Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.07.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 203 meðan. „Þjer eigið altaf að þvo upp leirtauið, strax og búið er að borða. Aldrei að láta safnast SA'ona fyrir“. Hún var svo rösk og húsmóðurleg meðan hún var að þessu, og svo kvenleg; inikið var hún indæl. — Það var farið að líða á kvöldið, rökkrið var kvrt og milt, og áin var á litinn eins og straumur af amethystum. Það var svo friðsamt í kofanum og houum leið svo vel; mikið ósköp hlaut það að vera skemtilegt að eiga góða konu. • Hann fylgdi henni yfir ána um miðnættið. Þau kvöddust í skóg- arjaðrinum. „Fæ jeg að sjá yður aftur?“ spurði hann dálítið feimnislega. „Sjá mig — lialdið þjer kann- ske að jeg sje að taka til hjá yð- ur og svoleiðis, ef jeg ætlaði ekki að koma aftur“. Svo tók hún þjettingsfast í hendina á honum. „Jeg kem hjerna ofan að ánni annað kvöld. Þú kemur og sækir mig“. Svo þaut liún frá lionum inn í sleóginn. * Eftir þetta hittust þau á hverju kvöldi. Hann sótti hana yfir ána og svo var hún hjá honum fram eftir nóttinni. Þau höfðu altaf nóg að tala um, og þó það væri mestmegnis hún, sem hafði orðið, þá fanst honum hann aldrei hafa átt jafn skemtilegar viðræður við nokkra manneskju áður. Þau gengu langa túra í skóginum, veiddu silung í ánni og skemt'u sjer á ýmsan hátt. Svo koin að því eitt kvöldið, að hann tók ut- an um hana, og sagðist elska hana þessi lifandis ósköp. Og hún gat þá ekki neitað því, að það væri líkt á komið með hana, og sagð- ist vera þess albúin að verða kon- an hans, strax og þau gætu gift sig. Uppá þetta kystust þau vel og lengi. Og enginn sá þau, nema dimmblá nóttin og elfan, sem líkt- ist straumi af amethystum í rökk- urmistrinu. Þetta varð langur koss eins og þeir allra lengstu á bíó, og þegar hann var búinn, fengu þau sjer einn til. En svo ýtti hún honum gætilegá' frá sjer og sagði, að nú yrðu þau að á- kveða hvað gera skyldi. Þau urðu sammála um það, að hann færi til frænda hennar daginn eftir, og að hún kæmi með honum. Þau ætluðu að segja karlinum blátt áfram, að þau elskuðust og ætluðu sjer að giftast. „Við getum ósköp vel sagt si svona við hann“, sagði hún, „að við sjeum komin til að fá bless- un lians, því hann er fullur af svoleiðis gamaldags dellu, skil- urðu. En ef hann skyldi segja blá- bert nei —- og hann er voðalegur fauti, það má alveg búast við að hann sleppi sjer — ja, þá látum við eins og við verðum óttalega sorgbitin, og þú ferð bara heim, skilurðu. En þegar fólkið er sofn- að, þá tek jeg saman pjönkur mín- ar, skilurðu, og sting af út um gluggann. Þú pakkar líka og bíð- ur eftir mjer hinum megin við ána. Svo róum við niður að stöðvarþorpinu og tökum bíl til Osló — þú hefir nóga aura til þess, er það ekki ? Það tekur ekki nema þrjár vikur, þangað til við getum gift okkur, og á meðan get jeg verið hjá frænku, því frændi og hún eru óvinir, skilurðu. Og svo tekurðu þessa stöðu, sein þíi varst að tala um, hjá honum móð- urbróður þínum á þessum spítala. Jeg kann að búa til mat og alt svoleiðis, við þurfum ekki að liafa neina stúlku, og þá getum við komist vel af með kaupið þitt, er það ekki?“ Behrens aðeins kinkaði kolli. Hann var alt of hamingjusamur og hrifinn af röskleika hennar, til þess að geta komið upp nokkru orði. Hann kinkaði kolli í ákafa, og var svo bjálfalegur á svipinn, að hún mátti til með að taka um hálsinn á honum og reka að hon- um rembingskoss. — Þá sagði hann feiminn og stamandi, að aug un í henni væru eins og brenn- andi gleym-mjer-ei, og að þau lýstu eins og stjörnur. „Jeg -er bara alveg að springa af ást til þín“, sagði hann. „Það er jeg nú líka“, sagði hún. „En það er kannske ekki vert að tala of mikið um það, það er svo gressilega gamaldags að segja, að maður elski. Við, sem erum ný- tísku manneskjur“. * Þetta sama kvöld kom bátur ró- andi yíir ána í áttina til þeirra. Þegar Berit þekti manninn, sem sat í honum, varð hún mjög al- varleg á svipinn. „Það er strák- urinn á Kattaflöt“, sagði hún, „og hann er voðalegur slagsmálahund- ur!‘‘ Hún horfði rannsakandi aug um á háa, bjartleita piltinn, sem hún var nýbúin að trúlofast; hann var Ijómandi laglegur og pen og sætur, en leit ekki út fyrir að vera neitt karlmenni að burðum. „Heyrðu“, sagði hún fljótmælt, „við skulum bara hlaupa inn í skóginn og fela okkur“. En þá brosti Johan Behrens drýgindalega. „Nei, ætli maður sje nokkuð af því“, sagði hann, „jeg hefði gaman af að heilsa upp á þenna meðbiðil minn og heyra, hvað syngur í honum. Þú getur farið upp í kofann á meðan“. Hún starði á hann hrifin. Hugsa sjer að hann skyldi þora þetta! Hún hafði altaf dáðst að huguð- um karlmönnum. En Kattaflatar- pilturinn var sterkasti maður í sveitinni. „Jeg er bara svo hrædd um að hann meiði þig“, sagði hún blíðlega. „Nei, nei. Far þú upp í kofann á meðan og vertu alveg óhrædd“, sagði hann ákveðiiin. „Þetta skal ekki taka fhngan tíma“. Það tók nú samt góða stund. — Kattaflatarsnáðinn var stór og samanrekinn, dökkur yfirlitum og ýgldur á brúnina. — „Kvöld“, sagði hann. „Jeg ætlaði bara að vita, hvort Berit á Völlum væri hjerna“. Hann var nokkurnveg- inn kurteis og dannaður, svona til að byrja með, en horfði ekki akkúrat ástaraugum á borgarbú- ann. „Hvern fjandann kemur það yð- ur við?“ sagði Behrens letilega. Kattaflatarpilturinn færði sig nær. „Svo þú ert þessi drullusokk ur, sem ert að ljúga frá mjer kær- ustuna mína!“ sagði hann og var nú til í alt. „Ef það er fröken Berit, sem þjer meinið, þá er hún kærastan mín og ekki yðar“, sagði Behrens góðlátlega. „Og ef jeg má gefa yður gott ráð, þá skuluð þjer bara ekkert vera vera að hnusast í kring um hana, karl minn!“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.