Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 2
Uft LESBÓK MORGUNBLAÐSENS ALEXANDRtNA DROTNTNG. sem mörkuðu tímamót í sögu vorri. En Yðar Hátign hefir sótt land vort heim fjórum sinnum, heiðrað þúsund ára afmæli Alþingis með nærveru Yðar og fyrstur konunga ávarpað þjóðina á hennar eigin tungu. Þá er íslendingum og hugstætt, að Hennar Hátign Drotning- in hefir fyrst allra drotninga sótt ísland heim og unnið sjer mild- ar ástsældir með þjóðinni. H/A' íslenska þjóð vill gera þetta ríkisstjórnarafmæli sem minnisstæðast óbornum kynslóðum, ekki með varða úr malmi nje steini, heldur með starfandi minnismerki, er tákni þá gróandi, sem í þjóðlífi voru hefir verið á þessum árum. Vjer vitum, að Yðar Hátign hefir með sívakandi áhuga fylgst með öllum velferðarmálum íslands og ekki síst hinum nýju framtök- um og tilraunum til ræktunar landsins. Land vort virðist hrjóstrugt og kalt, en í moldinni bíða ónotuð frjóefni, og í skauti jarðarinnar býr varmi, sem getur leyst þau úr læðingi og varið þau kali. í ræktun íslands munu á ókomnum tímum gerast furðuleg æfin- týri, sem horfa til aukinnar velmegunar og heilbrigði landsmanna. Með því að stofna á þessum fagnaðardegi sjóð til eflingar garðrækt á Islandi, er beri nafn Yðar Hátignar, vill Al- þingi íslendinga og ríkisstjórn íslands um alla framtíð tengja þau æfintýri i hugum þjóðafinnar við minninguna um þann konung, sem fyrstur, hefir borið heitið Konungur íslands, og treysta því, að ást- sæld og gifta Yðar Hátigrmr fylgi jafnan starfsemi þeirri, er við sjóðinn verður bundin. Alþingi íslendinga. Jón Baldvinsson, forseti sameinaðs þings. Einar Ámason, for-seti efri deildar. Jörundur Brynjólfsson, forseti neðri deildar. Ríkisstjórn íslands. Hermann Jónasson, forsætisráðherra. Eysteinn Jónsson, fjármála ráðherra. Haraldur Guðmundsson, atvinnumálaráðherra. Ávarp íslendinga í Danmörku afhent konungi 13. maí. HERRA KONUNGUR! Fyrr á öldum, þá er íslenskir höfðingjar og skáld þjóðar vorr- ar sóttu heim erlenda konunga, var það altítt að færa þeim dýr- mætar gjafir eða flytja þeim drápur, og eru þess dæmi, að leyst voru með þeim höfuð manna. Þetta var gullöld íslendinga. En brátt urðu það örlög þjóðarinnar að glata sínu forna frelsi. Öldum saman varð hún að berjast til sigurs, þjökuð af eldi og ís, hungri og drepsóttum. En loks reis nýr dagur. í anda hinnar fornu gullaldar sameinað- ist þjóðin og öll orkti hún Höf- uðlausn sína, drápuna um frelsið. HERRA KONUNGUR! Þjer báruð gæfu til að skilja þá drápu og verða fyrsti fullveldiskonung- ur íslands. Frá íslendingum við Eyrar- sund hafa undiröldur merkra við- burða oft borist þjóð vorri. Vjer íslendingar, sem nú dveljum í Danmörku, og stöndum því nær öndvegi yðar en ættmenn vorir heima, flytjum yður ekki drápu að fornum sið nje dýrgripi að gjöf. En þó höfum vjer gjöf að færa og biðjum yður þiggja: Þakklæti af vorri hálfu fyrir þann mikilvæga og heilladrjúga þátt, sem þjer, HERRA KON- UNGUR, hafið átt í því að auka giftu íslensku þjóðarinnar. Á þessum merku tímamótum, er liðinn er aldarfjórðungur frá því, að þjer tókuð við ríkjum, leyfum vjer oss að ávarpa yður með einlægustu árnaðaróskum og að bera fram lotningarfylstu kveðju■ vora. HEILL HANS HÁTIGN KON- UNGINUM OG HENNAR HÁ- TIGN DROTNINGUNNI.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.