Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Side 1
25. tölublað. JfttofsgtmMaifoins Sunnudaginn 4. júlí 1937. XII. árgangur. Ísafuluarprpiit*mi0Ja h.f. Kristmann Guðmundsson: uiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Stúlkan við ána. Smásaga. Það sat un<r stúlka við ána og var að gráta, eitt kvöldið, þegar hann kom heim. Hún fól andlit- ið í höndum sjer og herðar henn- ar hristust af ekka. Og við lilið- ina á prammanum hans, sem var dreginn upp á sandeyrina, lá ann ar prammi, sem hann þekti ekki; ókunna stúlkan hafði auðsjáan- lega komið í honum. Hann hóstaði nokkrum sinn- um til þess að láta hana vita af sjer. En það leit helst út fyrir, að hún væri vita heyrnarlaus, að minsta kosti varð hún hans ekki vör. Þá var ekki annað fyrir hendi en að taka til öflugri ráða. Hann gekk til hennar, klappaði á öxlina á henni og sagði: „Góðan daginn, ungfrú góð; get jeg gert nokkuð fyrir yður ?“ Hún hristi höfuðið án þess að líta upp. „Enginn getur gert neitt fyrir mig. Jeg er svo dauðans ólukkuleg! Jeg lít aldrei oftar glaðan dag!“ Hún var svo fljót- mælt, að það var með naumind- um að hann skildi, hvað hún sagði. H\m talaði alveg eins og lítill, reiður krakki. Hann varð vandræðalegur og klóraði sjer í hnakkanum. „Hvert í logandi — æ, jeg meina auð- vitað skelfing er þetta sorglegt“. „Já, voðalega, voðalega sorg- legt“, kjökraði hún, og færðist nú Öll í aukana með grátinn. — Hann stóð þarna öldungis ráðþrota með hendina á öxlinni á henni. Hvern skrambann átti maður að taka til bragðs undir svona kriugumstæð- um? Yerst var, að hann vissi ekki hvort hún var ljót eða falleg, því hún grúfði sig niður, svo hann fjekk ekki að sjá framan í hana, og barmaði sjer óskaplega. Að síðustu var honum nóg boðið, hann tók þjettingsfast í öxlina á henni og hristi hana dálítið. „Heyrið“} sagði hann. „Hætt- ið þjer nú þessu, — jeg meina, getið þjer ekki hvílt vður dálít- ið?“ Og svo hristi hann liana einu sinni enn til árjettingar orða sinna. Þá leit hún loltsins upp, og hann sá að andlitið á henni var ljómandi fallegt, þó það væri alt útgrátið. Hún var bláeygð með rjóðar kinnar, ung og frískleg, með ákaflega raúðan og kyssileg- an munn. I hökunni var dálítið Pjetursspor og stórir spjekoppar í kinnunum; kringum augun voru gletnislegar hrukkur, og hárið var brúnt og lifandi; það var auðsjá- anlega „permanentkrullað“ af skaparanum sjálfum. „Eruð þjer nú líka einhver fant- ur?“ sagði hún raunalega, og gerði skeifu á munninn eins og móðgaður krakki. Svo bætti hún við, dálítið vingjarnlegar: „Það er mannskratti, sem ætlar að gift- ast mjer“. „Ha -— giftast yður?“ Hann horfði utan við sig á fallega aud- litið hennar, og fann, að houum var strax orðið meinilla við þenna dela, sem ætlaði að giftast henni. „En hvað með yður?“ spurði hann hálffeiminn, „eruð þjer hrifin af honum ?“ í stað þess að svara virti hún hann gaumgæfilega fyrir sjer, og þurkaði framan úr sjer á meðan með kjólerminni. Hún hætti ’ að gráta, bara kjökraði ósköp lítið og saug upp í nefið. „Hvað heit- ið þjer!“ spurði hún eftir dálitla stund. „Johan Behrens“, sagði hann og hneigði sig. „Jeg er frá Osló — jeg er nýbúinn að taka próf og nú ætla jeg að vera hjerna dálít- i'iu tíma og hvíla mig. Jeg bý í kofanum þarna, það er kunningi minn, sem á hann“. „Á — livað, sögðust þjer hafa verið að taka próf?“ „Já, í læknisfræði, núna fyrir nokltrum dögum“. „Getið þjer þá verið læknir og skoðað fólk og fengið peninga fyr- ir það?“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.