Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 2
178 LESBÓK mobgunblaðsins prentaranna, bókbindaranna, ann- aðist nni auglýsin«rar í ísafold — og ritstjórnina. Þegar jeg kom að Ísafold Birni til aðstoðar árið 1895, þá heyrði jeg strax á hon- um, að honurn þótti það ljett verk og lítið að fjdla Isafold. En svo stækkaði blaðið og fór að koma oftar xit. Og þá var verkið meira. — Aðsendu greinarnar tóku mikið rúm, var ekki svo? — Jú, en það var oft talsverð vinna að eiga við þær. Því Björn lieimtaði að alt það aðsenda væri lesið nákvæmlega yfir, til þess að sjá um, að málið væri nægilega gott. Stundum þurfti jeg að um- bæta málið allmikið, til þess að það væri tækt í blaðið. En einum tvisvar sinnum gafst jeg alveg upp við það. Þá sagði jeg við Björn eins og var, að jeg blátt áfram skildi ekki hvað höfundurinn meinti. Og ef jeg færi að skrifa upp greinina fyrir hans hönd, þá myndi hann firtast við. Björn varð þungbúinn á svip við þessi tíðindi, því, það var góður ísafoldarmaður sem átti í hlut. En hann fann leið út úr þeim vanda, að styggja ekki höfundinn. Hann skrifaði höfundinum einkar skemtilegt brjef, þar sem hann m. a. sagði, að við athugun á grein- inni hefði hann komist að þeirri niðurstöðu, að hún væri svo „heimspekilega" skrifuð, að al- menningur mvndi ekki hafa af' henni full not! En hluturinn var,L» að livorugur okkar Björns gat fundið hvað höfundur meinti. Með þeim Birni og honum varð enn traustari vinátta eftir en áður. * Einu sinni, heldur E. H. K. áfram, átti jeg tal um það við Björn, að þetta væri mikil auka-fyrirhöfn, að vanda svo vel til málsins í blaðinu. „Nei“, sagði Björn. „Það á ekki að vera eðlilegra að skrifa vit- leysur, en að skrifa rjett“. Birni var afskaplega lagið að skrifa fagurt og kjarnyrt mál. Hann sameinaði á hinn fullkomn- asta hátt fornmálið og alþýðumál nútímans, svo annar hefir ekki gert það betur. — Lagði Björn nokkurn tíma stund á málfræði á unga aldri? Clafur sonur Björns tók við ritstjórn ísafoldar og eign- arumráðum og stjórn ísafoldarprentsmiðju árið 1909, og hafði hvorttveggja á hendi þar til hann ljest, árið 1919. — Það er mjer ekki kunnugt um. En hann var ákaflega góður námsmaður í skóla, eins og með- mælabrjef eitt ber bestan vott um, sem Jens rektor Sigurðsson skrif- aði með Birni, er hann sigldi til háskólans. Þá var sú regla gild- andi, að til þess að stúdentar hjeð- an ^ngju Garðstyrk þurftu þeir að koma samæris til Hafnar. Björn gat ekki siglt það ár af einhverj- um ástæðum, sem mjer eru ekki kunnar. En til þess að hann fengi styrkinn alt fyrir það, skrifaði Jens brjefið. íslenskukennari hans var Hall- dór Kr. Friðriksson. En ritmál Björns ber engan svip af þeim kennara. Stíll hans var sjerkenni- Iegur. Hann var yfirleitt svo stál- sleginn í öllu, sem hann tók sjer fyrir hendur. — En hvernig stóð á því, hve lítið bar á honum sem blaðamanni og stíleinkennum hans fyrstu árin sem hann gaf út ísafold? — Jeg get' ekki gert fyllilega grein fyrir því. Um tíma var hann í Höfn og ætlaði þá að taka próf. Jeg var hmjjun samtíða j)ar. Þá var hann eiginlega hljedrægur nokkuð. Hann las blöð allra manna mest, sat sífelt á veitingahúsum yfir einum kaffibolla og las og las. Enginn íslendingur fylgdist nándarnærri eins vel með í heim- inum eins og hann. Og þegar hann á þeim árum ljet til sín taka, þá munaði altaf um hann. * — Hann var fylgismaður Magn- úsar Stephensen landshöfðingja fyrst framan af. Var landshöfð- ingi ekki helst til íhaldssamur fyrir Björn? — Önei, það var margt sameig- inlegt með þeim. Björn var gæt- inn maður og í raun og veru „konservativ“ eins - og Magnús Stephensen. Björn sagði mjer líka, að hann gæti aldrei gleymt því, að við skyldum hafa átt Magnús, þeg- ar Bergur Thorberg dó. Því ef Magnús hefði. þá ekki verið til þess að taka við embættinu, þá hefðum við fengið danskan mann í það embætti. Það fanst Birni vera óbærileg tilhugsun.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.