Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 02.05.1937, Blaðsíða 5
LBSBÓK MORGUNBLAÐSINS 133 drauma rætast Kunnasti blaðamaður Norðurlanda. Hearik Cavling og bróðurdóttir hans, Ellen Olsen. Myndin er tekin á Stutgaard 1927, nolrkrum dögum eftir að hann ljet af ritstjórn. nám á Norðurbrú, og lauk þar námi að fjórum árum liðnum — eða röskra 18 ára gamall. * ið vjelsmíðinámið á Norður- brú hófst áhugi Cavlings fyrir þjóðmálum. Um þær mundir voru uppi í Danmörku ýmsar nýj- ar stefnur er hnigu að auknu frjálsræði og bættum kjörum al- þýðunnar í landinu — og Cavling skipaði sjer í hóp þeirra, sem þráðu fult athafnafrelsi, sjálfsfor- ræði og ákvöi-ðunarrjett til handa öllum þegnum þjóðfjelagsins. Samfara þessum nýju straumum í þjóðfjelags- og menningarmálum, sein gagntók hugi fólksins, var óvenju blómlegt jd'ir atvinnulífi þjóðarinnar é þessum árum — því enn var öngþveiti stjettabarátt- unnar ekki komið til sögunnar. Hjer voru því góð skilyrði fjrrir unga og djarfhuga menn að sýna hvað þeir gátu! En Cavling var ekki einn af þeim, sem finst hann hafa sigrast á öllum örðugleikum lífs- ius með því að bindast trygðar- tengslum við einhverja ákveðna stjórnmálaskoðun. Hann vildi læra meira og vera til fleiri verka hæf- ur en að hamra járn. Því tók hann fj’rir kennaranám og var um eitt skeið barnakennari og fekst jafn- fram nokkuð við blaðamensku, og vakti fljótt á sjer eftirtekt fvrir óveuju lipran og myndauð- ugn stíl og mikið hugmyndaflug. Nú var svo komið, að danski stíll- inn var hans sterkasta vígi. Fyrstu blaðagreiuar Cavliugs birtust í „Morgenbladet“ — en því blaði stjórnaði þá Hörup, forvígismaður radikala flokksins, er síðar varð fju-sti ritstjóri við dagblaðið Politiken, þegar það var stofnað 1883. Ýmist voru greinar jtessar leiftrandi skop- greinar, tímabærir frjettapislar eða ferðaminningar — því Cavling var einn þeirra ungu manna, sem aldrei uiuli sjer heima og altaf langaði eitthvert langt, langt í burtu til að sjá eitthvað mikið, mikið. Hvenær, sem hann gat því við komið skrapp haun suður til Þýskalands, því þar var ódýrt Henrik Cavling. að ferðast og mörgu að kj’nnast í sigurvíinu Þjóðverja eftir styrj- öldina við Frakka. Tímum saman sat hann í þýska ríkisþinginu í Berlín og fylgdist þar af áhuga með framgangi ýmsra mála og sendi stundum útdrátt úr þing- frjetlum til Politiken, er jiá var ungt og umdeilt blað. Einu sinni þegar Cavling var staddur í Berlín fekk hann brjef að heim- au, þar sein honum var boðin föst staða við Politiken. Þetta var 1886. Cavling var ekki seinu að taka þessu boði, því klukkan átta kvöld ið eftir var hann tekinn til starfa upp á skrifstofu blaðsins í Inte- gade, og fjrrsta verk hans, sem fastur starfsmaður þessa blaðs, var að skrifa leikdóm — en ein- hverra hluta vegna þótti Hörup hann ekki prenthæfur! Glæsilegustu óskir og þrár Cavlings voru orðnar að veruleika. Hann var orðinn blaða- maður við minsta dagblað borg- arinnar og átti að fá 350 króna kaup á mánuði — það var dálag- legur skildingur. Þá var Politeken ýmist fjögra eða átta síðu blað, í litlu broti, og upplagið ekki nema 5000 eintök. Hlaðið var ,,sett“ á hæðinni fyrir ofan ritstjórnar- skrifstofur þess, í Integade, en ,,formunum“ síðan ekið á gömlum handvagni niður í Niels Juels- gade. Þar var blaðið prentað. Nú rak hver „glæpurinn" aíln- an í frjettaburði og fram- komu Cavlings. Yæri hann t. d. sendur til að vera viðstaddur vígsluhátíð eða hornsteinalagnir, þá var hann vís að framkvæma verknaðinn sjálfur og vera svo allur á bak og burt, þegar til- kvaddir virðingarmenn kotnu á staðinn. Daginn eftir stóð svo feitu letri að frjettaritari Politik- en hefði í gær lagt hornsteininn að hinu eða öðru stórhýsinu og vígt þetta eða hitt mannvirkið og alt var staðfest með vottum! Og heldu forystumenn einhvers stjórn málaflokks með sjer lokaðan fund

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.