Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Blaðsíða 6
214 LESRÓK MORGUNBLAÐSINS „Endurmínningar karlsins í kotinu“. Athugasemdir eftir Jón Pálsson. Við „endurmiimÍ!]<rar“ karlsins í kotinu, Hannesar Hanssonar, sem birtust í Lesbók Mbl. 9. maí síðastl., er ýmisleg’t að athuga, sem jeg tel að eigi megi ómótmælt standa. Hannes Hansson er kom- inn fast að áttræðu og er honum því, af eðlilegum ástæðum, farið að förlast minni. Jeg er viss um, að Hannes hefir síst af öllu ætl- ast til þess, að margt af því, sem þarna er lýst, vrði birt í þeim búningi og því hinu dapra ljósi, sem það er gert. Það er verk höf. eða annálsritarans. Æfisögu Hann esar hefi jeg ritað alla frá æsku- árum hans til elliára og á jeg hana í handriti. Við vorum leik- bræður og góðir fjelagar í æsku og áttum því auðveldara með að ryfja upp fvrir okkur ýmislegt það, er á daga okkar beggja hafði drifið í æsku, barnabrek okkar og bresti; minni hans var þá hald betra en nú er orðið, og við gerð- um okkur far um, að alt yrði sem sannast og rjettast, en ekki um það eitt, að gera „söguna spenn- andi“. — Nú virðist mjer ýmsu skjóta skökku við, þegar saman er borið „endurminningar“ þessar og það, er jeg reit fyrir nokkr- um árum eftir minni okkar Hann- esar beggja. Þar ber margt á milli. Þar sem skírskotað er til okk- ar bræðra, m. a. mín og ísólfs bróður míns, um sannindi ýmissa atriða í endurminningum þessum, er þess að geta, að Isólfur var að eins tvegg.ja ára (f. 11. mars 1871), þá er þeir feðgar, Hans og Hannes, fluttust frá Efra-Seli að Grjótlæk, vorið 1873. Hans and- aðist 15. febr. 1874; er ísólfur þá tæpra þriggja ára og minnist þess naumast að hafa sjeð Hans. Má af þessu o. fl. sjá, hversu haldgott minni Hannesar nú er orðið og hver líkindi sjeu til þess, að ís- ólfur muni mikið til æfi þeirra feðga frá þeim tímum. Um foreldra okkar bræðra og heimili þeirra er þetta sagt: „Sels- hjónin voru um þessar mundir meðal hinna fátækustu í Stokks- eyrarhreppi, áttu 9 börn í ómegð o. s. frv.“. Það er langt frá því að jeg telji það vansæmandi, þótt svo hefði verið, enda er ekki frá þessu sagt í neinu niðrunarskyni; en hið sanna er, að þau voru með rjettu talin meðal efnaðasta bændafólks þar í sveit. Þangað voru oft og iðulega sótt matföng og hey, sem ávalt voru nægar birgðir af, og „ómegðin" var ekki „9 börn“, heldur 6 piltar á aldr- inum 3, 6, 7, 13, 14 og 20 ára, um það leyti, sem þeir feðgar, Hans og Hannes, voru á Grjótlæk. Að ekki var hægt að bæta Hannesi við á heimilið, stafaði af hús- rúmsleysi og því, að aðrir menn voru ráðnir þangað um sumarið, kaupafólk o. fl. — Að nokkur maður þar eystra, eldri eða yngri, hafi neyðst til þess að leggja sjer álaþang til munns eða að ,,lifa“ á því, er hin mesta fjarstæða. Þar mun vera átt við söl, sem etin voru alment mjög og næstum daglega, enda eru þau sannnefndur ,,herramannsmatur“, heilsusamleg, saðsöm og holl fæða. Um þau hefi jeg ritað langa grein í Lesbók Morgunbl. 8. jan. 1933 og flutt um þau útvarpserindi. — Stokkseyri hefir aldrei verið nein hákarlaveiðistöð. Hannes hefir því naumast lifað á hákarlsgöm- um að neinu ráði. Hjer gæti ver- ið um að ræða hákarls-át að ein- hverju litlu leyti, en hákarlinn þótti engin fantafæða. Hann er jafnvel í hávegum hafður enn í dag. Sumir hlutar hákarlsins voru „verkaðir“ eins og skötu- magar, tæmingjar og sundmagar: Látnir í sýru og etnir með góðri lyst. Vissi jeg ekki til, að neinum manni yrði meint af því. Litlahraunsheimilinu kyntist jeg þannig — en það var í nánu ná- grenni við Syðra- og Efra-Sel: Húsbóndinn, Þórður kammerráð Gudmundsen, fvrv. sýslum., var svo mikill barnavinur, að jeg hefi fáa þekt hans líka í því efni; hann var góðsamur maður og göf- uglyndur. Kona hans, frú Jó- hanna (f. Knudsen) var að vísu ríkgeðjuð kona, fasmikil og frem- ur ströng, en raungóð og rausn- arleg; hjú sín hjeldu þau hjón hin sömu árum saman, börn þeirra öll voru hin mannvænlegustu og vinsæl; heimilið var stórt og um- fangsmikið og í mörgu að snúast. Væri það nú nokkurt tiltökumál eða í frásögur færandi, þótt svo geðrík og stjórnsöm kona, sem kammerráðsfrúin var, kynni að hafa tekið til klóanga síns við og við, til þess að hafa aga á öllum þeim sæg barna, er hún hafði und ir hendif — TTún mun þykja ótrú- leg fleirum en mjer, hin öfga- kenda og ömurlega lýsing: Að frúin hafi lagt svo harða og þunga refsingu á 9 eða -10 ára gamalt barn, sem hafði verið að skvampa í ískaldri vökinni og fálma í gadd frosna skörina, uns því tókst að bjarga lífinu, en er heim kom, var svipulamið „af öllum lífs og sál- arkröftum“(!) fyrir þá sök eina, að það kom ekki heim fyr en „rjettum hálftíma" síðar en fyrir- skipað var. Þetta er e.t.v. „spenn- andi“, en hver trúir því? En nú er frúin látin fyrir 54 árum og á engan til eftirmáls um þetta, nema tvær dætur, háaldraðar mjög, sem sennilega finna sárt til þess, hvernig móður þeirra látinni er nú lýst. En — „Seint. mun bit- sár flóin frábær dansmær verða, þótt hún dansi á dauðu ljóni“. Hvað mun „Sagan“ segja um þessa merku konu, síð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.