Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 187 Tlxaríjóítni. Fyrir neðan írafoss í Soginu er hólmi sá er Axarhólmi nefnist. Var í honum, og er enn, gróður mikill; óx þar meðal annars hvönn og mikið af reynivið. Ut í hólma þennan má segja að flestum sje ófært nema fuglinum fljúgandi, sökum þess að straumharka er þar feykileg, svo ófært er með öllu að komast þangað á bát. ís leggur þar og eigi nema í hinum mestu frosthörkum, og liggur hann þá sjaldan lengi á því. — Nafnið Axarhólmi er til orðið af athurði þeim er nú skal sagður: Skömmu eftir aldamótin 1800 var vinnu- maður á Syðri-Brú er Ogmundur hjet; hafði hann, sem fleiri, þar í grendinni, hug á að komast út í hólmann og ná í reynivið til smíða, einkum til rokkagerðar. Þá bjó í Ásgarði Guðmundur hreppstjóri Ólafsson. Hann smíð- aði mikið af rokkum, mun honum hafa leikið hugur á, að nálgast reyniviðinn úr hólmanum ef nokk- ur kostur væri á. Þá var það einn vetur, er frost- hörkur miklar höfðu gengið, og Sogið var orðið ísi lagt út í hólm- ann, að Ogmnudur á Syðri-Brú lagði út í hann með öxi í hönd; vildi hann nú freista að ná sjer í efnivið. Gekk honum vel út í hólm- ann og heggur þegar til stærstu og álitlegustu hríslunnar, er hann fann þar fyrir. En um leið og hún fjell, heyrði hann hraka í ísnum. Brá honum þá svo mikið við það, að hann fleygði öxinni frá sjer, en greip trjeð og hjelt til lands. En það er í minnum haft, að er maðurinn hafði náð landi, ruddi straumurinn ísnum af með öllu móts við hólmann. Frá þeim tíma var hólminn nefndur Axarhólmi. — En svo hefir þeim, er þessar línur ritar, sagt Þórður Sigurðsson, fræðimað- ur á Tannastöðum, eftir afabróð- ur sínum, Þórði Erlendssyni, að er hann var unglingur að Krossi í Ölvesi um 1820, fór hann með fleira fólki úr Ölvesinu á grasa- fjall upp í Lyngdalsheiði. Kom hann þá að Syðri-Brú, og sá þar í fjósinu stoð, er honum var sögð vera stofninn úr reyniviðarhríslu þeirri, er höggin var í Axarhólma, en að greinarnar af henni hefði Guðmundur í Ásgarði haft til rokkasmíðis. Má af þessu marka, að eigi hefir hríslan verið neitt smáræði; enda má búast við, að meiri gróður hafi verið í Axar- hólma fyrir meir en öld síðan, en nú er. — Guðmundur í Ásgarði, sá er hjer um ræðir, var faðir Guðlaugs sýslumanns (í Skafta- fellssýslu og víðar), og afi Guð- mundar, sem nú býr í Ásgarði og þeirra bræðra. Skúli Helgason. Afmæliskveðja Dr. Rich. Beck, prófessor við háskólann í North- Dakota, átti fértugsafmæli 9. þ. m. Þú hefir unnið afreksstarf, ekki pund þitt grafið, og farið vel með frónskan arf fyrir vestan hafið. Menning ný og fræði forn fengu þjer starfa gnægan, og þú hefir gamla garðinn vorn gert um Vínland frægan. H- Að meta það og mæla’ á skil mun ei vera horft í að þjer látnum. Langt er til: „Life Begins at Forty“. Árni Óla. * Mirmismerki Leifs hepna. Þannig lítur myndastytta sú út, sem reist var í Los Angeles í fyrra vetur til minningar um Leif hepna og gefiu borginni af „Nordic Ci- vic League“. Myndina hefir Nína Sæmund- son myndhöggvari gert. Hún er brjóstlíkan úr bronse, tvö fet á hæð og stendur á fimm feta háum granitstalli. Styttan er við innganginn á Griffith Park í Los Angeles og ber þessa áletrun: „Leifur Eiríksson, landkönnuð- ur, tók land í Ameríku árið 1000“. — Jeg skal segja þjer — þótt það væri bróðir minn, þá myndi jeg ekki skrifa upp á víxil fyrir hann. — Já, þú þekkir auðvitað fjöl- skyldu þína betur en jeg.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.