Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 1
t 24. tölublað. JWor0HM»MaS®im® Sunnudaginn 20. júní 1937. XII. árgangur. Xiafoliiarprentsmiðja h.f. „Þið sjáið alt Samtal við konu, sem hefir verið blina í 79 ár. Eftir S. B. Plestir nefna hana Blindu- Gunnu, en fullu nafni heitir hún Guðrún Sigurðardóttir. Hún er ættuð úr Vestur-Landeyjum, fædd í Vestmannaeyjum og á heima á Brekkum í Hvolhrepp. Hún er 84 ára. * yrir nokkrum dögum barði jeg að dyrum á Brekkum og gerði boð fyrir Blindu-Gunnu. Að lítilli stundu liðinni kom gamla konan fram göngin með gust; miklum, og áður en jeg fjekk tækifæri til að segja til nafns> míns, spurði hún mig hvaðan jeg væri, hvert jeg ætlaði í kvöld og hvað jeg vildi sjer. Þegar svo þessari bæjardyrayfirheyrslu var lokið bauð Gunna mjer í stofu, vísaði mjer til sætis, klappaði mjer þjettingsfast á herðarnar og mælti: — Svo þú ert úr Reykjavík- inni, litli „kall“. Þangað hefir mig lengi langað til að koma. — Þó þjer sjeuð blindar? — Alveg sama. Jeg sje á mína vísu, og þið á ykkar. Jeg veit alt af hvernig umhverfið er. Það trú- ir því víst enginn, hve vel jeg tek eftir öllu — þó ekki sjái jeg. Eyr- un mín, litli kall! Og ef heimur- inn væri eins og jeg hugsa mjer hann, þá væri hann líklega miklu betri en hann er! Þið sjáið altof vel! — Ilve lengi hafið þjer verið blindar? — I 79 ár — eða síðan jeg var tæpra fimm ára. Jeg varð 84 ára í „hinni vikunni“. — Hvernig atvikaðist það, að þjer mistuð sjónina? — Þegar jeg var tæpra fimm ára fjekk jeg taugaveikina og varð þungt haldin. Svo var það morgun einn, að móður minni fanst eitthvað kynlegt við augun í mjer, svo hún kveikti á tólgar- kerti, bar það upp að mjer og sagði: — Sjerðu ekki ljósið, Gunna litla ? — Nei, — því jeg get ekki opn- að augun mín, mamma, svaraði jeg. Síðan hefi jeg enga maun- eskju sjeð, hvorki móður mína nje nokkurn annan. En einu sinni sá jeg aðeins djarfa til sólar, og í annað skifti sá jeg víst bjarma af norðurljósunum. Það. er langt síðan. * — Var ekkert aðhafst, til þess að þjer fengjuð aftur sjón? — Jú, móður minni var ráðlagt að brenna mig á hálsinn með plástri — og eftir mikið staut og of vel.“ Guðrún og Guðbjörg á Brekkum. brunasár undan „æverandi" plástri og „spanskflugu“ fjekk jeg aðeins skímu á annað augað, ef jeg horfði beint upp fyrir mig. En það var sannkölluð glæta, því jeg gat aldrei greint nokkurn hlut frá öðrum — eða í skemmstu máli sagt: jeg sá aldrei neitt. Já, það var þungbært fyrir mig að missa sjónina, — en mjer var gefið gott næmi og enn betra minni, og á því liefi jeg flotið. Kverið, sálmabókina og passíu- sálmana lærði jeg utanbókar, og var fermd á tilskildum tíma, eins og önnur alsjáandi börn. Jeg hefi æfinlega haft mikið yndi af söng og hljóðfæraslætti, og jeg kann mörg kvæði og lög.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.