Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 3
LESB0K MORGUNBLABSINS 243 SMÁSAGA EFflR ÞORSTEIN JÓSEPSSON Flestir uágrannar mínir halda að jeg sje of mikill kven- hatari til að trúlofast eða giftast’. Þetta er vitaskuld fjarstæða, því jeg elska konur — jeg elska þær of heitt og of mikið til að vilja biiula þær- á klafa trúlofunar eða giftingar. Hitt hefði verið sanni nær, að jeg væri of mikill kvenna- maður til að trúlofast, því að inenn sem elska margar stúlkur, geta ekki gerst það einhæfir, að binda sig aðeins við einhverja eina þeirra. Samt kom þessi fjandi fyrir mig fyrir nokkrum árum síðan, að trúlofast þvert gegn eðli mínu, fyrirætlunum og lífsskoðunum. Það versta var, að jeg varð ást- fanginn í kærustunni. Það hjelt jeg að myndi aldrei geta hent mig. Jeg kyntist kærustunni minni alveg eins og manni ber að kynn- ast ungri stúlku: Jeg kynntist henni hálfnakinni inni í Sundlaug- um á heiðríku sumarkvöldi um vor. Geðvondar kríur og heimskir hrafnar flögruðu og görguðu í kring um laugarnar, en annars var kvöldið angurvært og blítt eins og elskandi kona, og jeg skvamp- aði í laugunum þangað til allir voru farnir og búið var að loka þeim. Jeg ætlaði að verða sundkennar- anum samferða heim um kvöldið og hlusta á Eroica eftir Beethoven, sem hann átti á plötum. En þegar jeg var að koma upp úr lauginni og var í þann veginn að fara inn í fataklefann, kemur ung stúlka í sundbol út úr næsta klefa og biður mig að ná fyrir sig í bíl. Fötunum hemiar hafði þá verið stolið á meðan hún var niðri í lauginni að synda. Jeg virti þessa ungu stúlku fyrir mjer með forvitni. Ástand hennar hefur ef til vill verið ó- þægilegt og leiðinlegt í hennar augum, en í mínum augum var það bæði skrítið og skemtilegt. Fá- klætt kvenfólk verkar yfirleitt vel á unga sakleysingja eins og mig. Stúlkan var há og grönn, beinvaxin og líkamsfalleg. And- litið var þó fallegra. Það vár djarflegt og svipmikið og augun voru blá, djúp og sakleysisleg. „Jú, það er sjálfsagt að ná fvrir yður í bíl“, sagði jeg. „Þakka yður kærlega fyrir. En þjer skuluð rólegir fara í fötin, mjer liggur ekkert á“. Hún fór inn í klefann sinn og jeg í minn, en að þrem mínútum liðnum var jeg kominn á vettvang til að hringja eftir bíl. Það gat jeg strax í næsta húsi, því fólkið var þar enn á fótum enda þótt fram- orðið væri. Að vörmu spori kom bíllinn. Jeg og fáklædda stúlkan settumst inn í hann, og svo brunaði hann með leiðinlega miklum hraða nið- ur í bæinn og vestur á Framnes- veg. Þar átti stúlkan heima. Á leiðinni gaut jeg til hennar hornaugum. Jeg vissi að það var ókurteisi að horfa djarflega á hálfnakinn kvenmann og þess- vegna var augnatillit mitt feimn- islegt og óburðugt. Jeg þagði og stúlkan þagði líka. Jeg fann að hún liorfði stundum á mig og mjer þótti í sjálfu sjer vænt um það, því jeg vissi að ungar stúlkur horfa aldrei á neitt sem þeim fellur ekki í geð — ekki einu sinni á mýs. Jeg var þarna í hálfgerðum vandræðum. Jeg vildi gera mig sem myndarleg- astan og fallegastan í augum þess- arar ungu stúlku, en jeg vissi bara ekkert hvernig jeg átti að fara að því. Þegar bíllinn nam staðar, spurði stúlkan mig að því, hvort jeg gæti borgað fyrir sig bílinn í svip, hún kvaðst mundu endurgreiða mjer J)að daginn eftir. Slíkt þurfti hún vitaskuld ekki að nefna. Við stigum bæði út, jeg borgaði bílstjóranum og hann fór. Það var komið fram yfir mið- nætti og bær-inn var allur í fasta svefni. Sarnt ljeði jeg stúlkunni yfirhöfnina mína á ineðan við gengum ínn í húsasundið. Þegar við komum að dyrunum sveipaði stúlkan af sjer kápunni og fjekk mjer. „Jeg heiti Hildur Pálmadóttir. Jeg skal borga yður fyrirhöfnina á morgun“. Jeg sagði henni nafnið mitt og við tókumst í hendur. „Verið þjer sælir og þakka yður kærlega fyrir“, sagði hún og bjóst til að opna hurðina. Jeg hjelt henni kyrri. Jeg var í vandræðum og vissi ekki hvað jeg átti að gera, því að sumt kven- fólk ætlast til þess að maður kyssi það og álítur mann annaðhvort ókurteisan eða heigul ef maður gerir það ekki. Þetta vissi jeg. En í kvöld vildi jeg ekki vera tómlátur nje ókurteis. Þessvegna dró jeg Hildi Pálmadótturað mjer, tók annari liendinni yfir mitti henn ar, hinni vafði jeg um hálsinn. og kysti hana löngum kossi. Hún veitti aðeins málamynda-mót- spyrnu og jeg fann, að þetta var nákvæmlega í samræmi við hennar eigin vilja. Þetta var dýrðlegur koss og jeg naut hans. Jeg hafði heyrt að kettir væru rafmagnaðir, einkum á undan illviðri, en núna fanm jeg að kvenfólk í sundbol var það ekki síður. Hildur Pálmadóttir sleit sig úr faðmlögunum. „Góða nótt“ sagði hún, kyssti mig á munninn, opnaði hurðina og hljóp inn. Jeg sá að fótleggirnir voru grannir, mjer fanst það vera kostur. D R AU M - M YND

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.