Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 13.06.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 181 nniðja sextug. Starfsfólk ísafoldarprentsmiðju 1937. inu um langt skeið, en síðan Ást- ráður Hannesson og um marga áratugi hafa starfað þar og starfa enn Þórður Magnússon verkstjóri og Gísli Guðmundsson, hinn al- kunni söngmaður. Hefir starf bók- bandsins aukist, jafnframt því, sem prentsmiðjan hefir stækkað. Næsta aldarfjórðung tók prent- smiðjan ýmsum framförum, jafn- framt því sem liærri kröfur voru gerðar til hennar og samkepnin varð meiri. Þessi ár prentaði Isa- foldarprentsmiðja mikinn hluta Alþingistíðinda og Stjórnartíð- inda auk þess vann hún ýms störf fyrir Bókmentafjelagið, prentaði auk þess „ísafold“ (sein stækkaði allmikið á þessu tímabili), auk bóka og annara smástarfa sem til hennar fjellu. Árið 1897 kejrpti Björn Jónsson nýjar vjelar frá Englandi, þ. á. m. nýja prentvjel. sem var vjel- knúin en ekki handknúin eins og hraðpressan, sem fram til þessa hafði verið notuð. ¥ Hinn jafni vöxtur prentsmiðj- unnar varð örari með árinu 1913, er Vilhjálmur Pinsen og Ólafur Björnsson, sem þá hafði tekið við prentsmiðjunni af föður sínum, Birni Jórissyni, stofnuðu Morg- unblaðið. — Helt prentsmiðjan flestum fyrri störfum sínum á- fram, en nú bættist Morgunblaðið við. Engin setningarvjel var þá komin til landsins og var Morg- unblaðið eins og önnur verk prent- smiðjunnar handsett fvrstu 5 ár þess. Þurfti þá að fjölga starfs- mönnum all-mikið. Fyrsta setningarvjel ísafoldar- prentsmiðju, sem Ólafur Björns- son og Vilhjálmur Finsen keyptu fyrir Morgunblaðið, kom hingað haustið 1918. Fvrsta tölublað Morgunblaðsins, sem a. m. k. að nokkru leyti er sett á setningar- vjel, er frá 1. nóv. 1918. * íðan hafa enn orðið stórar breytingar í ísafoldarprent- smiðju í ffamfaraátt. Þegar prent- smiðjan heldur hátíðlegt sextíu ára afmæli sitt, hefir hún á að skipa þrem setningarvjelrm. Það er fróðlegt að bera saman aðbúnað prentsmiðjunnar í dag við það sem hann var fyrir sextíu árum. Á því verður ekki aðeins ráðinn vöxtur og viðgangur Isa- foldarprentsmiðju, heldur einnig hitt, hve skilyrði hafa batnað til þess að levsa prentverk fljótt og ve! af her.di hjer á landi. y- I stað haudpressunnar og lirað- pressunnar gömlu eru nú í prent- sal Isafoldarprentsmiðju níu vjel- knúnar prentvjelar, stórar og smá- ar. Sú stærsta þeirra og fullkomn- Úr setningarsal ísafoldarprentsmiðju.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.