í heiði. Mjer finst enginn söngur jafnast á við söng næturgalans. Eftir þettta urðu söngfuglar að- alumræðuefnið, og á leiðinni norð- ur eftir garðinum rifjaði hann upp ýmsar minningar frá æsku- dögunum, sem allar stóðu í sam- bandi við fuglana, t. d. kvaðst hann stundum hafa revnt að ,,skrifa upp“ eftir fuglunum til að æfa sig á því að færa í letur hin ýmsu blæbrigði mismunandi hljóða. Kvaðst hann síðar í lífinu hafa haft nokkurt gagn af þessum barnalegu tilraunum sínum til að skilja og færa í letur mál fugla hiniinsins. yrst í garðinum göngum við eftir bugðóttum malarvegi upp í skógarjaðarinn. Þegar kom- ið er spölkorn inn í skóginii ligg- ur vegurinn fram með mosagrón- um grjótgarði, líkastur gömlum vallargarði á íslensku höfuðbóli. En á bak við þenna garð glyttir í ljósgrænt rjóður í skóginum — og þar stendur hvítt lnis með litl- um gluggum, miklu risi og ótal kvistum. Það er stráþak á þessu húsi og dökkir vafningsviðir breiða gisið net yfir alla útvegg- ina. Mjór hellulagður gangstígur spinnur sig í smákrókum neðan af veginum og upp á bæjarhólinn, en til beggja handa eru sljettir grasfletir. Þetta reisulega gamla hús, í þessu rómantíska umhverfi heitir Stutgaarden — og hjer býr gamli maðurinn, sem lievrist hann heyra næturgalann syngja — það er Tlenrik ravling. * Henrik Gavling var Sjálend- ingur að ætt og uppruna og fæddur í Lyngbv — sveita- þorpi norðan við Kaupmannahöfn — 22. mars 1858. Hann ólst upp hjá foreldrum sínum í Lyngbv fram cm feriningu og var snemma alkunnur þar í þorpinu fvrir hrekkvísi og glettur, og enginn var honnm snjallari í því að finna nýjar leiðir til að gera fullorðnu fólki gramt í geði. Einu sinni stráði hann t. d. baunum á gólfið í skólastofunni. þannig, að kenn- arinn skall marflatur um leið og hann stje inn fvrir þröskuldinn — og öðru sinni laumaði hann dauð- um og sundurlimuðum froski í kaffikönnuna hjá sama kennara. Eins og af líkum má ráða var þvi Henrik litli ekki í sjerlega miklu eftirlæti hjá kennaraliðinu, en það var ekki svo þægilegt að ná sjer niðri á honum, því hann \ ar afbragð annara barna til náms á alt nema danskan stíl. áðir Cavlings hjet Jeppe 01- sen og var leirbræðslumaður framan af æfinni —* en setti síðar á stofu uppkveikju- og eldsneytis- verslun og komst í góð efni. Hann lærði aldrei að skrifa, hvorki bók- stafi nje tölur og á gainalsaldri sagðist liann mest og best hafa komist áfram á því að kunua ekki að skrifa — því að skrifa væri sama og svíkja ! Kona Olsens hjet Bengta Cavling, hagsýn og gáfuð kona. Þau hjón áttu þrjá svni og var Henrik elstur þeirra, og tók liann sjer nafn móður sinnar, en bræður hans, tvíburarnir Frejlif og Adolf, hjeldu Olsens-nafninu. Adolf varð borgarstjóri í Ála- borg, Frejlif varð rithöfundur og ritstjóri, og hjer er nokkuð rakin saga Henriks — og eitt er víst, að allir synir Jeppa leirbræðslumanns lærðu að skrifa, þó hann hefði sjálfur ekki sjerlega mikið álit á þeirri iðju. Ungur var Henrik látinn aka viði utan úr skógi og í hæð- unum umhverfis Furuvatnið* átti hann þá mörg erfið spor. Enn- fremur ók liann hálmi og hevi til liöfuðstaðarins, og tígulsteinum í sambyggingar, er þá var verið að reisa við Godthaabsveg í Höfn og standa ]rar nú sem gamlir kumb- aldar. f þessum ökumannsleiðangr- um sínum varð hann ungur fyrir ýmsum áhr-ifum af höfuðborgar- lífinu, þvr hann tók vel eftir öllu, sem fvrir augu og evru hans bar. Morguninn eftir að Cavling var fermdur gekk hann til Hafnar að leita sjer atvinnu — en varð lítið ágengt. Ekki vildi hann samt snúa heim við svo búið og rjeði sig út úr vandræðum sem vika- dreng á herskip, og var þar kaup- laust um sumarið. Um haustið konr hann sjer fvrir við vjelsmíði- * Þar sem Chr. Winther orti kvæðið: Svíf þú fugl ....

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.