Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 11.07.1937, Blaðsíða 7
LESBOK MOROUNBLAÐSINS 215 ar meir, ef þessi ósanna lýsing fær að standa ómótmælt með öllu? Annars var vöndurinn „typtun- armeistari" þeirra tíma og jeg efa ekki, að Hannes hafi fengið að sjá framan í þann „háa herra“, eins og fleiri. En gæti það nú samt ekki verið, að þessi „meistari“, þótt liarður þætti, hafi kent Hann- esi, sem mörgum öðrum, þann lærdóm, er honum var hollastur til þess að gera hann að þeim manni, sem hann varð: dugandi og nýtum manni, trúverðugum og skylduræknum, sem heldur vildi líða, þola og þreyja, en bregðast trausti annara manna á nokkurn veg? Og hvað hefir hann sagt við mig o. fl.: „Jeg hefði ekki komist eins vel og vandræðalítið fram úr ýmsum þeim erfiðleikum og þrautum, sem jeg mætti síðar á æfinni, hefði jeg ekki verði búinn að reyna talsvert á mig á æsku- dögum mínum og átt misjafna æfi á stundum“. — Mætti ekki margur maðurinn hið sama segja, sem komist hefir í hann krappan á ungdóms- og uppvaxtar-árum sínum, en síðar orðið dugandi og nýtur maður, e. t. v. mest fyrir þá sök, að hann hafði kynst erfiðleik unum í einhverri mynd áður. Um Hannes má segja, að hann var olnbogabarn sinnar tíðar; það er satt; en hvers var annars að vænta um móðurlausan, lítt upp fræddan ungling, misskilinn af öðrum og gagnkvæmt, er varð að þeirrar tíðar hætti að hrekjast úr einum stað í annan og sem segja mátti um, að ekki ætti annað heim ilisfang um hálfrar aldar skeið en að „Flækingi“ í „Hrakhólasveit“, og varð að fara á mis við þá að- búð og umhyggju, góðan aga og uppeldisáhrif, sem sjerhverju barni er lífsnauðsyn á að njóta? En hin umræddu ókjör Hannesar í uppvexti hans voru ekki hlut- skifti hans eins á þeim tímum, þeim urðu fleiri börn að sæta, því miður, og fjöldi barna enn, þótt á annan veg sje og engu betri. Hjerað það, er Hannes ólst upp í, var mörgum öðrum betur skip- að góðu fólki, hjálpsömu og heið- arlegu á alla lund, og svo er enn. En flestir áttu þá nóg með sig og sína og gátu ekki hjálpað svo, sem hugur þeirra stóð til og þarfirn- ar kröfðust. Hjerað þetta og íbú- ar þess yfirleitt hafa því orðið fyrir ómaTilegum og óverðskulduð- um álitshnekki með hinum öfga- fullu lýsingum í „endurminning- um“ þessum. Það veldur mjer og fleirum, sem til þekkja, talsverð- um sársauka, að sjá nú og heyra, að Hannes Hansson skyldi verða til þess, í einfeldni sinni og af ó-, tortrygni — því hann ætl- ar að minni hyggju eng- um manni ilt —; að kasta rýrð á æskustöðvar sínar og löngu liðna menn, þótt svo væri, að hann ætti enn erfitt með að útrýma öllu því úr huga sínum, sem hann varð þar að þola af annara völdum. Þetta hefir hann heldur alls ekki ætlast * til að yrði svo. — Um dauðdaga Hans Hanssonar er það að segja, að hann lá sjúk- ur um vikutíma fyrir andlát sitt, sem fáir voru til frásagnar um, nema hiisbændurnir á Grjótlæk, móðir bóndans og svo Hannes. — Læknis mun ekki hafa verið vitj- að, enda langt til lians að sækja í aðra sýslu — og ekki venjulegt um þær mundir að vitja læknis þótt eitthvað yrði að. Hans var 50 ára þá er hann ljest; hann hafði verið heilsuveill um hríð, — með blóðuppgangi — og er hugsanlegt, að hann hafi geng- ið með einhvern leyndan sjúk- dóm, banvæna berklaveiki. En hvað sem um það er, tel jeg að það sje furðudjörf fullyrð- ing, að hann hafi verið „drepinn“. Nú er þetta mál ýft upp að nýju, eftir fullra 60 ára fyrnd og gleymd, og fæ jeg ekki sjeð, að það geti glatt neinn mann nje glöggvað á sannindum þess. — Hver er þá ávinningurinn ? Læt jeg nú hvern sem vill dæma á milli þess, er „endurminningarn- ar“ segja um þetta mál og það er jeg hjer hefi í stuttu máli drep- ið á, eftir því sem jeg veit það sannast og rjettast, enda í sam- ræmi við æfisögu Hannesar, eins og við sömdum hana í samein- ingu, ekki til þess að gera hana „spennandi“, heldur sannleikan- um samkvæma, en hann verður jafnan sagna bestur. Jón Pálsson. Molbúar (frh). þig í þetta skifti“, sagði vinurinn og brosti. „Jeg sá þá fyrir nokkru á hraðri ferð áleiðis til York“. Ostaeigandinn frá Gotham leigði sjer hest; er hann heyrði þetta og reið áleiðis til ,York til að elta ostana. * Einu sinni hittust tveir Gotham- búar á Nottinghambrúnni. Anuar þeirra var á leið til markaðsins til að kaupa sauðfje, en hinn kom frá markaðnum. „Hvert ertu að fara?“ sagði sá sem kom frá markaðnum. „Jeg“, sagði hinn, „til markaðs- ins að kaupa sauðfje“. „Kaupa sauðfje. Hvaða leið hef- ir þú hugsað þjer að reka það heim?“ „Yfir briúia hjer, býst jeg við“. „Það er ekki hægt“. „Jú, víst er það hægt“. Þannig rifust þeir um stund, þar til þeir voi’u báðir orðnir ösku- vondir. Þegar rifrildið stóð sem hæst kom þriðji Gothambúinn til þeirra frá markaðnum með mjölsekki á hesti. Þegar hann hafði um stund hlustað á nábúa sína rífast um sauðfjárreksturinn, þó hvorugur væri með svo rnikið sem eina kind, sagði liann: „Þið eruð báðir nautheimskir bjánar. Fáið þið aldrei vitglóru í kollinn? Hjálpið mjer með að koma þessum mjölsekk á bakið á mjer“. Nábúarnir hjálpuðust að með að setja mjölsekkinn á bakið á hon- um. Þá gekk maðurinn út að grindverkinu á brúnni og helti allii mjölinu úr sekknum í ána. „Jæja, mínir elskanlegu nábú- ar“, sagði hann, „hvað hefi jeg mikið mjöl eftir í sekknum ?“ „Ekki mikið, alls ekki neitt“, hrópuðu báðir rifrildisseggirnir í einu. „Æ, jæja, ætli jeg hafi ekki á- líka mikið og vitið er í hausnum á ykkur, þegar þið standið hjer og rífist um fjárrekstur, án þess að hvorugur ykkar hafi svo mikið sem eina rolluskjátu". Hver gáfaðastur var af þessum þremur greinir sagan ekki!!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.