Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 1
hék orgmnbláhmm 22. tölublað. Sunnudaginn 6. júní 1937. Þegar Caballerostjórnin flúði um miðja nótt frá Madrid til Valencia --. XII. árgangur. /•»fol««rprt>ut»mlSJa h.f. ÞESSI saga hefst í hermála- ráðuneytinu í Madrid. Largó Caballero og ráðherrar hans voru á ráðuneytisfundi, sem reyndist vera síðasti ráðuneytisfundur þeirra í höfuðborginni. Mánaðar- dagurinn var: Föstudagur 6. nóv- ember 1936. Jeg bafði mælt mjer mót við utanríkismálaráðherrann del Vayo. Jeg gat talað við liann í nokkrar mínútur — jeg man hve veiklulegur bami var ásýndnm — en þar sem ráðuneytisfundurinn var að byrja, bað hann mig að koma aftur klukkan þrjú. Þetta var um hádegisbilið. # Styrjöldin var nú komin inn á götur Madrid. Uppreisnar- nienn höfðu rutt sjer braut inn i úthverfin, aðeins 5 km. frá þeim stað, þar sem Caballero-ráðuneyl- ið hjell fund sinn, og ráðherrarn- ir iiáln heyrt skothvellina itm í fundarherbergi til sín. Stunduin heyrðust liærri hvellir en venju- lega — alveg eins og Franeo væri að herja hnefanuni í horðið inni hjá ráðherrmmm. Þegar jeg koni aftur klukkan 3, stóð fundurinn enn yfir, og þegar jeg hafði heðið í hálfa klukkustund, hjelt jeg aftur í burtu. f Þegar byrjað var að rökkva lagði heil fylking af bifreiðum af stað frá Madrid og fór sem leið liggur eftir veginum sem liggur til Valencia. Þenna veg er farið um borgina Tarancon, þar sem anarkistar höfðu um þessar mund- ir eftirlit með þjóðvegunum. I fyrstu bifreiðinni var Caball- ero. Hann komst leiðar sinnar um Tarancon án þess að nokkur reyndi að stöðva hann, en þegar hinar bifreiðarnar komu hver á eftir annari, og ráðherra í liverri bif- reið, fór anarkistana að gruna ýmislegt. Ráðuneytið var að flýja frá Madrid! Bifreiðarnar voru stöðvaðar. spurningar voru lagðar fyrir ráð- herrana og þeim síðan skipað að sniia aftur til Madrid. Del Vayo og báðir ráðherrarnir úr kommúu- istaflokknum, Hemandez og liibe, sem voru í sömu bifreið, reyndu í hálfa aðra klukkustund að fá anarkistanefndina, sem þarna var ráðandi, til þess að „hieypa þeim í gegn". En allar rökræður og hótanir komu fyrir ekki. Þeir urðu að snúa aftur. ¦lal'nvel anarkistaráðherrarnir fjórir, sfin konm í bifreið sinni nokkru síðar, fengu ekki að halda áfram. Þessi skilningur, sem anarkist- ai-nir lögðu í slagorðið: „No Pas- aran" (þeir skulu ekki komast í gegn) kom ráðherrunum alveg á óvart. Eftir William Forrest breskanblaðamann sem dvaldi í Madríd í nóvember síðastl. Ein af bifreiðum ráðherranna reyndi að halda áfram. Það var bifreið Senors Bugeda, skrif- stofnstjórans í fjármálaráðuneyt- imi. Þegar Jiann sá fram á, að hann myndi ekki fá að halda á- fram, sagði hann bílst.ióra sínutn að „stíga k bensínið". Bilstjórinn gerði eins og fyrir hann var lagt, en anarkistar tóku á rás á eftir og hófu vjelbyssuskothríð á bif- reiðina. Skrifstofustjórinn var fluttur heim aftur — fangi. Þarna voru þá allir ráðherrar spánska ráðuneytisins, að Caball- ero undanskildum, innikróaðii- á hinni hrjóstrugu Castillíu-há- sljetfu á lirollköldum nóvember- degi, )iieð Franco-liersveitirnar að baki, en þær virtust í þann veg- inn að halda innreið sína í Mad- rid, og framundan anarkistar, sem vildu ekki Jeyfa þeim að flýja í skjól. Þeim fylgdi þó sú hepni, að bægt var að komast aðra leið til Valencia en um þorpið Tarau- con. Krókavegir eru norðan dg sunnan við þjóðveginn, og með því að beygja af inn á þessar hlið- arbrautir og balda áfram ferð- inni alla nóttina, gátu ráðherr- arnir náð fundi foringja síns í Valencia næsta morgunn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.