Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Page 1
 18. tölublað. Sunnudaginn 9. maí 1937. XII. árgangur. ísBfuluarprcntsmiðj* h.f. DYVEKA - MIKIÐ liefir verið skrifað og skrafað um Kristján kon- ung II. og Dyveku og ástaræfin- týri þeirra fyrir meira en 400 ár- um. Er Bretakonuneur hefir ski!m við þjóð og ríki og lagt niður völd vegna ástmeyjar sinnar, er ástæða til að minnast þeirra at- burða, er Kristján prins árið 1509 kom til Björgvinar. Faðir hans, Hans konungur, liafði sent hann þangað til þess að rannsaka viðskifti Hansa-kaup manna og Björgvinai-búa, en íbúar kaupstaðarins höfðu kært yfir þeim viðskiftum fyrir konungi. En þessi ferð varð merkilegri og örlagaríkari fyrir Kristján prins, en búist var við í upphafi, því þarna hitti hann hina 17 ára gömlu Dvveku og móður hennar Sigbritu Willums. Þessi fundur færði Kristjáni mikla hamingju næstu ár. á eftir, en vnrð síðan upphaf að ógæfu hans, landflótta og margra ára fangelsi í hans eig in landi. Hver var þessi Dyveka? Sagan segir að hún hafi verið hollensk yngismær, forkunnar fögur, siðlát, með milda lund. Hún hafði komið til Björgvinar rjett eftir aldamótin, með móður sinni, hinni gustmiklu Sigbritu, er sagði að Dyveka væri dóttir sín. En um það vita menn ekk- ert með vissu, því aldrei hefir fengist nein vitneskja um það, hvaðan þær mæðgur voru upp- runnar og hvernig á ferðum þeirra stóð til Björgvinar. En svo mikið var víst, að gamla konan var afar ófríð, hin mesta herfa, og því ólíklegt að hún hefði átt hina undurfögru dóttur. Sigbrit var lág vexti, klunna- leg, rauð í andliti, en með gáfuleg og snör augu. Neðri vörin var ó- eðlilega þykk og slapandi. Hún var yfirleitt eins ólík Dyveku og frekast var hægt að hugsa sjer. En hvað um það. Dyveka ljet sem Sigbrit væri móðir hennar. Sigbrit hafði sett upp verslun í Björgvin. Vakti hún brátt á sjer eftirtekt fvrir dugnað sinn og hvggindi. Þegar þetta gerðist var Krist- ján prins 28 ára gamall. Faðir hans hafði sent hann víða í ýms- an erindisrekstur, og Kristján hafði sýnt hina mestu röggsemi. í fylgd með honum að þessu sinni var Eiríkur Walkendorf, er síð- ar varð erkibiskup, og fleiri að- alsmenn aðrir. Sagnfræðingurinn Svam.ing seg- ir, að það hafi verið Eiríkur Walk- endorf, sem fyrst hitti þrer mæðg- ur Sigbritu og Dyveku. Hann var að skoða sig um í bænum, er ham> rakst á sölubúð Sigbritar, og sá þessar einkennilegu andstæður að útliti, hina ógurlega ófríðu Sig- britu og hina fögru og siðprúðu dóttur hennar. Hann staðnæmdist við búðina og gaf sig á tal við þær. Undrað- ist hann í senn vitsmuni og þekk ing gömlu konunnar og fegurð dótturinnar. Er hann sagði Krist- jáni frá þessu, lagði hann svo fyr ii, að bjóða skyldi.þeim mæðgum á dansleik, sem borgarar bæjarins retlnðu að lialda honum til virð- ingar á Breiðaalmenniug þá um kvöldið. A dansleiknum bauð prinsinn

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.