Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 2
186 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Stundum dansa jeg á jólunum. Blindravinafjelagið lánaði mjer viðtæki eftir að útvarpið kom til sögunnar, og fyrir það hefi jeg haft marga ánægjustund, og líka marga skapraun, því það er alt- af eitthvað að bila. Að öðru leyti er þetta besta tæki og tónarnir í því eru „ljómandi hreint fínir tónar“. Ef jeg heyri í útvarpinu veit jeg altaf hvernig veðrið verður. Veðurfregnirnar eru óþarfa dagskrárliður fyrir mig! Síðan jeg fjekk ,,útvarpið“ mitt er jeg líka minna upp á. aðra komin, því jeg var altaf að biðja fólk að lesa fyrir mig. Það voru mínar mestu gleðistundir, þegar einhver las upphátt. Skelfing hafði jeg nú gaman af „Brasilíu- förunum“. „Maður og kona“ var líka bráðskemtileg bók! — Hvaða atvik er }rður einna ógleymanlegast úr öllu þessu myrkri ? — Mjer eru nú eiginlega öll atvik ógleymanleg, en ógleyman- legast af öllu ógleymanlegu finst mjer þó vera, hve mikið jeg er búin að hrekjast um dagana og hve mikið mjer var þvælt manna á milli hjer áður fyr. Jeg var yngst þriggja systkina, og átta ára misti jeg föður minn. Þá fór móðir mín með okkur börn- in á sína sveit, Vestur-Landeyj- arnar. Þar komst jeg óðar á ver- gang og var höfð viku og hálf- an mánuð á stað. Þrettán ára fjekk jjeg langvistarleyfi á heim- ili einu og var þar til nítján ára aldurs. Þá hafði móðir mín tek- ið við bústjórn fyrir bónda einn og átti með honum eina dóttur. Komst jeg nú aftur til móður minnar og var hjá henni í tvö ár, eða þangað til hún dó. Aður en hún ljest bað hún bróður minn, sem þá var búsettur suð- ur í Garði, að sjá fyrir mjer eftir sinn dag. Hjá bróður mínum leið mjer ágætlega, en þegar jeg hafði dvalið hjá honum í 17 vikur, druknaði hann í „mótúr“ inn í Hvalfirði. Þessum sæludraum æfi minnar var þar með lokið, og var jeg þá tafarlaust látin fara á sveitina aftur. Eftir mikið þjark jíg þras þá vildi sveitin heldur ekki hafa mig og kom mjer til Eyja, — því þar átti jeg fæðingarhrepp. Þar var jeg svo þangað til Guðbjörg hálfsystir mín, sem er 17 árum yngri en jeg, varð húsmóðir hjer á Brekkum. Þá fór jeg til hennar og hefi verið hjá henni í 40 ár. Þegar hún var 12 ára hjet hún því, að ef hún ætti einhverntíma fyrir heimili að sjá, þá skyldi hún taka mig til sín. Hún stóð líka við það og hefir reynst mjer bet- ur en nokkur önnur manneskja í lífinu. — Hvaða störf hafið þjer átt best með að vinna? — Jeg hefi mjólkað, þvegið og prjónað dálítið, — en aðalstarf mitt hefir jafnan verið að gæta barna. En jeg hefi gert margt, margt annað — alveg óskiljanlega margt. Sumir segja, að jeg hefði getað lært að vinna öll almenn hússtörf, nema sauma, ef mjer hefði verið kent það í tíma. En það ferst nú stundum fyrir að kenna þeim, sem vantar minna en sjónina. — Drevmir yður ekki margt, og eruð þjer ekki alsjáandi í draumi ? — Jeg sje ekki í draumi — mig dreymir í sama sótsvarta myrkrinu og jeg lifi í — þessu eilífa myrkri. Nei, ekki eilífa . „ . Það er ekki svo vel, að jeg sjái heldur á nóttunni, eins og aðrir, — en mig dreymir ósköpin öll og þá er jeg altaf á ferðinni. Stund- um fer jeg langt; út í lönd og þeysi um skógana á flevgivökr- um gæðingum! Mig langar altaf til að koma á hestbak, og þá vil jeg slá í og ríða í einum flengspretti yfir ár og vötn og alt, sem fjrrir er. Þá er samferðafólkið vant að æpa upp yfir sig og halda að jeg muni detta af baki — en „hún Gunna gamla lætur nú ekki að sjer hæða!“ — Langaði yður ekki til að giftast hjer á árum áður? — Aldrei hafði jeg sjerlega mik inn hu£ á því. Jeg varð aldrei skotin í neinum strák — auðvit- að af því að jeg sá.aldrei neinn. Ekki held jeg að það hafi verið af öðru. — En mikil ósköp ganga nú á suður á Spáni! — Einhverntíma hefi jeg heyrt, að það væri gott að heita á Guð- rúnu á Brekkum. Er nokkuð til í því ? — Mörgum hefir gefist það vel, en það' getur líka mishepnast. Alt er í heiminum hverfult! En jeg er vel fundvís, og það er eins og glataðir hlutir sjeu lagðir upp í hendurnar á mjer. Jeg finn oft það, sem aðrir eru gengnir frá að finna. T. d. glat- aðist hjer einu sinni hnífur, sem ekki vildi koma fram, hvernig sem leitað var. Þá fyltist jeg metnaðargirni og tók að æða fram og aftur um bæinn, en hvergi fann jeg kutaskömmina. Loks gaf jeg upp leitina og stað- hæfði, að hnífurinn væri ekki í bænum. Það kom líka á daginn, því löngu seinna fanst hann nið- ur á túngarði. Þegar jeg mjólkaði kvísauði þekti jeg allar ærnar á spenun- um og saknaði þess strax, ef vant aði eina á. Auðvitað get jeg ekki gefið ueina lýsingu á ánni, sem vantaði — en jeg vissi það eitt, að þessa eða hina spenana átti jeg eftir að fara höndum um. — A hverju þekkið þjer fólkið? — Jeg þekki það á andardrætt- inum, röddinni og fótatakinu — jeg þekki margt fólk og mjer geðjast mjög misvel að fólki, þó jeg sjái það ekki. S. B. — Þú kyssir að vísu ekki eins vel og hann Clark Gable í kvik- myndunum. — Onei, en veistu hvað hann fær í borgun fyrir að kyssa.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.