Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 4
‘244 LESBÓK MfmeLNBLABSINS ,,Gófia nótt“ safjði jeg, en það var ekki fyr en löngu eftir að htirðin var fallin í lás. Jeg stóð í þönkum nieð lokuð augun og mjer fanst jeg finna líkama stúlkunnar enn í faðmi mínuin. En þar var ekki nema draumur og blekkiug. Jeg gekk í hægðurn mínum iit úr húsasundinu og heim til mín. Ilild- ur Pálmadóttir var manneskja sem jeg varð undir öllum kriugumstæð- um að kynnast. * Daginn eftir bauð jeg henni á kaffihús. Kaffihúsamúsik er oft í nán.u samrænti við kvenfólk, og hún á eins vel við það eins og norðurljós eiga við sígilda hljóm- list. Hildur þáði boðið. ,,Hvað segið þjer gott?“ spurði jeg þegar við vorum sest. „Alt gott. En þjer?“ spurði Hildur. „Líka alt gott“. Svo kom löng þögn. Jeg er fæddur og uppalinn í sveit og vissi ekkert um hvað jeg átti að tala. „Það er gott veður í dag“, sagði jeg. „Já yndælisveður“. Aftur löng þögn. „Skyldu koma mörg ferðamanna skip í sumar ?“ spurði jeg. „Já, ætli það ekki“. Svo þögðum við. „Verðið þjer í bænum í sumar?“ byrjaði jeg í þeirri von að finna eittlivert umræðuefni sem að henni gæti fallið í geð. „Jeg býst við því“. Þar með var þetta umræðuefnið úr sögunni og við þögðum eins og áður. „Er það annars ekki skrítið að Gólfstraumurinn skuli ná alla leið til Islands“ sagði jeg í þeirri von að þetta samræðuefni fjelli Hildi betur í geð en hin. „Jú, það er ansi skrítið“, sagði Hildur og svo þagði hún . „Svona er alt þetta b.jeað kven- fólk, bókstaflega gjörómögulegt að tala um nokkurn skapaðan hlut við það“, hugsaði jeg með sjálfum mér, argur út af þögninni. En þegar jeg horfði á bláu, djúpu og sakleysislegu augun hennar Hildar, þar sem hún sat gegnt mjer, þá fanst injer hún þó öðru- vísi en annað kvenfólk, faiist hún bæði betri, saklausari og fallegri. Jeg spurði haua hvort henni þætti gatnan að dansa. „Já“. Það er einmitt áhugamálið liennar. Upp frá þessu höfðuin við yfrisnóg umræðuefni, livernig sem á stóð. Það er aðeins einn galli á Jtessu öllu saniitn ; .Jeg kunni sjálfur ekki að dansa og Itafði ekkert vit á dansfólki eða danslist. En um hvað getur ástfauginn maður ekki tal að. Getur ástfanginn skrifstofu- þjótni ekki lalað um fjárpest, get- ur ástfanginn idiót ekki í einni svip an orðið að heimspeking og getur harmonikuleikari á sveitaböllum ekki talað um æðri tónlist — að- eins ef hann er nógu ástfangiun. Hitt er alt annað mál hvort menn taia af viti um hlutina eða ekki. En ef kvenfólkið er líka ástfangið þá gerir það aldrei greinarmun á því hvort mennirnir tala af viti eða ekki, bara ef þeir tala um það málefni sem þær liafa áhuga fyrir. Og svo talaði jeg um dans, dans- leiki og dansfólk kvöld eftir kvöld alt vorið. Og okkur Hildi Pálma- dóttir fanst við eiga ákaflega vel saman, við vera andlega skyld og elska hvort annað. Áður en jeg fór úr bænum og heim í sveitina mína vorum við búin að lofa hvort öðru eilífri trygð, bæði í þessum heimi og eins í hinum. I sveitinni sló jeg virka daga, en skrifaði ástabrjef á sunnudög- um. í þeim lýsti jeg eftir megni hvernig fólkið í sveitinni dans- aði. Annað bar ekki við um sum- arið. * Jeg fór suður um haustið. Ást okkar var enn heitari en áður. Hildur bað mig að koma með sjer á dansleik og .jeg gerði það. Við fórum á laugardagskvöld. Jeg sótti llildi heim til hennar, vestur á Framnesveg. Leiðin niður í bæinn var löng, og á leiðinni sagði jeg henni það, sem mig dreymdi um nóttina. Mig hafði dreymt, að jeg væri kominn í ókunnugt land til ókunnugs fólks. Landið var fal- legra en önnur lönd og fólkið fal- legra en annað fólk sem jeg hafði sjeð. Sjerstaklega var þaf ein stúllta sem heillaði mig. Jeg gekk til hennar og ætlaði að kyssa hana, en þá breyttist hún í höggorm, setu ætlaði að höggva mig. Jeg vaknaði við mitt eigið hræðsluóp. „Mamnta liefttr sagt mjer, að maður mætti aldrei snerta draum- myndir“, sagði Hiklur. „Hvers vegna ekki?“ spttrði jeg. „Uún sagði að }>ær þyldu ekki snertingu. Þær lithverfðust og yrðu manni til óhainingju“. Við voruin komin á ákvörðunar- staðinn. Dansleikurinn var rjett að byrja. Jeg kunni því miður ekki að dansa, en jeg ætlaði mjer að horfa á dansfólkið og aðferðir þess í dansinum til að geta talað um það og gagnrýnt það við Hildi á eftir. Jeg settist á bekk fyrir miðjum salnum og liorfði á fólkið jafnóð- uin og það sveif framhjá. Jeg gagnrýndi ]>að alt. Þarna sveit' lít- il þrekvaxin stúlka framhjá með langan og mjóan slána í fanginu. Hann var jarphærður, rauður í andliti og dansaði með lokuð aug- un og fjálgur á svip eins og hann væri að biðjast fyrir — biðja himnaföðurinn að gefa sjer þessa stuttu og digru stúlku. Rjett á eftir sá jeg Hildi í dans- inum. Hún var falleg og beinvax- in, og dansaði prýðilega. Maður- inn sem dansaði við hana var hár og grannur með laglegt andlit. ,Mjer leist vel á hann. « Næsta samstæða var horuð kerl \ úng og stuttur, hjólbeinóttur karl, ;sem bar sig til eins og að hann væri að aka þuligum hjólbörum. ITann var allur í einum keng, kepptist við eins og hann væri að leysa einhverja knýjandi þrek- raun af hendi og svitinn rann í straumum niður andlitið. Nokkru seinna kora jeg auga á háan og þrekinn karlmann sem tók altaf eitt spor fram og annað út á hlið, án ]>ess að breyta ttokk- urntíma til urn dansaðferð. Hann rak sig óþyrmilega á feiminn og klaufalegan sveitamann í nær- skornum og brotalausum buxum og sem lykkjaðist í óteljandi hlykkjum og bugðum eftir gólf- imi. Þessi sveitamaður dansaði við örmjóan og átakanlega langan lcvenmann, sem stóð eins og ósveigj anleg spýta þrátt fyrir alla hans hlvkki og tilburði. Hún teygði fæturna aftur undan sjer eins og kýr með sinadrátt.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.