Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 08.08.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 245 Verkfallsóeirðir í Ameríku: Blaðamyndatckumeim nota gasgrímur. Þannig sat jeg á bekknum og safnaði að mjer andlegum auðæf- um fyrir fraintíðina. Jeg gætti öðru hvoru að Hildi og mjer til skelfingar sá jeg, að hún dansaði altaf við sama slánann — Þenna langa djöfsa með fríðu snoppuna. Mjer var nú reyndar liætt að þykja hann fríður. Augun voru eius og í hræddri mús og mjer sýndist nefið skelfing eitthvað af- káralegt og Ijótt. Jeg var búinn að missa áhuga ■fyrir dansinum. Mig langaði að losa Hildi úr klóm þessa ljóta slána og fara með hana heim, en jeg fjekk bara ekkert tækifæri til þess. Mjer til afþrevingar virti jeg unga stúlku fyrir injer, sem sat þar skaint frá og enginn dans- aði við. Hún var búlduleit og eldrjóð í framan, nefið var lítið og uppbrett eins og stór varta í miðju andlitinu, en munnurinn var nokkuð stór og altaf opinn. Augun voru sljó og fábjánaleg og störðu með eftirvæntingarfullum girndar- svip á hvern einasta karlmann sem hún lijelt að gæti komið til mála, að byði sjer upp. Seinna hef jeg tekið eftir því, að alt kvenfólk sem vantar karlmann á dansleikj- um hefur í raun og veru þenna sama svip. Þegar jeg var búinn að virða þenna ,,klassiska“ kvenmann fyrir mjer drykklanga stund, fór jeg að gæta að Hildi aftur, en sá þá hvorki liana nje slánann. Jeg stóð á fætur til að leita þeirra. En hvert? Þau voru ekki í veitinga- salnum, þau voru ekki í fata- geymslunni og ekki á göngunum. Jeg fór niður í danssalinn aftur, gekk meðfram öllum bekkjunum og horfði á fólkið í dausinum. En Hildur og sláninn voru þar ekki sjáanleg heldur. Jeg fór aftur upp á loft. Jeg gægðist óboðinn inn í eldhúsið, en ein stúlkan ýtti mjer til baka og sagði að þetta væri ekki staður handa dónalegum og frekum fylli- svínum. Jeg lirökklaðist skömm- ustulegur út og ætlaði að stama einhverjum afsökunum upp, en hurðin skall þá í lás, og þeir sem kring um mig stóðu, fóru að hlægja. Áður en að jeg hafði jafn- að mig fyllilega eftir þessa hrak för, sá jeg veitingastúlkuna koma með bakka og fara ineð hann inu í litla afskekta kompu, sem jeg liafði ekki tekið eftir áður. Þegar stúlkan var farin út úr kompunni opnaði jeg hurðina ofurhægt í liálfa gátt og gægðist inn, ef ske kynni að þetta væri staður handa „dónalegum fyllisvínum“. Inni sátu piltur og stúlka — sláninn og Hildur. Þau snjeru að mjer baki, tóku ekki eftir mjer og töl- uðu saman. Alt í einu greip slán- inn utan um háls Hildar og' kvsti liana á munninn. Jeg lokaði augunum og lokaði dyrunum. Það hringsnjerist alt í höfðinu á mjer eins og að það væri samansett af fimm hundruð hjólum sem snjerust með vitstola hraða. Að vörmu spori komu þau út, kærastan mín og kærastinn henn- ar. Jeg stóð hjá stiganum og tók i Ilildi þegar hún ætlaði niður. ,Jeg ætla að fara heim“. „Hvað er þetta maður, ætlarðu núna strax?“ ,,Já lielst.. Jeg er með dálítinn höfuðverk, og vil fara að hátta“. „Jæja, við skulum þá koma. Mjer er sama“, sagði Hildur og kvaddi slánann. Við fórum í yfir- hafnirnar og gengum út í nóttina. Mjer var þungt innan brjósts en þagði. Jeg fann það bara, að jeg var ekki fæddur til að fyrirgefa. Hildur sagði eitthvað sein jeg tók ekki einusinni eftir og ansaði ekki. Húu hje't að jeg væri lasinn og þessvegna þagði hún það sem eftir var leiðarinnar vestur á Pramnesveg. Jeg leiddi hana heim að liúsa- sundinu. Hún lagði hendurnar um hálsinn á mjer og æltaði'að kyssa mig. En jeg kysti liana ekki. I þess stað dró jeg klút upp úr vasa mínum og þurkaði varirnar á henni með honum. „Steini! Hvað gerirðu?“ sagði hún í reiði blandinni örvæntingu. Hún slepti takinu og hörfaði aftur á bak. „Skækja!“ hvæsti jeg fram á milli varanna, hvesti á hana aug- unum og gekk hægt og ógnandi á eftir henni inn í húsasundið. Inni í sundinu var dimmt. Jeg sá Hildi hverfa undan mjer inn í hjúp mvrkursins, þar sem síðustu drættir líkama hennar runnu í eitt við myrkrið og nóttina eins og í óljósri draummynd. Jeg hevrði hurðina opnast og skella aftur — í síðasta sinn. Síð- an hef jeg oft sjeð fagrar konur, jafnvel ineð blá, djúp og sak- leysisleg augu. Jeg horfi á þessar konur eins og fagrar draummynd- ir inni í dimmum húsasundum. En jeg veit af gamalli revnslu að það eru alt draummyndir sem ekki má snerta. Þorsteinn Jósepsson.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.