Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Page 1
 orðMJiMfiítsins 21. tölublað. Sunnudaginn 30. maí 1937. XII. árgangur. ítafuluarprentsmlðja h.f. Á LANGALANDI Eftir lengjunni allri liggur bíl- vegurinn rennisljettur, svo aö segja eftir miðju, og má fara þetta á iy2 klst., ef óvarlega er farið, því fjölfarinn er vegurinn og allir bílarnir flýta sjer. Engin furða þó að stundum skelli og smelli saman kassarnir, óvart, og mölbrotni og fóik verði að ket- kássu. Það liggur nærri, að nú farist árlega jafnmargir í t)ílslys- um í Danmörku og dagar ársins eru margir. Vonandi ræðst bót á þessu með fyrirhuguðum tvöföld- um bílvegum, þar sem farið er í sína áttina á hvorum, en þar að auki stígar fyrir hjólríðandi og fótgangandi. Þessu ætla Danir að koma í kring, líkt og Þjóðverjar eru byrjaðir á. Landið er víðast öldótt, svo bíilinn líður áfram eins og skip í öldugangi, og þegar hann er uppi á hæstu og breiðustu öldununi sjest til hafs á bæði borð og mjer finst, eins og fyr er sagt, jeg vera innanborðs á Orminum langa og stefna norður að Týli. Á kveldin sje jeg stundum, langt í norðri, fjöll fyrir stafni og heiðabungur og háa jökulskalla. Stundum sje jeg greinilega Öræfajökul, en stundum Heklu, en stundum ein- hvern langan og draugslegan Dimmafjallgarð. Þannig kunna dönsk ský að skálda og skemta mínu auga, en áður en varir eru þau horfin út í veður og vind. — Á aðra hönd sjest til Fjóns, skamt í burtu, svo að sundmeyjar danskar geta leikið sjer að því að leggjast yfir sundið. Það er frítt að horfa til Fjóns með þess ekrum og skógum og mörgu kirkjuturnum, og furðu mikið há- lendi til að sjá, eftir því sem í Danmörku gerist, enda kallað hin fjónsku Alpafjöll. — En á hitl borðið má grilla Láland í hilling- um, enda er það svo lág't, að það er mesta mildi að það enn stend- ur upp úr sjó. Oftar en einu sinni hefir sjórinn kaffært þar miklar spildur með fólki og fjenaði. En líkt og Nóa var gefin viska til að bjarga sjer og sínu hyski, þannig komust Lálendingar upp á að verjast druknun með því að byggja flóðgarða og dæla burt vatninu með vindinyllum að hol- lenskum sið. Hjer á Langalandi eru einnig myllur, en mala aðeins korn. Þær standa á hæðum og prýða útsýn- ið, og þegar hjólin snúast fyrir vindinum, setur það svip og lífs- mark á þorpið í kring. — Hver mylla sómir sjer vel á sínum hóli, eins og furðumikil skessa, aðsóps- mikil og maddömuleg, er sveiflar sínum blævængjum að hefðarfrúa sið um leið og hún snýr sinni inn- vortis kvöim. AHar eru þær af jötnakyni, ættsystnr „fáglýjaðra þýja“, Fenju og Menju, og syngja enn slitur vrr Gróttasöngnum: — , Mölum auð Fróða, mölum alsad- an, mölum fjöld .jár, á fegius- iúðra“, o. s. frv. Annars er mjer sagt, að vind- myllur sjeu hættar að borga sig og geti ekki kept \ið verksmiðju- kvarnirnar, sem knúðar eru af olíumótorum eða rafmagni. En mörgum er eftirsjón að myliunum, líkt og mjer, seiu ætíð minnist með vinsemd mylhumar í Heykja vík, því ásamt Skólavörðunui gaf hún bænum höfuðstaðarsvip á mín um æskuárum. * lt Langaland er þjettbýlt og hvergi sjest óræktaður blettur. Þegar ekið er eftir langveginum er óvíða teljandi bæjarleið milli heimilanna, heldur stöðug húsa- röð, en þjettari hópar með köfl- um, svo að hvert þorpið tekur við af öðru. Eins og víðar í Danmörku myndast þannig smám saman með þjóðveginum eitt samanhangandi langþorp, eða óralöng görn, og botnlangar til beggja hliða hjer og þar. Hjer á Langalandi halda þó flest þorpin enn sínum sjerleik og sjálfheldu og eru kend við — bölle, sem er lesið og framborið böl-le. Mig rak hreint í rogastans Eftir Steingrím Matthíasson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.