Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Síða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Síða 1
 2$. tölublað. Sunnudaginn 11. júlí 1937. XII. árgangur. , í*af«l<larpreiit»mi9J* h.f. ÞAÐ ERU TIL FLEIRI GÁFNALJÓS EN MOLBÚAR.... Munið J)jer söguna uin hina ráðagóðu Molbúa seni ætl- uðu að fela kirkjuklukkuna sína iiarla vel, svo að óvinir þeirra næðu ekki í hana. Þeir reru langt út á sjó og söktu klukkunni nið- ur á hafsbotn.' Síðan hjuggu þeir merki í bátsbyrðinginn, til J>ess að þeir gætu fundið felustaðinn, þegar friður væri kominn á aftur í landinu. Þetta er ein af hinum ótal mörgu góðlátlega meinfýsnu sögum, sem sagðar eru um þjóða- brot sem sjerstakan einkarjett liafa á því að vera stórum heimsk- ari en gengur og gerist. Hinir ágætu molbúar hafa }>ó hlotið al- veg óverðskuldaða frægð í ]>essu tilliti. Hver þjóð á sína molbúa, sem vekja ldátur þeirra sem á horfa og vitrari þykjast vera. * Þýsku molbúarnir heita Skjald- borgarar. Sögurnar um þá voru skráðar á 16. öld; Skjaldborgar- anna er fyrst getið er þeir bygðu ráðhús án glugga. Þegar þeir komu inn í ráðhúsið, „sáu þeir að þeir gátn ekki sjeð“. Furðaði þá mjög á því, hvernig á þessu gæti staðið. Þeir fóru aftur iit og virtu húsið fyrir sjer að utan hátt og lágt og sáu að það var harla gott. Þeir gátu hvergi komið avrga á neinn galla. Þeir ákváðu nú að kalla saman ráðstefnu daginn eft- ir. En allar bollaleggingar þeirra komu fyrir ekki; Jvað var jafn dimt í ráðhúsinu eftir sem áður. Það var Jvá samþykt að bera inn í hiisið daginn eftir eins mikið dagsljós og unt væri. Þeir drógu nú saman mikið lið vopnað kopp- um og kirnum, pokum, skálum og málum, og fyltu ílátin sólskini. Sólskinið báru þeir síðan inn í ráðhúsið, en alt kom fyrir ekki. Að lokum lyftu þeir þakinu af húsinu — að ráði framandi manns, sem fekk ríkuleg laun hugkvæmni sinnar. Þetta dugði á méðan sól var og sumar, en Jiegar haustaði og fór að kólna varð þar bæði næðingasamt og hráslagalegt, svo að þeir fengu eltki staðist mátið og settu þakið á aftur — en þá varð Jiar jafn dimt og áður. Nú var kölluð á ný saman ráðstefna, en eugum kom ráð í hug, fyr en einn þeirra — af hreinni tilviljun — sá ljósrák gægjast inn um rifu á vegguum. Það rann m'i upp fyrir honum, sem engum þeirra hafði dottið í hug fyr: að birta myndi í ráðhús- inu ef )>eir settu á það glugga. Og með því var þessi áhyggjan iir sögunni. * Sagan um mylnusteininn á einn- ig rót sína að rekja til Skjald borgaranna, og hún er öllu dapur- legri, en svx fyrri, því að að þessu sinni leiddi hin heilaga heimska til þess að alveg sjerstaklega dug- legur og ráðkænn maður ldaut alt of skjótan dauðdaga. En svo var mál með vexti: Skjaldborgararnir höfðu bjTgt sjer mylnu, og lokið við, eftir mik- ið erfiði, að gera mylnustein í steinnámu, sem var efst í fjalls- hlíð. Þegar mylnusteinninn var fullgerður, rjeðist ' maður undir manns hönd um það að bera stein- inn niður hlíðina. En þegar þeir voru komnir að rótum fjallsins, sló því eins og eldingu niður í einn þeirra, að þeir inyndu hafa getað sparað sjer mikið erfiði ef þeir hefðu látið steininn velta nið- ur, í stað þess að bera hann. „Ef satt skal segja“, sagði hann, ,,þá höfum við verið heimskari, en levfilegt er, þar sem við höfum unnið jafn auðvelt verk ineð jafn miklum erfiðismunum. Við skulum bera s’teininn upp aftur, og síð- an látum við hann velta niður af sjálfu sjer ,alveg eins og við fóruin að með viðarbolina þegar við bygðum ráðhú«ið“. Þetta voru skynsamleg orð í tíma töluð. Þeir biðu ekki boð- anna og báru steininn upp aftur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.