Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 20.06.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 189 Sviþjóð, Noregur, Finnland. Lappland. Grænland, ísland og Alaska settust að óvör- um á hafnargarðinn. EFTIR JOSE QERS- anlega á hafnargarðinn, voru enn nýjar að koma í ljós. Þær voru af öllum stærðum. Á sumum var svartur eirlitur, aðrar voru kop- arrauðar, og þar á milli mátti sjá fjölmörg blæbrigði smaragð- grænna lita, listilega gerð. Á sum- um vár bolurinn sléttur og háls- inn sterklegur. En flestar voru skrevttar rúnastöfum og torskild- um áletrunum á fornnorrænu. Og allar voru þær kórónu settar í toppinn. Og brátt þöktu þær all- an hafnargarðinn, handriðið, sem gnæfði þráðbeint upp yfir öldurn- ar, aðgerðarlausa kolakranana, kolapýramídana og sjálft vitaþak- ið. Þá hóf upp rödd sína ein virðuleg bassaklukka, sem virtist hafa heldur meira vald en hinar, og mælti: „Systur mínar. Hjer er okkar síðasti áningarstaður. Við skulum bíða þeirra, sem á eftir koma, því þær munu brátt koma“. „Það er merkilegt“, tautaði jeg. „Finst þjer það?“ sagði Fric- quet. „Það finst mjer ekki“. Og hún trítlaði á milli þeirra og klappaði samau lófunum. Hún kom við þessa fugla, sem höfðu fallið af himnum ofan, og laum- aðist til að grípa eitt og eitt lít- ið páskaegg, sem þeir voru full- hlaðnir af. „Hvað heitir þú?“ glopraði jeg út úr mjer við klukkuna, sem mælt hafði hin. einföldu og vin- gjarnlegu orð. „Jeg er bassaklukkan í Lundi“, svaraði hún. „Að vísu er dóm- kirkjan í Uppsölum frægari, af því að hún er gerð eftir Frúar- kirkjunni í París. En kirkjan í Lundi er hin elsta í Svíþjóð. Þess vegna veitist mjer sá heiður að stjórna og bera ábyrgð á hinum árlega leiðangri kirkjuklukkna Norðurheimskautslanda. Undir vernd minni hefi jeg nokkrar, sem eru frægar á marga lund. En all- ar eru. þær fagrar og góðar og þjóna drottni af trúmensku. Og jeg hjrgg, að þú munir bera eina sjerstaklega fyrir brjósti. En hún hefir dregist aftur úr, vesalingur- inn, því að hún er svo lítil, að vængjatök hennar verða kraft- minni en hinna“ . . . Jeg ætlaði að fara að spyrja: „Hver er það?“, en frú Lund hjelt áfram máli sínu: „Þessi höfði er alveg tilvalinn fyrir okkur til að hvílast á um stund í síðasta sinn, áður en við leggjum af stað í hið langa flug okkar til Norðursins. Því svo er mál með vexti, að á hverju ári, þegar við snúum heim frá Róm, erum við vanar að hittast allar, áður en við höldum af stað yfir hina grænu trjálausu víðáttu. Það uppörfar okkur að ferðast saman, og reynsla þeirra eldri verndar hinar yngri gegn margvíslegum hættum. En meðal annara orða: jeg hefi hej'rt sagt, að þessi múr út í liafið sje frægur meðal mann- anna og að fyrir skemstu hafi sjó- liðar sýnt þar fífldjarft þor og lnigrekki. Er það satt?“ „Já, það er rjett“, sagði jeg. „Það var á St. Georgs messu, sem árásin . . .“ í sama bili heyrðist hálfkæfð- ur en glaðlegur og ákafur klukknahljómur niðri í sjónum nálægt okkur. „Æ, hvað er þetta! Ein svstir mín er dottin í sjóinn!“ hrópaði frú Lund. En jeg gat sefað ótta hennar. Það var klukkan í flakinu af Thetys, en hún hafði heyrt orð okkar og gaf það til kynna á þennan hátt. „Þessi klukka átti sinn þátt i hinni frægu viðureign. Og gamla, i-yðgaða hjartað hennar hefir tek- ið að bærasc, er hún heyrði hin lofsamlegu ummæli þín. Að vísu verður hún hjeðan af að láta sjer nægja að dreyma um frægð i neð- ansjávarfangelsi sínu, en jeg er sannfærður um, að hún saknar ekki fortíðar sinnar og blessar sín dapurlegu örlög. Meðan stóð á bardaganum . . „En hvenær skyldu þá menn- irnir hætta að hatast og berj- ast?“ tók frú Lund fram í fyrir mjer með meðaumkun í rómnum. „í allmargar aldir hefi jeg sjeð þá reisa keisaraveldi með hatri, ofbeldi og grimd. En þau hafa bara hrunið jafnóðum, því að það er' aðeins eitt, sem getur varðveitt þau frá falli, en það er kærleik- urinn. En hvað þessi hernaður er hræðilegur! . . .“ „Og hvað segið þið svo í frjett- um frá Róm, þú og stallsystur þín- ar?“ spurði jeg í hugsunarleysi. Frú Lund smeygði sjer fimlega framhjá gildrunni og tók til máls aftur með sinni þægilegu rödd: „Við erum hvorki með eða móti refsiaðgerðum. Við lifum uppi í loftinu og'lendum því ekki á sömu villigötum og þið mennirnir, og engin jarðnesk áhrif ná að raska ró okkar. Við erum gerðar úr hreinum málmum, sálir okkar bíta engin járn, og það eina, sem við og við veldur okkur djúprar hrvgðar, er hugsunin um, að meim irnir skuli stöðugt daufheyrast við okkar skæru rödd. Að minsta kosti rekum við okkur á þetta ár hvert, þegar við förum að til- kynna komu upprisunnar um víða veröld. En hvað Róm viðkemur, þá dvöldum við þar í hvelfing- um St. Pjeturs kirkjunnar. Af því getið þið sjeð, að við höfum ver- ið útilokaðar frá ysi og þysi borg arlífsins. En segðu mjer hvað þessi litla stúlka heitir“. „Fricquet, frú Lund“. „Fricquet. Það er eins og nafn á lítilli klukku. Hún er svei mjer heppin, því að þótt hvert barn þekki okkur, þá eru þau harla fá, sem hafa sjeð okkur“. „Það er enginn vafi á því. En hún gerir sjer ekki grein fyrir því, henni finst þetta alveg eðli- legt. Það er hreint og beint ó- skiljanlegt“.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.