Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Blaðsíða 2
154 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS km. norðan við Damaskus. Til Damaskus kemst maður með járn- braut frá Beirut við Miðjarðar- haf. En bílvegur liggur einnig yf- ir fjallgarðinn og inn til Dam- askus. Ilægt er að komast á bíl- um um landið þvert og endilangt. Hafa bílarnir valdið miklum breyt ingum-þar sem víðar í heiminum. Þeir eru flestu öðru fremur tákn nýja tímans í þessu landi, þar sem gamla og nýja tímanum ægir sam- an á hinn margvíslegasta hátt, Það er t. d. einkennilegt að sjá Bedu- ina-höfðingja í sínum einkenni- legu fornaldarklæðum skrönglast áfram í Fordbíl eftir hálfgerðum vegleysum. — Og loftslagið? — Er ákaflega þurt. Víðast hvar þar sem menn koma ekki vatnsleiðslum og vökvun við, er jörðin þur og gróður skrælnaður. Enn sjást víða leifar af voldugum vatnsleiðslum frá tímum Róm- verja. Og enn eru sumar þessar vatnsleiðslur notaðar. Þar sem vatnið er nóg, breytist landið í hinn unaðslegasta aldin- garð, eins og t. d. umhverfi Dam- askus. Damaskus er stórborg með 300.- þús. íbúa. Gegnum borgina rennur áin Barada. Þessi á hefir breytt umhverfi borgarinnar í stóran yndislegan gróðurreit — „oasa“ í eyðimörkinni, þar sem vex hin mesta gnægð suðrænna aldina. Nebk er líka í slíkum gróður- reit, en minni. Sú borg er í svip- aðri hæð yfir sjávarmál og Heklu- tindur. Þar er hásljettan svo há. Flesta daga ársins skín þar björt sól. Er sólarljósið svo skært, að það sker jafnan í augun. Svo hafa menn þann merkilega sið að hvítta öll hús að utan, og eykur endurskinið frá húsveggjunum of- birtu í augu manns. — Hvernig er menningarstig Sýrlendinga ? — Erfitt er að lýsa því í stuttu máli. Tækni í framleiðslu er mjög ábótavant, fjöldinn allur af fólki sem aldrei lærir að lesa. — Þeir er flestir Múhameðstrú- ar 1 — Já, en þó eru hingað og þangað litlir kristnir söfnuðir, sem hafa haldist þarna frá því í fornöld. Auk þess eru þarna all- margir Gyðingatrúar. En það einkennilega er, að þó lög heimili t. d. kristnum mönn- um og Gyðingum að taka upp Múhameðstrú, og þó leyfð sje yf- irleitt hverskonar fráhvarf frá einum trúarbrögðum til annara, þá er eitt, sem lög leyfa ekki, og það er, að Múhameðstrúarmenn gangi í kristna söfnuði. Jeg er að vona, að breyting fá- ist á þessu fyr en seinna, eða a. m. k. að yfirvöldin og Múhameðs- trúarmenn yfirleitt láti það af- skiftalaust, þó menn taki upp kristna trú. I Egyptalandi eru víst 2—300 manna nú, sem hafa snúist til kristinnar trúar, frá öðrum triiarflokkum, og þeir fá að vera í friði. En því verður eigi neitað, að svona hefir bað ekki verið. Það hefir komið fyrir hvað eiitir annað þarna austur frá, að þegar Múhameðstrúarmaður tekur upp kristna trú, þá blátt áfram hverfur hann úr söguni á dular- fullan hátt, ættmenn hans og trú- bræður beinlínis stytta honum aldur svo lítið ber á, og ekkert verður um það sint frá yfirvald- anna hálfu. — Það hlýtur að vera dapur- legt að stunda kristniboð undir slíkum kringumstæðum 1 — Ójá, en jeg er samt vongóð- ur. Þetta getur alt lagast. Enn erum við á undirbúningsstigi þar eystra. Yið undirbúum jarðveg- inn. Það er þolinmæðisverk. Það játa jeg. En þó menn ekki bein- línis taki upp kristna trú, þá get- um við með skólum okkar og með safnaðarlífi liaft áhrif á fólkið. Jeg finn að við höfum áhrif í rjetta átt. Jeg finn mun á þeim heimilum, sem hafa sent okkur börn sín til náms. I þeim átta skólum, sem hið danska Austur- landa-trúboð hefir í Sýrlandi, eru nú alls 627 börn, 320 stúlkur í þrem telpuskólum og 307 drengir í 5 drengjaskólum. Af þessum nemendum eru 257 stúlkur og 213 drengir frá heimilum Múhameðs- trúarmanna. Hin börnin eru krist- in. — — Eru engin kenslugjöld greidd í skólum þessum? — Jú, en kenslan er mjög ódýr, kenslugjaldið aðallega miðað við það að láta fólkið borga eitthvað. Því að eins og þjer vitið, það, sem fæst ókeypis, er oft talið lítils eða einskis virði. Alls eru 29 kennarar við skóla þessa — alt Sýrlending- ar. — Málið, sem þarna er talað? — Er Arabiska. Æði erfitt tungumál fyrir Evrópumenn að læra. En málið hefir ákaflega rök- rjetta og að vissu leyti einfalda gerð, sem gerir auðveldara fyrir útlendinga að læra það, þegar grundvallaratriðin eru fengin. — Fylgjast Sýrlendingar vel með Evrópumálum? — Já, síðan í heimsstyrjöldinni fylgja þeir því vel eftir, sem ger- ist í Evrópu, og yfirleitt því, sem gerist í heiminum. Heimsstyrjöld- in varð þar, sem víða annarsstað- ar mikil tímamót. Upp frá henni flæddu áhrif nýrra tíma inn yfir landið, ný tækni, samgöngutæki, þjóðin varð eigi eins einangruð og áður. Atburðir, eins og Abyssiníu- stríðið hafa haft mikil áhrif á Sýrlendinga. Þeir geta ekki gleymt máttleysi Þjóðabandalags- ius og rjettlausri meðferð Itala á Abyssiníumönnum. Annars verður maður þess oft var meðal almúgamanua, að þeirra mikli þjóðardraumur er, að öll Arabía sameinist í eitt vold- ugt ríki. Renna þeir þá vonaraug- um til hins mikla Ibn Saud. Þegar ólesendur, kunningjar mínir, sjá mig lesa blöð, spyrja þeir mig oft að því, hvort ekkert standi þar um Ibn Saud. Múhameðstrúarmenn hafa yfir- leitt mjög mikla samheldni sín á milli. Þeir eru ákaflega sanntrú- aðir menn á sína vísu. Þeir eru vissir um, að Múhameðstrúin veiti þeim þá sjerstöðu í heiminum að vera öllum öðrum mönnum æðri. Bræðralag þeirra á milli er mjög ríkt, og stjettaskifting lítil. Jeg hefi eignast marga vini meðal Múhameðstrúarmanna, og hefir vináttan brúað alt bilið, sem af mismunandi trúarbrögðum staf- ar. Þó finn jeg altaf gegnum vin- áttu þeirra, að þeir kenna í brjósti um mig, að vera utan við þá vænt- anlegu alsælu, sem Múhameðstrú-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.