Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 1
hék 33. tölublað. JWorgamM&BsÍMS Sunnudaginn 22. agúst 1937. XII. árgangur. isaruU»rprr>itt»lðJ* b-f. Búmmkast undan Snartastaðanúp. Aflaskýrslur síldveiðiskipanna eru meðal þeirra frjetta, sem mesta athygli vekja um bessar mundir. Þær sýna árangurinn .af striti síldveiðimannanna. Þeir, sem ekki þekkja annað til síldveið- anna, gera sjer ekki grein fyrir hve mikið erfiði fer í árangurs- % lausa ieit eftir síldinni, þó í síldarárum sje, hve mikil vonbrigði og áhyggjur einatt fylgja þessari veiði. Jafnvel hinir þrautreynd- ustu og ötulustu sjómenn fara ekki varhluta af því. í eftirfarandi grein lýsir Sigurður Benediktsson árangurslausu erfiði og vonbrigðum síldveiðimanna, sem enginn beirra getur um flúið, í viðureigninni við hinar styggu síldartorfur. Astjórnpalli síldveiðiskipsins „Eldborg" stendur hár Og þrekinn miðaldra maður og lield- ur stórum sjónauka fyrir augun- inn. Ilann ber ;i höfði gamla skygnishúfu og er í svartri olíu- kápu, sem cr svo þröng á hann, að snmstaðar eru saumarnir tekn- ir að gliðna! Um mittið er haun girtur snæri. Þessi þreklegi maður er skip- stjórinn á Eldborg — en hann er jafnframt „nótabassi" eða fiski- formaður þess skips — og þess vegna verður hann að hafa augnu li.já sjer, hvar sem hann kemiir og hvert sem hann fei'. Miklu skiftir að nótabassi hvera síldveiðiskips sje vel síuu starfi vaxinn. A því mun velta miklu meira en menn gera sjer alment ljóst — því verkahringur ]»essa manns byrjar með því, að hann kemur auga ;i síldina, síðan er það hann sem á að skipuleggja aðför- ina að þessum ótölulega aragrúa. sem skvampar áfram í vatnsborð- inu í svörtum, iðandi torfum, Og loks að hafa á hendi frani- kvæmd þessa áhlaups og koma herfanginu um borð í skipið. Strax og ]>ví er lokið fer hann að svipast eftir nýrri síld — nýrri torfu — og skipuleggja nýja árás áður en torfan sú er sokkin í sæ, eða komin í hendur keppinaut- anna. Síldveiðin er fyrst og fremst leit eftir síldartorfum og síðan bai- átta milli skipsliafna uni liinar „fundnu" torfur. Nótabassarnir em liðsforingjar í þeim sjóorust- iini og berjast í i'ylkingarbrjósti: Eldborgin lial'ði legið nætur- langt við akkeri undan Snartastaðanúp, við austanverðan Axarfjörð. ásanit fjölda annara veiðiskipa. í því veðurfari. sem sjómenn nefna brælu — en það er steytingsstorinur og suddi eða rigning. En morgoninn eftir var síst vænlegra til 'veiða og ákvað ])á ski])stjórinn að sigla til hafnar með farm sinn, þó ekki væri íull- hlaðið fleyið, til þess að nota þetta óhagstæða veiðiveður til löndunar og Vera svo aftur á veiðistöðvun- um með tæmt skipið, þegar aftur kæmi veiðiveður. En áður en Eld- borgin hafði tekið sig út úr bópi skipanna, er leitað höfðu skjóls og legu undir Snartastaðanúp, sá maðurinn með sjónaukann ,.síld vaða" — og uin leið varð góðlegt andlit ])essa hvatlega nianns orðið íniynd barðýðgis og niiskunnar- leysis. Ilann hóf nú upp rausl sína og hrópaði ákai't : „Fíra bátunum"! Hásetarnir voru sýnilega vanir að blýða þessari skipun. Þvflíkt viðbragð. ])vílíkur þytur sem fór um alt skipið ! Eftir andartak var bver háseti kominn á sinn stað — nákvæmlega þann stað, sem vinnu hans var þörf. — Eftir nokkur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.