Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.06.1937, Blaðsíða 7
lesbók morgunblaðsins m Sögur um merka menn ... ■■■■■■nigwBaaHaBHHH Aðeins einn Voltaire. Hinn kunni franski spekingur Voltaire þá heimboð frá Friðrik mikla Prússakeisara til Sanssouci við PotsdaniT- Einu sinni ætluðu þeir að láta róa sjer á smábát yfir ána Havel. En þegar þeir voru komnir í bát- inn urðu þeir þess varir, að bát- urinn lak. Voltaire flýtti sjer nnd- ir eins upp úr bátnum. En konungur sat kyr oer brosti háðsle<ía, o<r sag<ði við efest sinn: „Herra minn, eruð þjer svona hræddir um líf vðar?“ „Já“, svaraði hinn franski spek-. ingur. „Því að þótt til sjeu marg- ir konungar f heiminum, þá er þó ekki til nema aðeins einn Vol- taire“. * óboðnir ffestir. Erlendur sendiherra í Berlín fór einbverju sinni í beimsókn til Bismareks. Þeir ræddust við um stund og m. a. spurði sendiberr- ann, hvernig Bismarek færi að því að losna fljótlega við gesti, sem honum væru leiðir. Kanslarinn svaraði: „Það er ofur einfalt mál. Kona mín þekkir alla þá menn, sem mjer er ekkert um gefið. Þeg- ar hún nú sjer, að einhverjir þess ara herra eru í heimsókn hjá mjer, þá kemur hún venjulega að vörmu spori inn til mín, og finn- ur sjer einhverja átyllu til að kalla á mig fram“. Varla hafði Bismarck slept orð- inu, er dyrnar opnuðust og fursta- fniin stóð í gættinni og sagði: „Ottó minn! Þú mátt ekki draga það lengur að taka inn lvfið þitt. Þú hefðir átt að vera búinn að því fyrir löngu !“ * Einu sinui kendi Bismarck sjer sjúkleika og sendi eftir ungum lækni, sem hann hafði aldrei sent eftir áður, en se.m sungið hafði verið mikið lof. Hinn ungi læknir kom og fór að leggja spurningar fyrir kanslarann. M. a. spurði hann: „Hve lengi sofið þjer á næt- urriar? Hversu mikils neytið þjer af áfengum drykkjum daglega? Farið þjer gönguferðir á daginn og hve oft og lengi?“ I fyrstu svaraði Bismarck spurningunum mjög kurteislega, en að lokum misti hann þolinmæð- ina og hrópaði: „Herra læknir, jeg bað yður að koma hingað til þess að gefa mjer aftur heilsu mína, en ekki til þess að láta yður leggja fyrir mig spurningar!“ „Jæja þá“, sagði hinn ungi læknir og ljet sjer hvergi bregða. ,,Ef þjer viljið fá heilsu yðar aft- ur án þess að lagðar sjeu fyrir yð- ur spurningar, þá verðið þjer að senda eftir dýralækni“. Svarið fjell hinum mikla stjórn- málamanni vel og ljet hann oft upp frá því senda eftir þessum lækni. * Kjöltuhundarnir. inu sinni, er hinn aldraði kín verski fursti Li-Huang- Tschang var í heimsókn í London, ákvað auðmaður einn að gefa honum einhverja dýrmæta gjöf, og niðurstaðan varð sú, að hann gaf Kínverjanum tvo mjög dýra kjöltuhunda. Eftir nokkra daga fjekk auðmaðurinn frá Li- Hung-Tschang þetta furðulega þakkai'bi'jef: „Gjöf yðar gladdi mig mikið; því miður neyðist jeg til þess vegna aldurs míris og heilsu minn ar að gæta mikillar varúðar í mat- aræði. Jeg ljet ])ess vegna mat- reiða hundana fyrir nokkra af herrum þeim, sem ern í fylgd með mjer, og smökkuðust þeir þeim ágætlega“. * Uppljómaða húsið. essi saga er sögð um Lloyd George: Arið 1915 var Lloyd George fjármálaráðherra Breta. Kvöld nokkurt var hann á heimleið í bifreið til bústaðar síns í Surrey. A leiðinni bilaði bif- reiðin, og á meðan bifreiðar- stjórinn var að gera við hana, gekk Lloyd George aftur fvrir bifreiðina til þess að sjá, hvort afturljósin loguðu. Bifreið- arstjórinn hafði ekki veitt þessu athygli, stökk upp í bifreiðina og ók af stað, og öll köll Lloyd George til þess -að fá hann til að snúa aftur.heyrðust ekki frekar en rödd hrópandans á eyðimörkinni. Fjármálaráðherrann varð að halda áfram ferð sinni fótgangandi. Hann var ekki búinn að fara langt, er liann sá uppljómað hús framundan. „Þarna mun vera greiðastaður, og jeg mun geta fengið vagn þarna til þess að aka mjer þenna spotta, sem jeg á eft- ir“, hugsaði Lloyd George. Hann barði að dyrum og stór og sterk- legur djrravörður opnaði. Lloyd George sagði nú sínar farir ekki sljettar og bætti síðan við: „Jeg er fjármálaráðherra Englend- inga“. „Alveg rjett, hárrjett!“ muldr- aði dyravörðurinn. „Hjer eru þeg- ar fyrir sex aðrir. Viljið þjer bíða stundarkorn“. Lloyd George horfði undrandi á eftir hinum þreklega manni, sem sneri aftur inn í húsið. En skyndilega skildi hann hvernig í þessu lá, og læddist eins fljótt og hann gat komist, í burtu. Hann hafði sjeð, sem var, að hið upplýsta hús var geðveikra- hæli. Tamdar flær Off tollsvik. Loddari einn kom fyrir nokkru til Ameríkn og hafði meðferðis 100 tamdar flær. Á tollseðlinum hafði hann kallað þær „lifandi listamenn“ og því sloppið við að borga toll af þeim. Yfirvöldin komust að þessu og kærðu manninn fyrir tollsvik. Þeim fanst „villidýr", rjetta nafn- ið á flónum, og þær því vera tollskyldar. Loddarinn varð að greiða háa sekt. |

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.