Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.05.1937, Blaðsíða 4
156 LESRÓK MORGUNBLAÐSINS É& „Jeg skal ekki þvælast Það er Hannes gamli Hansson, sem talar: Hannes gamli póstur, sem margir kannast við, var föðurbróðir minn — og það átti að heita svo, að jeg hjeti í höfuðið á honum. Frœnda mínum og nafna þótti fara illa um mig þarna fvrir austan,og um vorið 1881 tók hann mig með sjer hingað suður til Revkjavíkur og rjeði mig sem vinnustrák til Sigurðar heitins fangavarðar. Ari seinna rjeðist jeg til Ilann- esar frænda og var um sumarið settur í vegavinnu upp á Mos- fellsheiði. Jeg var yngstur og lítil- fjörlegastur allra vegagerðar- manna, og því var sjálfsagt að kenna mjer allar vammir og skammir — og alt, sein aflaga fór og miður skyldi. Þetta ljet jeg mjer alt í ljettu rúmi liggja, þang- að til brennivínsflaska hvarf frá einum tjaldfjelaga mínum, og öll- um bar saman um, að jeg mundi hafa stolið henni — „það væri ekki um aðra að ræða“. Þá sagði jeg: Ef jeg á að hafa stolið flösk- unni, þá ættuð þið að hafa sjeð mig vafra hjer um blind-þreif- andi-útúr fullan. Og á hverjum hefir sjest hjer vín? Engum nema verkstjóranum. En framvegis skul uð þið ekki hafa mig til að níðast á — verið þið sælir. Þegar jeg kom heim til Hannes- ar frænda, sagði konan hans við mig: — Hvað á að gera við þessa strákskömm, sagði hún við mig. En þá sagði jeg: — Þú skalt engu kvíða, sagði jeg. — Jeg skal ekki þvælast fyrir fótunum á þjer. Rjeði jeg mig í kaupavinnu, eða eitthvað, ó Vesturgötu og var þar fram í apríl — eða þangað til jeg fór í mína fyrstu siglingu. * orska seglskútu, „Nikoline", hafði rekið á land í Borgar- nesi og laskast mikið. Þetta skip kevpti Gránufjelagið, og Ijet flytja það hingað til Reykjavíkur til viðgerðar. Er það var sjófært orðið komu hingað upp þrír Danir til að sækja það, og áttu að ráða til sín þrjá íslendinga. Fyrir for- göngu Óla heitins norska, sem var kunningi minn, fekk jeg skipsrúm sem kokkur á „Nikoline“ — og ljetum við hjeðan úr höfn 5. apríl 1883. Þá kom jeg í fyrsta sinni á sjó — og ekki íþvngdi mjer far- angurinn fyrst í stað. Jeg átti engin stígvjel, eng- an sjóstakk og engin rúm- föt, nema þrjá heypolca, sem Óli norski gaf mjer. Á einum pokanum lá jeg, annan hafði jeg fyrir kodda og þann þriðja yfir mjer. Mjer var kalt. íslendingarnir, sem með mjer fóru voru þeir: Ólafur Waage, skipstjóri á Ingólfi, og Friðgeir Ilallgrímsson, er síðar varð kaup- maður í Rönne á Bornholm og Eskifirði. * Hjeðan úr Reykjavík fórum við með „Nikoline“ til Aale- sund í Noregi. Þar var skipið tek- ið á land og biðum við þar í sex vikur. Það þóttu mjer skemtileg- ar vikur. Meðan gert var við skipið, og það lestað, var jeg látinn mat- reiða fyrir skipshöfnina í landi. Og það. er skemst af því að segja, að stúlkurnar keptust um að vinna öll verkin fyrir mig, og á kvöldin sýndu þær mjer bæinn. Það voru dásamlegar stúlkur. í Aalesund tókum við farþega, salt og tómar tunnur og fluttum til Siglufjarðar og vorum síðán á síldveiðum um sumarið. I síldarvertíðalokin gerði þá mikið voðaveður. Þá ráku fimm skip á land í Hrísey og nokkrir menn druknuðu. Mjer er kvöldið og nóttin sú minnistæð, sem VQ$r- ið var mest, því það var mín fyrsta lífsháskanótt á sjónum. Við vorum inni á Eyjafirði, og hálfa mílu rak skipið með bæði akkeri í botni. I hryllandi tunglskins- glætunni, sem vi-ð og við brá fyrir, sáum við skipin reka „fyrir bi okkur“. — Við höfðum talíur á akkeris- keðjunum til að ljetta á þeim, svo þær ekki springju, þegar skipið bar upp á öldutoppana. Og um tíma var skipstjórinn, Larus Ped- ersen, að hugsa um að höggva niður möstrin — en þó var ekki höggin nema „messan“-stöngin, eða efri hluti afturmastursins. Þegar veðrið lægði náðum við inn á Oddeyri. I þessu roki rak víða á Norður- landi heilar síldartorfur á land, svo síldarhaugarnir í fjörum voru víða eins og „þang ellegar þari“. Á Oddeyri tókum við síldar- farm til Hafnar og höfðum við þar vetursetu. Þann vetur svaf jeg um borð í „Gránu“ gömlu og borð- aði uppi á „Kaupmangara“ hjá kærustu skipstjóra míns. Það var besta fólk. * Vorið eftir lögðuin við aftur upp í Islamdsferðir og um haustið lögðum við „Nikolini“ enn á ný upp í „Friðrikshólms-kanal- inn“ og fór nú alt á sömu leið og veturinn áður. En kanske hefi jeg lagt leið mína oftar en efni stóðu til um Holmensgade í skammdeg- inu, því jeg var orðinn peninga- laus skömmu eftir nýár! Þá fekk jeg vaktmannsstöðu á skonnort- unni „Peter“ frá Luhals, og rjeði jeg mig á það skip um sum- arið. — Á áliðnum vetri var „Peter“ hlaðinn matvörum til Ás- geirssens kaupmanns á Akranesi. Þegar til Akraness kom ljeði Jensen skipstjóri Ásgeirssen heitn- Endurminningar karlsins í kotinu II.: Siglingaárin.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.