Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 151 sig drotningunni og fá að sjá hana. — Hún fjekk þá einnig heim í einn aldingarðinn sinn mörg falleg smáblóm af holtun- um í grend við Reykjavík, og hún annaðist þau mörg ár af á- huga og ánægju til minnis um land vort og þessa fyrstu ferð sina hingað. Konungi mun hafa fallið margt hjer vel í geð, og hann virtist á- nægður yfir öllu ferðalaginu. Er við ræddumst við síðast að því sinni, kvöddumst á skipsfjöl, mælti hann meðal annars: Jeg kem áreiðanlega aftur eftir fáein ár. Hann bað mig að hitta sig að máli heima fyrir, kæmi jeg þang- að áður. Það varð næsta ár. Mjer er minnisstætt, hve ánægjulega hann mintist þá farar sinnar hingað og rnargs, sem þá hafði komið fyrir, veganna hjer, hest- anna og margs annars, sýndi mjer svipuna sína frá því ferða- lagi; jeg hitti hann í einkaher- bergi hans í bústað hans í Höfn og hjekk þessi svipa, er var mik- ill skrautgripur, þar á vegg til minja. SlÐAN hefi jeg haft þá á- nægju, að hitta konung nokkrum sinnum bæði hjer og í Höfn, en einkum eru mjer minn- isstæðar samverustundir mínar með honum og drotningu, er þau sóttu okkur heim í þriðja sinn, á alþingishátíðinni. Ferðalagið hjer þá og dvölin á Þingvelli og síðan við Norðurá gaf mörg tilefni til nokkru nánari viðkynningar en áður. Konungur er maður ræðinn og fróður um margt, en jafn- framt mjög gamansamur og oft fyndinn í tali, einkum í fámenni, en græskulaust er alt gaman hans og iaust við bituryrði eða ádeil- ur undir niðri. Að vísu hefi jeg stundum orðið var við góðlátlega ertni hjá honum í minn garð, ekki síður en hjá öðrum góðkunn- ingjum mínum, en jeg hefi þá stundum gefið tilefni til þess og venjulega goldið í því efni líku líkt, „svo að vináttan hjeldist við“ eins og Danir segja. Um stjórnmál og þá menn, er að þeim hafa staðið, höfum við ekki ræðst; hefi jeg þó ekki forð- ast það umræðuefni vegna þess að mjer hafi mislíkað stjórn kon- ungs eða afskifti hans af stjórn- málum vorum; síður en svo. Jeg hefi jafnan minst þess með sjálf- um mjer og að sjálfsögðu meö ánægju í hug, að það var vissu- lega ekki hvað síst fyrir áhrif hans og viturlega stjórn á ófrið- arárunum, að vjer ásamt Dönum komumst hjá því að verða þá ver úti en raun varð á, og að sá samn- ingur var gerður síðan vor og þeirra í milli, sem báðir hafa í rauninni mátt una vel við síðan. Nú minnist jeg þess þó jafn- an, að konungur vildi ekki láta þakka sjer þann sáttmála. Stúd- entafjelagið hjer óskaði, að hylla hann í sínum hóp sem hinn cign- asta stúdentinn vor á meða.; þjóðskáldið Einar Benediktsson flutti honum þá flokk mikinn og formaður fjelagsins lofræðu; en konungur tók að því búnu til máls og eignaði stjórnmálamönn- um vorum allan heiðurinn af því, er oss kynni að þykja hafa áunn- ist. — Þó er eigi að síður fullvíst, að um alt, er oss skiftir nokkru máli, er konungur oss jafnan vilholl- ur 1 huga og óskar þess, að vjer megum í hvívetna fá að ráða sjálfir öllum ákvörðunum vorum og framkvæmdum. FRÁ samfundum konungs og drotningar og mín undir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.