Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 139 um það. Eigi varðar þá um það, hvorki afa hennar, bróður eða fræuku, hvernig samband mitt er við Dyveku. Og eigi geta þau fært neinar sönnur á, að jeg hafi „breytt illa við drotninguna". Bæði Eiríkur Walkendorf og hinir erlendu sendimenn, sem voru þarna viðstaddir, báðu konung þess, að þeir fengju önnur skila- boð með sjer heim en þessi. En konungur þvertók fyrir það og sagði, að hann gæfi þeim ekki önnnr svör. „Jeg ætla mjer að lifa eins og konungur. Svo gerði Hans faðir minn og forfeður mínir til forna“. ¥ Árið eftir dó Dyveka skyudi- lega. Menn litu svo á, að henni hefði verið byrlað eitur í kirsu- berjum, sem aðalsmaðurinn Þor- björn Uxi færði henni. Hann var ákærður og hálshöggvinn, enda þótt rannsóknarnefndin, sem sett var tíl að rannsaka málið, fyndi ekki nægileg gögn til að sanna sekt lians. Sag-t er að Sigbrit hafi haldið að eiturbyrlarinn væri Eiríkur Walkendorf. Hann hafi á þánn hátt staðið við loforð sitt til ætt- manna Elísabetar, að Dyveka skyldi burt frá hirðinni. En eftir dauða Dyveku var sem Kristján konungur væri heillum horfinn. Vald Sigbritar var hið nma og fyr. Og him fjekk því jafnvel til leiðar komið, að meira ástríki tókst með konungi og drotningu hans. Þegar drotning ól fyrsta barn sitt, tók Sigbrit á móti því. Og hún varð ráðskona drotningar og ól upp börn þeirra konungshjóna. Konungur varð sem kunnugt er að flýja land 1523. Honum til hug hreystingar sagði Sigbrit eitt sinn: „Getir þú ekki lengur verið konungur í Danmörku, þá getur þú orðið borgarstjóri í Amster- dam“. Hún fylgdi konungi til Niðurlanda. En svo hötuð var hún í Höfn orðin þá, að smygla varð henni að sögn um borð í skip 1 líkkistu. En borgarar landsins höfðu altaf mikið dálæti á Krist- jáni, eins og fram kemur í þjóð- kvæðinu um „Örninn“, sem um hann var orkt. (Þýtt úr A-magasini.) Loðnuveidar íJiornafirði. Eftir Guðna Jónsson, kaupmann. Framh. f öllu þessu varð mjer ljóst, að ekki mundi finnast meiri tálbeita fyrir þorsk, en síli. Þá var og augljóst, að ekki þurfti þessi beita að verða mjög dýr, og oftast úr nógu að moða, svo að segja alveg við hendina, einmitt á sjálfri vertíðinni, og dró það mjög úf þeim agnúa, að ekki er hægt að gejrma hana svo nokkru nemi, með þeim ráðum, sem nú þekkjast. En hjer var vir vöndu að ráða. Hvernig átti að veiða sílið? Þótt jeg hefði um margra ára skeið farið með net og nætur, bæði hjer á Hornafirði (fyrir kola og sil- ung), og á Austfjörðum (fyrir síld), hafði jeg aldrei sjéð svo smáriðna nót, að leggjandi væri fvrir loðnu. Veturinn 1921, í marsmánuðði, bað jeg samt vin minn á Eskifirði að útvega mjer þá smáriðnustu nót, sem hægt væri að fá þar. Hann kom með uppsett net, sem dregið hafði verið fyrir smásíld með, og hafði jeg það að láni til að byrja með. Nú var farin fyrsta reynsluför til loðnuveiða 28. mars, er mjer leist loðna vera inni, því að þorsk- ur hafði þá fundist í ís, er rak út og inn með straumnum. Við lögð- um nú nbtina í vægan straum, því lið var hvorki margt nje öfl- ugt. Voru með mjer synir mínir tveir, Óskar á 13., Svavar á 12. ári, og svo kennari þeirra. Nótin varð fljótlega þung í drættinum, en komst samt að landi, og voru þá í henni á að giska 22 tunn- ur af loðnu. Þetta var mikill afli, en óvíst hversu mikils virði til peninga metið, því að óreynt var, hvort nokkur af þeim, sem byrj- aðir voru aðð róa, vildu nota loðnu þessa til beitu. Við tókum samt 6 tunnur í bátinn, hann bar ekki meira, bundum saman nót- ina, festum landfesti hennar og rerum síðan til lands. Þar komst jeg brátt að því, að því, að útgerðarmenn lögðu ekki mikið upp úr afla þessum til beitu, «g var alt útlit fyrir, að ekki nýttist hann til annars en áburð- ar og skepnufóðurs. Ekki þótti samt vert að fleygja því, sem í nótinni var, og lögðum við þ”í aftur upp með 2 báta, eying, sem jeg hjelt þá úti, og fjarða- bát. Fyltum við þá af því sem í nótinni var, en 2 tunnur urSam við að skilja eftir í pokum í fjör- unni, áður en nótin væri tæmd. Á meðan þessu fór fram var stormur vaxinn norðan og komið allmikið ísrek með útfalli og b'ægði það okkur frá að komast heim, svo að við vorum tilneydd- ir að liggja úti um nóttina, þarna við sandinn. Með birtunni og að- fallinu náðum við þó landi í Höfn, allir óskemdir af frostinu og kuldanum þessa fyrstu útilegu nótt yfir verðlausum sílabátunum. En útilegunæturnar við sílaveið- ar urðu fleiri næsta vetur, bæði í illu og góðu veðri, við mis.jafn- an árangur og stopulan ágóða. Af þessari fyrstu loðnu voru beitt nokkur bjóð til reynslu, en hepnaðist illa með afla á þau, af því að sjóveður brást. Jeg varð vonsvikinn, en hætti þó ekki al- veg, heldur smáreyndi að kasta nót, en gafst upp við það þennan vetur fyr en ella, bæði vegna þess að sílið fór snemma frá ósnum, og ekki síst vegna þess, að deyfð var yfir útvegsmönnum, við að nota það, sem fjekst af loðnu. Leið svo fram til næstu vertíðar. Þó að langt væri frá því, að til- raunir mínar á fyrra ári hefðu verkað örfandi á mig, vildi jeg FRAMH. Á 143. SÍÐU.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.