Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 15.08.1937, Blaðsíða 7
lesbók morgtjnblaðsíns 255 eftir sjer og lömbum sínum, og grunntónninn í öllu þessu hjali náttúrunnar er svo fossniðurinn í Miklagili. En heiðalífið er ekki ein lægur svanasöngur. Náttúran á það til að ókyrrast. Dagar koma með illsku veðri, öskrandi roki og rigningu, eins og nú eigi að hegna heiðarbúum í eitt skifti fyrir öll fyrir allar þæi' yfirsjónir. Þoka færist yfir, og nú sjer ekki til sól- ar í marga daga. Það má nú segja, að Holtavörðu- heiði er mikið þokubæli. Aðallega er þoka með norðanátt, og stund- um er hún svo svört, að eigi sjer nema nokkra faðma. En þokan er merkilegt fyrirbrigði. Fyrst í stað er eitthvað aðlaðandi við hana — maðurinn er forvitinn og vill fá að vita, hvort satt er, sem sagt er, að margt búi í þokunni, en brátt kemst hann þó að raun um, að þoka er ekkert annað en þoka, og það, sem til er í þokunni, er líka til, þegar þokulaust er, og að bak við þennan hól er tjörn. Því leng- nr sem þokan grúfir yfir mann- legu lífi, því sterkari verður þráin eftir ljósinu, og þrá hins blinda manns er án efa einhver sterkasta þráin, sem til er. Það er því ekki nema von, að heiðarbúinn fyllist þakklæti til sólarinnar, þegar henni hefir loks tekist að senda líf- og ylberandi geisla sína í gegnum þoku- og skýjahjúpinn, — og þá hlýtur hann að skilja betur en nokkru sinni fyr, orð sálma- skáldsins: „— í sannleik hvar sem sólin skín, er sjálfur guð að leita þín“. Þegar þoka er og suddi á iieið- inni um helgar, en sólskin og blíða beggja megin lieiðar, þá leitar hugurinn oft til byggða, — út úr myrkrinu inn í ljósið. Vinnu er hætt kl. 3 á laugardögum, og er þá frí þar til kl. 7 á mánudags morgni. Margir, sem heima eiga í nærsveitunum, fara heim til sín undir eins á laugardag, en aðrir bíða sunnudags. Sumir gerast myndarlegir og fara að þvo af sjer fötin, en aðrir ætla að gera það næsta laugardag, því að þá verði betri þurkur. Á sunnudags- morgni hefir letin ef til vill gripið suma svo ákaflega, að þeir þykj- ast alls ekki nenna að fara til bygða, heldur liggja í makindum inni í tjaldi, sofa eða lesa, og þeim líður líka ósköp vel. Þeir viljugri koma sjer í bílana, halda til bygða, norður eða suður, koma heim um miðja næstu nótt - í sólarskapi syngjandi: Niðr’ í dalnum var sólskin og sæla, þar sjást hvorki þoka nje ský, — en á bansettri heiðinni er bræla, þar bíða okkar urðir og dý. Mánudagur rennur upp eins og allir aðrir dagar gera, vikan líður, og senn kemur nýr mánudagur, og menn byrja að hlakka til næstu helgar. Brátt má telja dagana, sem eft- ir eru af verunni á Holtavörðu- heiði, á fingrum sjer: tíu, níu, átta, sjö. Haustið gengur í garð með óstöðugra veðri, næturfrosti, og snjó í fjöllum, lækir vaxa, smá- sprænur, sem enginn hefir virt viðlits áður, sýna lit. Nú heyrist ekki lengur til svananna, og ærn- ar liafa flutt sig nær bygðinni, nær skjóli og lífi. Bílaferðum yfir heið- ina fækkar, þó koma nokkrir bíl- ar daglega með seinasta síldar- fólkið og fólk úr kaupavinnu. Fyrri hluta sumarsins lágu leiðir margra norður í síldina, en þeg- ar haust er komið, beinast leiðir flestra suður til höfuðborgarinnar. Lífið í tjöldunum breytir tölu- vert svip á haustin. Þá eru olíu- lamparnir teknir upp, og ljós er í hverju tjaldi. Myrkrið úti, sem varla getur svartara orðið, sýnist enn þá svartara vegna allra þess- ara ljósa. Bjarminn af lampaljós- inu er í senn bæði eiukennilegur og notalegur, og hann gerir þessa litlu 3ja manna íbiíð miklu heimil- islegri en hún var nokkru sinni um sumarið. Tjaldvistin rifjast ósjálf- rátt upp fyrir manni, alt frá því um sumarið, þegar fyrst var stíg- ið fæti inn í þetta tjald, sem marga nóttina veitti besta skjól gegn veðri og vindum, og nú er legið uppi í rúmi og lesið í bók, sem að öllum líkindum hefði verið látin liggja á hillunni suður í Reykja- vík, ekki vegna þess, hve hún væri leiðinleg, heldur vegna hins, að lijer á hún við, — í lampaljósinu, sem blæs kaupstaðarbarninu því í brjóst, að eitthvað líkt þessu hafi það ‘verið í baðstofunni forðum daga. Seinasti dagur rennur upp. Heið- in kveður á líkan hátt og hún heils ar, nú er hún aðeins haustleg í stað þess, að áður var hún vorleg. — Laxfoss pípir í Borgarnesi, og Reykjavík ljósum skrýdd tekur á móti nokkrum heiðarbúum með bílaskrölti og götuys. — Þegar líða fer á vetur, er oft hugsað til heiðarinnar, og þó að hugsanirnar verði stundum nokkuð þoku- blandnar, þá glittir þó í sólskins- blett í heiði, í hóp góðra fjelaga, verkstjóra og verkamanna. — Heimurinn er allur genginn af göflunum. í dag kom huokkinn minn litli og ætlaði að fara að kenna mjer hvað nýtísku uppeldi væri. — Ja, satt segið þjer — föður- bróðir minn kom og vildi fá lán- aða peninga hjá mjer. Kennarinn: Hvað heitir þú. Nýi drengurinn; Pjetur Jónsson. — Mundu að segja hr. þegar þú talar til mín. Það borgar sig altaf að vera kurteis. — Hr. Pjetur Jónsson!

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.