Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 171 Smásaga eftir Patrick Brigham Aður en þau fóru í kvöldboðið til Andersonshjónanna sagði Jirn við Peg, kærustuna sína, að et' hún hætti ekki að gefa Ned Harding hýrt auga, þá væri trú- lofuninni slitið. Peg rauk upp í vonsku. — Við eruni að vísu trúlofuð, •Jim, en ennþá er jeg ekki þing- lýst eign þín, vinur minn. Hefir þú gert þjer það ljóst? — Jeg hefi ekki gert neiiiar til- raunir til að telja J>jer trú um, að þú værir mín einkaeign, svar- aði Jim. En jeg hefi hinsvegar reynt að gera þjer ljóst, að jeg er orðinn að athlægi upp á síðkastið. — Það er vegna þess, að þú ert heimskulega afbrýðissamur, sagði Peg og sneri upp á sig. Eingöngu vegna þess, að Ned dansar betur en þú er þjer illa við hann, og missir stjórn á skapsmunum þín- um, ef hann lítur á mig. — Lítur á þig, fyr má nú vera! Hann ætlaði að jeta þig með aug- unum í boðinu í fyrrakvöld. Þannig var skapið, er þau komu til Andersonshjónanna. Yeislan var í algleymingi og Ned Hard- ing var mættur. Um leið og hann kom auga á Peg, ljómaði andlit hans af ánægju — fanst Jim. Peg var frekar daufari en vant var, en þess ákafari var Ned að ná hylli hennar. I þeirri trú, að hann hefði ekki verið nógu elskulegur síðast er þau voru saman, hugsaði hann sjer að bæta úr því nú. Ned notaði hvert tækifæri sem gafst til að þjóna henni og ræða við hana. Jim drakk þess meira, sem leið á kvöldið, og var samt dauf- ur í dálkinn. Alt í einu sá Jim, að Ned tók í hendina á Peg og leiddi hana út í anddyrið. Jim spratt upp eins og fjöður og fann það, sem hann bjóst við: Peg stóð í einu horninu og Ned stóð fyrir framan hana, heldur en ekki ástleitinn á svipinn. Jim gekk að þeim, greip í öxlina á Ned og sneri honum í hálfhring. Og það skifti engum togum, að Jim gaf honurn svo duglegt kjafts liögg, að Ned fjell við. — Jim, hvað ætlar þú að gera? En Jim gerði ekkert frekar. — Komdu Peg, nú förum við, sagði hann í skipunartón. Gest- irnir þustu út í anddyrið. Jim og Peg fóru leiðar sinnar. Peg var svo forviða, að hún fylgdist með Jim. Hún gat rjett komið út úr ók af stað, en hann var ánægður yfir því, að stúlkan gat ekki sjeð framan í hann, því hann roðnaði eins og skólastrákur. Hann gerði árangurslausa tilraun til að koma af stað samtali, og ruglaði eitt- hvað í hálfum hljóðum um, hve erfitt væri að ná í leigubíla að næturlagi. Stúlkan leit framan í hann og brosti. Afbrvðissemi. sjer nokkrum afsökunarorðum við Edith Andersop og fór síðan út. Jim sat í bílnum og beið. Peg sett ist inn í bílinn, eins langt frá Jim og hún gat. Hún bjó sig undir að heyra, Jivað Jim hefði að segja, en hann steinþagði. Þetta liafði meiri áhrif á hana en löng skammaræða. Að lokum gat hún ekki leugur á sjer setið og sagði: — Jim Miller, þetta skal verða í síðasta sinn, sem jeg læt bjóða mjer slíka framkomu af þinni hálfu. Ef þú vilt haga þjer eins og fábjáni, þá þú um það, en mig og mína vini lætur þú í friði í framtíðinni. Stöðvaðu bílinn und- ireins og við erum komin til bæj- arins. Jeg fæ mjer annan bíl heim. Jim varð ennþá hörkulegri á svipinn og sagði: — Alt í lagi. Hefir þú peninga fyrir bíl ? — Þjer dettur víst ekki í hug að jeg taki við peningum af þjer? Jim svaraði með því að auka hraðann og bíllinn flaug eftir þjóðveginum. Peg leit á kílómetra mælirinn, en mælti ekki orð. Eft- ir 10 mínútur voru þau komin inn í bæinn. Jim ók að leigubílastæði og opnaði bílhurðina. — Gerðu svo vel. Góða nótt. Peg fór út úr bílnum. Jim ók áfram, en kom alt í einu auga á unga stúlku á gangstjett- inni. Hann stöðvaði bílinn og opn- aði bílhurðina. — Eruð þjer á leið til bæjar- ins? sagði hann hikandi. — Já, — það er að segja —, svaraði stúlkan og leit rannsak- andi augnaráði á Jim. En hún settist þó upp í bílinn hjá lionum. •Jim setti bílinn í gang á ný og Jim varð ruglaðri eftir því sem hann ók lengra. Hann gerði sjer ljóst, að hann hafði einungis boð- ið stúlkunni upp í bílinn vegna þess að hann ætlaðist til að Peg hefði sjeð það. Hvert ætlaði þessi stúlka? Hafði hún nokkuð minst á það ? Við torg í miðbænum stöðvaði hann bílinn. — Jeg fer hjeðan í alt aðra átt. Unga stúlkan varð forviða og nöldraði eitth.vað um leið og hún fór út úr bílnum. Jim ók áfram næstum því áður en stúlkan var komin út iir bílnum. Litlu neðar í götunni varð hann að stöðva bíl sinn um stund, á meðan löng halarófa af bílum fór þvert yfir götuna. Um leið og hann stöðvaði bíl sinn ók leigu- bíll upp að hans bíl og út úr þeim bíl steig Peg. — Jeg elti þig í leigubílnum, sagði hún hikandi. Jeg held að jeg sje jafn afbrýðissöm og þú. Og úr því þii hefir losnað við stúlkuna, sem þú tókst upp í bíl- inn, ekur þú mjer vonandi heim? — Hvað er að sjá til þín, dreng- ur! Leikur þú þjer að hermönn- um á helgidegi? — Já, pabbi, en það eru Hjálp- ræðishermenn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.