Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 15.05.1937, Blaðsíða 8
152 Lésbók morgunblaðsins Konungur á hestbaki í hríðarveðri. Á hverjum morgni fer konungur í reiðtúr hvernig sem veður er. Er mynd þessi tekin í einni slíkri morgunferð um nágrenni Hafnar. áramótin 1927—28 í Höfn mun mjer jafnan vera minnisstæð hin góðfúslega framkoma þeirra á málverka- og listiðnaðarsýning- unni íslensku, sem þá var þar. — Konungur var verndari hennar og lagði alúð við að kynnast henni, og þá ekki siður drotningin, sem oftar en einu sinni fór að skoða sýninguna og kyntist henni vand- lega, og stuðlaði að fegurð henn- ar með því að lána til hennar sjálf ágæta listagripi. — Er þau kon- ungur og drotning komu hingað 1930, sýndu þau enn hinn mikla áhuga sinn á vorri ungu íslensku Iist, er þau skoðuðu nákvæmlega listasýningarnar, sem þá voru haldnar hjer, og keyptu þar mál- verk. — Þjóðminjasafnið skoðuðu þau af áhuga bæði við fyrstu og síð- ustu komu sína hingað, og duldist þá að sjálfsögðu ekki, við hve þröngan kost það verður að búa; munu mjer æ minnisstæð orð kon- ungs, er hann gekk út úr Safna- húsinu aftur 1921: Þjer ættuð að hafa alt húsið. — Enda er það orða sannast, að ekki veitti Þjóð- minjasafninu af slíku húsrúmi, ef vel ætti að vera. MJER virðist nú margs að minnast í þessu sambandi, er jeg lít yfir l'ðin ár, bæði það, sem er þjóðkunnugt og óþarft um að ræða af mjer nú, og hitt, er mjer má einkum vera kunnugt um og jafnan hugstætt. En jeg vil eiga sumar endurminningar mínar einn eða þá einungis með þeim, er eiga þær frá upphafi með mjer. En illa væri mjer í ætt skotið, ef jeg ljeti algjörlega undir höf- uð leggjast að vera „opinspjall- ur of jöfurs dáðum“, þeim er ekki aðeins mjer heldur alþjóð manna í raúninni mætti síst úr minni líða, og á jeg þar við þann mikla sóma og það stórkostlega örlæti og umhyggjusemi, er konungur og drotning hafa sýnt menning- arfjelögum vorum tveimur. Hefir konungur alt frá upphafi kon- ungdóms síns verið verndari Bók- mentafjelagsins og látið senda því árlega stóra gjöf af risnufje sínu; en bæði hafa þau, konung- ur og drotning, verið verndarar Fornritafjelagsins frá upphafi þess, fært því mjög mikla gjöf þegar við stofnun þess og enn stórmikinn sjóð af eigin fje, er þau komu hingað til alþingishá- tíðarinnar. Var þar, og raunar í þessum afskiftum öllum, um stærri gjafir að raeða en gulls- verðið eitt, gjafir, sem þessi fje- lög munu lengi fá notið og aldrei fullþakkað. En afstaða beggja þeirra fjelaga er á þá leið, að ekki er þeirra einna að þakka það sem þeim er svo vel gjört til, held- ur þjóðarinnar allrar. Matthías Þórðarson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.