Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 2
242 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS í belti hans. Hinir tóku sinn í hvora hönd honum. Nú <raf Achmed Hussain merki og steig út í bálið. Allir fylgdu þeir honum. Einn af þeim liróp- aði: Ó, þetta er heitt. Læknarnir rannsökuðu fætur þeirra. Hvergi sáust brunasár. Sá, sem kallaði upp, að þetta væri heitt, tók fjögur skref, í stað þess að hinir tóku þrjú. Kögg uli hafði orðið fyrir fæti haus og dregið úr skrefinu. Hann sagði að hann hefði fundið óþæginda fiðr- ing í fótunum. Annað ekki. Eng- inn af þessum þrem, gat fundið til þe^s, að hann hefði orðið fyrir nokkrum áhrifum frá Indverjan- um. Þeim hafði verið sagt, að þeir skyldu varast að hugsa um eld- inn meðan þeir stikuðu yfir hann. Þeim ráðum höfðu þeir fylgt. Það hafði þeim tekist. Enn voru tveir menn tilbúnir að vaða eldinn, og án þess að njóta fylgdar Indverjans. Mjer datt í hug, að nú væri glóðin má- ske farin að kólna, og leit á mæl- irinn. En það var gðru nær. Gol- an hafði örfað glóðina, svo hitinn hafði hækkað um margar gráður. Þessir tveir, sem síðast komu voru gildvaxnari en Achmed Huss- ain. Mjer datt ekki annað í hug en þeir myndu hoppa í dauðans ofboði út úr bálinu. En sá sem fyrri gekk stikaði yfir með sömu ró og festu eins og Achmed Hussain sjálfur. Hinn tók skrefin fjögur. Og það kom í ljós að hann hafði brent sig. * Þegar jeg skrifa þessar línur, hefi jeg ekki fengið skýrslur læknanna. En eitt er augljóst mál. Það er ekki eins hættulegt að vaða eld eins og menn alment álíta. En ekki er þar með sagt að þraut Achmed Hussain sje einsk- isverð. Hann á auðveldara með að vaða eld, en menn alment. Því hann hefir æfinguna og nægilegt hugrekki, og trúnaðartraust. — Læknarnir komust að raun um, að fætur hans báru þess engin merki að þeir hefðii komið nálægt eld- inum. En blöðrur komu á fætur allra hinna er frá leið. Og þeir sem tóku fjögur skref í bálinu fengu meiri blöðrur, en hinir, sem tóku bálið í þrem skrefum. En þeir, sem óðu eldinn án samfylgd- ar Achmed Hussain sluppu ekk- ert ver en hinir, sem með honum voru. Þetta sýnir að um enga dá- mögnun var að ræða frá Indverj- anum. Eftir þessu skilst mjer, að hver og einn geti vaðið eld, ef hann aðeins trúir því nægilega, statt og stöðugt, að hann standist „eld- raunina“. Hann fær kannske smá blöðrur. En þær koma ekki í ljós fyr en klukkutíma síðar. Sjálfur verð jeg þó að viðurkenna, að jeg kæri mig.ekki um að vaða eld. En það kemur ekki málinu við. Jeg hefi sjeð Indverja stinga nálum gegnum tungu sjer og Einu sinni fengu nokkrir franskir skóladrengir að fara til London í verðlaunaskyni fvrir góða frammistöðu. Þeim var fenginn stór bíll og leiðsögumaður til umráðaj og áttii þeir að skoða það markverðasta í heimsborginni. Þegar leiðsögumaðurinn spurði þá, hvað þeir vildu helst sjá, svör- uðu þeir í einum róm: — Hús Slterlock Holmes í Bak- erstreet! Þannig hefir það verið um marga, sem komið hafa til Lond- on. Westminster Abbey og ToAver hafa fengið að sitja á hakanum fvrir húsinu í Bakerstreet, sem þekt er úr SherTock Holmes sög- unum. Og þetta er ofur skiljao- legt. I W-estminster Abbey hvíla að vísu margir merkir menn. líií þeir verða ekki lífgaðir frá dauð- um frekar en þeir, sem lokaðir voru inni í Tower-fangelsinu, og enduðu þar æfidaga sína. l kinnar. Læknar hafa sagt mjer, að það geti hver maður gert, hafi hann nægilegan taugastyrkleika. Jeg hefi hann ekki. Við tilraunina sannaðist, að fætur Achmed Hussain voru ó- skaddaðir með öllu, eftir eldinn. En hinir fengu lítilsháttar blöðr- ur, og einn brendist illa. Einn læknanna Sir Leonard IIill held- ur því fram, að það sem geri þenna mismun sje það, að þeir sem óvanir voru og ókunnugir eld- rauninni hafi svitnað á fótunum, af tilhugsuninni um það, sem fram undan var. En hinn æfði eldvað- andi hafi engin slílt merki um taugaóstyrk og sleppi því óbrend- ur með öllu. ' Öðru máli er að gegna með Bakerstreet. Þar bjó sú hetja, sem aldrei hefir elst og lifir enn, þó hún liafi dáið. ÞEGAR CONAN DOYLE LJET SHERLOCK DEYJA að vakti feikna mikil von- brigði og sorg meðal les- enda Conans Doyle, þegar hann l.jet söguhetju sína, hinn víðfræga leynilögreglumann,. Sherlock Holm es, verða fantinum Moriarty að bráð. Andlát söguhetju hefir lík- lega aldrei vakið jafn mikla gremju. Enda fekk höfundurinn að heyra það. „Fantur“, byrjaði eitt brjefið, sem hann fekk frá konu, sem les- ið hafði um dauða Sherlock Holm- es í sögunni „Síðasta vandamálið“, í Strand Magazine. Það var í júlí- hefti blaðsins 1893. Astæðan fyrir því, að Arthur Conan Doyle tók söguhetju sína af lífi með svo köldu bTóði mun Framh, á bls. 246. Sherlock Holmes 50 ára Söguhetjan sem dó en lifir þó enn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.