Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1937, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1937, Qupperneq 1
orgiwiíjMaSsÍíts 32. tölublaS. Sunnudag’inn 15. ágúst 1937. XII. árgangur. íiafuluMrprrntsmlðja h.f. § STJETTVÍS -- ÞJÓÐVÍS $ .Teg sá einu -111111 nýyrSi, sem vakti umliugsun mína. Það var orðið ,,stjettvís“. Það var í skemti legri greiu um Stet'án frá Ilvíta- dal, eftir Ilalldór Kil.jan Laxness. Setningin var svona: ,.Hann varð aldrei stjettvís einyrki, sem sam- kvœmt rökum veruleikans sjálfs Idýtur að eiga samleið með hinum herskáa, stjettvísa verkamanni“. IT.jer keniur fram merkingin, sem verið er að koma inn í hið nýja orð. Ilinn stjettvísi á að vera ,,herskár“ gagnvart öðrum stjett- um. En ]>að þarf ekki að liggja í orðinu stjettvís út af fvrir sig. Stjettví- ætti sá að teljast, sem veit, hvað til stjettar hans heyrir, skilrr mark hennar og mið, og reynir að ná því. Stjettir eru engin ný fyrirbrigði í mannlegu fjelagi. Þær hafa verið á öllum öldum, þó að þær liafi ver- ið með ýmislegum hætti. Og hin mikla verkaskiftiug nú á tímum hefir það óhjákvæmilega í för með sjer, að þeir, sem stunda sömu atvinnu, fá sameiginleg á- hugamál, vinna saman að þeim, og mynda þannig einskonar stjett, sem mótast af starfinu og þeim kjörum, sem því fylgja. Auðsætt ætti að vera, að liver einstaklingur fær því meiri þroska. sem hver stjett í þessum skilningi skilur betur hlutverk sitt í þjóð- fjelaginu og liagár sjer ]>ar eftir. En hjer kemur vandinn. sem istaf- ar af því, að engin stjett er sjálfrí sjer nóg. Hver stjett er sem líf- færi í lifandi líkama þjóðar sinn- ar. En af þessari líkingu leiðir ]>að. að heilhrigði þjóðlífsins er komin undir þeirri samstillingu allra stjetta þjóðarinnar, að hver stjett njóti sín að sama skapi, sem hún styður að því, að þjóðfjelagið í heild sinni njóti sín. Ekkert einstakt líffæri má vaxa um of, eða draga til sín úr liófi fram á kostnað annara líffæra líkamans; það verður hans bani og þar með líffæri-ins sjálfs. Engin einstök stjett iná draga til sín ú'r hófi fram á kostnað annara stjetta, ]>að verðnr að lokum hennar bani. Verkefnið verður því altaf ]>að, að samræma stjettarhagsmuni og ]>jóð arhagsmuni. Til þess að vera í sannleika „stjettvís", verður maður jafn- framt að vera „þjóðvís“. Þetta eru engin ný sannindi. Það er svo gamalkunnugt, að það kemur skýrt fram í hinni fornu dæmisögu um upprei-11 limanna gegn maganum, sem Livius segir, að Menenius Agrippa hafi sagt alþýðunni í Rómaborg árið 494 f. Kr., þegar hún í deilunni við höfðingjana hafði flutt sig til F.jalLins helga og ætlaði að segja sig úr lögum við þá. En alþýðan þá var svo þroskuð, að hún ljet sannfærast af þessari einföldu dæmisögu, og sættir komust á. Ef vjer lítum á það, sem gerist lijer á landi og víðsvegar um heim á vornm dögum, ]>á sjáum vjer, að þeir, sem hæst tala og gala, prjedika einmitt stjettabaráttu, baráttu einnar stjettar við aðra um hagsmuni og völd, vold og hagsmuni, í stað baráttunnar fyrir því að samrýma og samræma stjett arhag-muni og þjóðarhagsmuni — samstilla hagsmuni stjettanna, til gagns fyrir þjóðina í heild siiini. Þetta kemur ekki svo mjög af því, að hagsmunir ýmsra st.jetta geti ekki farið sanian, sem af hinu, að stjettarhag mrnir verða leik- svið fvrir valdafýsn stjórnmála- manna. Stjóriimálamenn berjasl um atkvæði kjósenda. og þá er auðsætt, að ]>eir hugsa mest 11111 að ná fvlgi fjölmennustu stjett- aiina, eu láta sig litlu skifta liinar fámennu ,-tjettir. .Jeg skal ekki lijer skýra þetta nánar. en aðeins líta á afleiðing- arnar. Ef jeg má nota ófullkomna samlíkingu, þá vil jeg lík.ja þjóð- inni við ldjóðfæri. Stjettirnar eru nóturnar á hljóðfærinu. Ilver nóta hefir sinn tón, og til þess að liljóð færið s.je í góðu lagi, verður liver nóta að vera rjett stilt í hlutfalli við aðra. Þjóðlífið er þau lög, sem leikin eru á hljóðfærið hverja líð- andi stund. Það má leika góð lög og voi:d lög, andrík lög og and- styggilega auðvirðileg lög. Við sjá- um hvernig það lag verður, sem hamrað er á einar tvær eða þrjár nótur, sem ef til vill liljóma fai-kt í þokkabót. Það verður ekkert lag, heldur ólag, engin lög, heldur ólög. 1 Nei, stjórnmálamennirnir ættu að vera hinir miklu lagasinið- ir, er semdu frumleg lög, þar sem allir tónar hins mikla hljóð- færis fengju að óma á víxl í sí- breytilegu en fögru samræmi. Þeir, setn halda frant stjettabaráttunni, virðast telja einræmið og óhljóm- inn æðsta mark tónlistarinnar. Guðm. Finnbogason.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.