Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 6
150 LESBÓK MORGUNBI.AÐSINS Kynni mín af Kristjáni konungi X og Hlexandrinu drotningu. RfTSTJÓRN þessa blaðs hefir mælst til þess, að jeg ritaði nokkuð um konung vorn á þessu aldarfjórðungsafmæli ríkisstjórn- ar hans. Gjarnan vildi jeg jafn- an geta brugðist vel við tilmælum góðra manna, en lítið ætla jeg mjer hafa orðið skrafdrjúgt um þá, sem ríkast hafa búið í huga mjer, og er konungur vor meðal þeirra. Mæli jeg það vegna þeirrar á- nægju einnar, sem jeg hefi jafn- an notið af okkar kynnum frá því er þau hófust fyrst, en það var, er konungur vor og drotning og synir þéirra sóttu oss heim sumarið 1921. Verður mjer minnisstætt, að ráðherra vor fól mjer þá að á- varpa þau í heyranda hljóði á hinum fornhelga alþingisstað vorum, og flytja þar fyrir þeim lítið erindi um þann merka sögu- stað, hjarta landsins, sem þjóð- skáldin góðu nefndu svo. Mjer verður ljúft að minnast þess, með hve mikilli athygli hin- ir hátignu gestir hlýddu ávarpi mínu og erindi, og síðan einföld- um skýringum á Lögbergi og ann- ars staðar á Þingvelli. Hins minn- ist jeg ekki síður, hve ant kon- ungur ljet sjer síðan um að kynn- ast nokkuð á þeirri ferð sinni, er þá var farin, högum alþýðumanna heima fyrir til sveita nú á tím- um, einkum húsakynnum þeirra og daglegum lifnaðarháttum. — Ljet hann í ljósi þá ósk, að jeg sýndi sjer einhvern óbrotinn bóndabæ, með þeirri gerð, er helst hefði tíðkast hjer á landi á síðari timum. Gladdi mig, að geta orðið við tilmælum konungs, og riðum við heim að bæ nokkr- um í Biskupstungum, er var skamt úr leið, þegar haldið var aftur til Geysis frá Gullfossi. Konungur skoðaði bæjarhúsin með einlægri athygli og dáðist að göfgi þjóðar vorrar, svo mikil sem hún væri þrátt fyrir þann þrönga kost, er vjer höfum átt við að búa í veraldlegum efnum. En sannast hafði á oss hið heil- aga spakmæli: Maðurinn lifir ekki af brauði einu. — EKKI verða mjer síður minn- isstæðar endurminningarnar um þau áhrif, sem náttúrufegurð lands vors hafði á hugi konungs og drotningar. — Varð jeg þess brátt var, og oftlega síðan, að þau hafa mikið yndi af lands- fegurð hjer, og eigi síður þeim merku náttúrufyrirbrigðum, er menn verða hjer varir. Ferðalag- ið varð þá að vera hjer að miklu leyti með öðrum hætti en þau konungur og drotning höfðu áð- ur vanist, en þau ljetu það ekki á sig fá, og minnist jeg orða drotningar, er stigið var af hest- um við Sogsbrú og einhver ljet þess getið, að nú myndi skift þar um fararskjóta og ekið í bifreið- um þaðan til Reykjavíkur; já, því er nú miður, mælti drotning, og mátti heyra, að hún mælti af ánægju yfir því, hve vel henni hefði geðjast ferðin, þrátt fyrir ýmsa annmarka og erfiðleika, er þó höfðu mátt virðast vera á ýmsu. Konungur og fylgdarlið hans alt hafði þá að síðustu farið upp að Sogsfossum, heldur ógreiðán veg að sumu leyti, og auk þess orðið fyrir nokkrum óþægindum af hinni þjóðkunnu landplágu á þeim slóðum. En þess háttar smá- munir höfðu vitanlega lítil áhrif á konung; hann hafði allan hug- ann við fossana, og þó ekki ó- deildan, því að hvorttveggja heill- aði hann í senn, fegurð þeirra, þar sem þeir ljómuðu við sólu í litskrúði sínu, og kyngikraftur sá, er í þeim býr og þeir máttu miðla öllum landsins lýð svo langt og vítt, er mönnum kynni að þóknast. Hugmyndin var vöknuð um þá notkun þeirra; mætti hún verða að veruleika. — Óskin rætt- ist: Er konungur vor kom hjer síðasta sumar, lagði hann horn- stein að aflstöðinni við Ljósafoss. Við ókum upp á Kambabrún. Útsýnið blasti við, víðsýnið aust- ur-yfir, alt til Eyjafjallajökuls og langt út til hafs. Það var ógleym- anleg ánægjustund, að ræða við konung og drotningu um landið svo „fagurt og frítt", „þar sem um grænar grundir líða skínandi ár að ægi blám“. JEG minnist einnig hinnar við- kvæmu aðdáunar drotningar, er við gengum saman aftur að vagninum og hún virti fyrir sjer heiðagróðurinn; lambablómin, er brostu svo blítt og hýrt við henni, stóðu saman svo kafrjóð og hress í þéttum hálfhnöttum, eins og þau vildu keppast um að sýna Eftir Matthías Dórðarson, þjóðminjavörð,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.