Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 27.06.1937, Blaðsíða 4
196 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Múlakotsgarðurinn fjörutíu ára. S. B. talar við Guðbjörgu Þorleifsdóttur í Múlakoti. Trjágarðurinn í Múlakoti í Fljótshlíð hefir um margra ára skeið verið einn mesti eftir- lætisgarður Sunnlendinga, og mjög rómaður af ferðafólki. Vissulega er garðurinn falleg- ur. Þó get jeg ekki að því gert, að mjer finst trjágarðurinn samt ekkert aðalatriði. En saga garðs- ins, hvernig hann er til orðinn, er eitt gleggsta dæmi uin það, hve miklu önnum kafin sveita- kona getur til vegar komið, þeg- ar saman fer ósjerplægni og brennandi áhugi og hvorttveggja er beint að settu takmarki — tak- marki, sem á sjer stað í veruleik- anum fyrir sjónum manna. Og um þetta er Múlakotsgarðurinn fyrst og fremst afbragð annara garða. * i Quðbjörg í Múlakoti er kona 66 ára gömul. Við skulum hverfa með henni 40 ár aftur í tímann. Þá var hún 26 ára, gift kona og tveggja barna móðir. Þá var lágreistur bær í Múlakoti, þar var enginn garður, eða garðstæði, en túnið var mikið og sljett og fram af því tóku við breiðir 'og grasivaxnif bakkar Þverár. Það var blómlegt að líta niður yfir túnið og engjarnar — og „fögur var hlíðin“. „Það var um vor. Eyjólfur er maður nefndur. Hann var bróðir Guðbjargar og til heimilis í Múla- koti. Eyjólfur var hagur maður vel og listrænn. Hann var far- andsmiður. Þetta vor átti Eyjólfur leið fram^ hjá Nauthúsagili. En það gil er nú þjóðkunnugt orðið fyrir reyniviðarhrísluna frægu, sem fell þar fyrir aldurssakir, og af völdum snjóþyngsla, á síðast- liðnum vetri. Þegar Eyjólfur reið fram hjá gilmynninu varð honum * hugsað til systur sinnar, G-uð- bjargar, er oft hafði beðið hann að útvega sjer þar reyniviðar- plöntu og færa sjer, ef þess væri nokkur kostur. Gekk Eyjólfur síð- an í gilið og eftir nokkra leit og bjástur tókst honum að „ræna“ þremur reyniplöntum úr akri „gljúfrabúans“. Bjó hann síðan um plönturnar í vasaklút, stakk í buxnavasa sinn, sló undir nára og reið sem leið lá yfir Markár- fljót, Affall og Þverá skemsta veg að Múlakoti. Að kvöldi þessa sama dags hjálpaði Eyjólfur systir sinni að koma plöntunum niður í lítið moldardys í hlaðvarpanum. En nú var vandinn verri. Túnið var illa girt og nýgræðingunum var marg- vísleg hætta búin af ágengni og yfirtroðslum manna og dýra. En Guðbjörgu varð ekki ráðavant. Undir bæjarveggnum var viðar- köstur ofan úr Þórsmörk, og úr kesti þessum valdi hún sjer nokkra bjálka, stakk þeim niður umhverfis dysið og hengdi á þá gamalt og gysið silunganet. Þessu næst sótti Guðbjörg sjer fjórax- bjarkarplöntur upp ,,í fjall“ og gróðursetti þær hjá reyniplöntun- um. * etta var fyrsta sporið, fyrsti vísirinn að Múlakotsgarðin- um eins og hann er í dag — garð- inum steinstöpla- og járnrimla- girta með háu og stofngildu reyni- trjánum og gnæfandi björkum, garðinum með hvíta skálann og sumarblómaskrúðinu, garðinum, sem er skrautlýstur þegar halla tekur sumri. Yið skulum biðja Guðbjörgu að segja okkur hvernig garðurinn svo varð að því sem hann er. — Það liðu átta ár, og plönturn- ar sjö döfnuðu vel, enda hlúði jeg að þeim eftir mætti. Svo var það vordag einn, að jeg var að reita arfa, og róta upp moldinni, að jeg kom auga á litla plöntu, sem mjer fanst vera eitt- livað örlítið frábrugðin arfanum. Þegar jeg fór að gæta betur að var þetta nýgræðingur — reyni- planta — og við nánari aðgæslu komu í ljós fleiri slíkir nýgræð- ingar. Hjer voru að fæðast ný trje! Jeg þóttist hafa fundið mikinn fjársjóð, og varð glöð við. Vorið eftir „færði jeg út“ nýgræðingana, stækkaði garðinn — og svo koll af kolli þangað til 1913. Síðan hefi jeg ekki stækkað trjágarðinn að flatarmáli og þá var yngsta „stóra“-trjeð plantað. — En nú eru trjen í garði mót- býlismanns yðar orðin álíka stór- vaxin og trjen í yðar fertuga garði. -— Já, það eru þau. Reyndar er ekki lengur rjett að tala um garðinn í Múlakoti — heldur garð- ana. Því þó „hinn“ garðurinn sje mörgum árum yngri er aldurs- munurinn nú horfinn af frænd- trjánum. — Voru reyniplönturnar, sem Eyjólfur færði yður úr Nauthúsa- gili, fyrstu trjáplönturnar, sem græddar voru við heimahús hjer í Fljótshlíð? — Já, það voru þær — og hjerna eru þær. Urn leið gengur Guðbjörg að þremur stofngild- ustu trjánum í garðinum og bros- ir. Þær standa svo að segja hver við aðra, og má af því marka, hvaða þekkingu við systkin höfð- um á trjágræðslu, þegar við vor- FRAMH. Á BLS. 200.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.