Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.05.1937, Blaðsíða 6
166 Hið andlega viðhorf austurs- ins er okkur mjög fjarlægt. Þó Evrópumaður umgangist kin- verska eða japanska stúlku árum saman getur hann aldrei krufið til mergjar þetta órannsakanlega hyl- dýpi, sem augu hennar biia vfir. I okkar meðvitund eru augu þeirra kvenna eins og óendanleg veröld tilfinninga og djúpsæi. sem hlaðist hafa þar á einn stað kvnslóð fram af kynslóð, öld eftir öld, ef til vill um miljónir ára aftur í tím- ann. Og að ætla að sannfæra Austur- landabúann um gildi nýrrar trúar- stefnu er eins og að stangast við stuðlaberg! Ilann tekur þó ekki illa í neitt, og aíneitar engu. Heldur segir hann, ósköp hæversk- lega: Þetta er fögur kenning, ljómandi falleg trú, sem jeg gæti vel aðhylst. En fyndist yður hin nýja trú þess virði, að jeg ætti að varpa frá mjer trúarvissu minni á gildi hinnar gömlu, þjóðgrónu trú- ar. Hverju á að svara slíkri spurn- ingut Að áliti kristins manns er austræn sálna- og skurðgoðadýrk- un ekkert annað en villutrú. — En Austurlandabúinn setur sína „villu“-trú ofar öllum öðrum trix- arskoðunum, enda þótt hann við- urkenni fúslega ágæti anuara trú- arbragða. Lífsskoðanir þessara tveggja manna eru svo ólíkar — að þeir eiga enga samleið. Eða eins og Kipling orðar það: Austrið er í austur og vestrið í vestur, og austrið og vestrið mæt- ast hvergi. — Af hverju jeg ók hægra meg in? Vegna þess að við ætlum til Oanmerkur í sumarfríinu, og jeg var að æfa mig í að aka öfugu megin á veginum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS- Skipulag Reykjavikur (frh.) Einnig er fyrirhugað að koxna Aðalstræti í beint samband við. Suðurgötu og lengjá það norður í Tryggvagötu. Sumar tillögurnar um Aðalstræti hníga í þá átt, að það verði breikkað, um alt að -R) metra. Að mínu áliti er sú breikk- un óþörf og teldi jeg heppilegra, að fyrir vesturenda Austurstrætis yrði komið fvrir rúmgóðu hring- ökusvæði — og upp í brekkunni gegnt Austurstræti, yrði svo Ing- ólfsbær reistur. Grjótaþorpið verð- ur alt að liverfa og opið svæði um- hverfis Ingólfsbæ að takmarkast af Aðalstræti að austan, Túngötu að sunnan, Garðastræti að vestan og Trvggvagötu að norðan. Það verður, umfram alt, að vera rúmt um Ingólfsbæ. — En væri ekki þörf á fleirum opnum svæðum í Vesturbænum en þessu tilvonandi txini við ing- ólfsbæ! ' — Jú — og aftur jú. Jeg vildi gera það að tillögu minni að kaþólski skólinn verði fluttur og Landakotstúnið milli Hávallagötu og Túngötu, Hofsvallagötu og Garðastrætis — öll sii torfa — yrði tekin undir almenningsgarð (park). Ein meginreglan fjrrir allri skipulagningu bæja er: Að sjá fyrir nægilega stórum, óbygð- um svæðum — á hentuðum stöð- um, og varast að búta allt niður í lóðir og steinblokkir, eins og gert hefir verið hjer í Reykjavík. 1 Austurbænum verður að var- ast að ganga meira á Skólavörðu- holtið enu búið er með byggingu Austurbæjarskólans og hxisunum norðan við Frevjugötu, sem aldrei átti að reisa. Skólavörðuholtið á að gera að almenningsgarði fj'rír Austurbæ- inn, og láta það hjer og hvar halda sínum náttúrlegu einkenn- um. Listvinafjelagshúsið, og þau önnur hús, sem standa í Skóla- vörðuholtinu sunnan Bergþóru- götu verða að hverfa. — Hvað eigið þjer við með því að ekki megi eyðileggja Skóla- vörðuholtið ? — Jeg á aðeins við, að ekki verði nú farið að búta það smátt og smátt niður i lóðir og þrengja þannig að þessari „háborg“ Aust- ui'bæjarins með háum sambýlis- kössunx og lágum einbýlishúsum í einum graut, hvað innan um aunað. Byggingarnefnd og skipulags- nefnd verða að vinna saman, í fullu bróðerni, ef vænta á góðs árangurs. Auk þess verður að skipa byggingarnefnd sjerfróðum mönnum, i byggingarmálum. Það ætti ekki að skaða, að einn eða tveir húsameistarar ættu sæti í bvggingarnefnd Revkjavíkur. Meðal allra þjóða eru skipulags- breytingar bæja ein viðkvæmustu, vandasömustu og kostnaðarmestu mál, sem fyrir koma. Vandinn er í því að sneiða sem mest hjá að eyðileggja verðmæti einstakling- anna, sem fyrir eru — þó sá arfur feðranna verði oft dýrkeyptur. 8kipulag er ekki fólgið í því, að róta miskunnarlaust úr stað, sem fyr var gert — heldur bæta úr því, sem aflaga hefir farið, eins og frekast er unt. Það verða þeir, sem með byggingarmál og skipu- lag fara, að gera sjer ljóst — og þar á að notfæra sjer mentun rnanna, fordómalaust. Þegar vandlega er gætt hags- muna bæjarf jelagsins eiga ein- staklingarnir líka sanngirniskröfu um, að þær miljónir króna, sem árlega fara til húsabygginga, sje þannig fyrir komið, að fylsta nota- gildi megi af verða. Það er nóg, að við bvggjum flest um efni fram. S. B. TJr brjefi frá tannlækni. Heiðraða frú. Þar sem þjer haf- ið - enn ekki greitt skuld yðar, neyðist jeg til að birta eftirfar- andi auglýsingu í blöðunum: „Tveir tanngarðar, sem nýir, til sölu. Til sýnis hjá frú Jóakims- son, Vesturgötu 203. I‘,rúin greiddi tannlækninum skuldina strax.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.