Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 2
258 LESBÓK MORGUNBLAÐSIÍÍS augnablik og snerpuleg handtök sigu bátarnir niður með síðuin skipsins uns þeir flutu og slettust til á öldunum sem skvettust og suðuðu ólundarlega við skipið. Því næst stukku hásetarnir í bátana — og buggu sig til brottferðar. Þeir iðuðu sýnilega í skinninu, i veiðiliug. Sleppa! Hrópaði nótabassinn gífurlega — og er bátarnir höfðu verið hlekkjaðir saman, á skuti og stafni, hlið við hlið. skipaði hann að hefja róðurinn. Þrír ræðarar á ytra borði hvers báts höfðu beðið nokkur andartök eftir þessari skipun og nú dýfðu þeir árablöð- unum og ryktu bátunum áfram í áttina til torfunnar. Enginn mælti orð af vörum, en hver hrevfing bátverjanna var þrungin ofur- kappi og metnaði þeirra manna, sem fá vinnu sína goldna eftir því, hve arðbær hún reynist. Það er hlutaráðning á ,,Eldborginni“. Einhverjum álíka ófróðum ,,sjó- malini“ og mjer þætti það ef til vill undarleg verkliygni að biuda saman tvo báta, hlið við hlið, og róa þeim síðan aðeins á ytra borð. En áður en við erum vissir um, að þessi samróður sje einber amlóða- skapur, skuluin við reyna að skýra fyrir okkur hina beinu, þjóðfje- lags þýðingu þessara báta. — Úr þessum klunnalegu bátum er bar- áttan við síldina háð, baráttan, sem jafnframt því að vera bar- átta einstaklinganna fj'rir brauði, er einnig barátta íslensku þjóðar- innar fyrir efnahagslegu sjálf- stæði. Þetta eru hinir svonefndu nóta- bátar. í þeim er nótin flutt — sinn lengdarhelmingur í hvorum bát. Síldin „veður“ á móti okkur og bátunum er beint framan að síldinni. — Hjer hefst viðureignin. * undur með bátana, hvæsti nótabassinn, með miklum fítonskrafti, og um leið var lík- ast því, að eldingu hefði lostið niður á milli bátanna, og trylt þá, sem hjer voru innanborðs. A einu andartaki voru bátarnir levstir sUndur og ýtt hvorum frá Öðrum með árum innri borðstokk- anna, og farið að ,,gefa út“ nótina á þar til gerðri rimlavindu, sem fest er við innri borðstokk hvors báts. Meðan verið er að koma nótinni út. er neytt þess vinnu- hraða, sem viðkomandi menn geta mestan látið í tje. Er nú róið á bæði borð. Fyrst í stað fjarlægjast bátarnir, rneðan verið er að kom- ast fyrir útjaðra torfunnar, eftir því sem lengd nótarinnar leyfir, en venjuleg síldarnót er um 200 faðma löng og 30 faðma djúp. En síðan taka þeir að sveigja í áttina hvor að öðrum og mætast loks til að „loka“ nótinni, eins og það er nefnt — en um leið er búið að bregða nótinni í kringum síldar- torfuna. sem með sjónaukans lijálp var eygð frá stjórnpalli ,,Eldborgar“ fyrir lítilli stundu. * amt bregður svo kynlega við, að engin einasta síld sjest svamla í vatnsskorpunni innan takmarka þessarar hringmynduðu korklínu. 011 þessi mergð hinnar umluktu síldar hafði álpast á þá einu skyn- samlegu tilraun, til að losna úr heljargreipum og að forða lífi sínu, og stungið sjer niður í rökk- ur og ró djúpanna — en vonandi ekki nógu langt, hugsuðu lafmóðir og kvásandi veiðimennirnir í bát- unum, sem keptust nú við að draga snyrpilínuna, en það er lín- an sem herpir saman neðri tein nótarinnar og lokar henni að neð- an. Og nti er spurningin þessi: Verður síldin komin niður fyrir takmörk þessara helmöskva áður en hinir hraðhentu bátverjar eru búnir að draga snyrpilínuna á enda og þar með að loka nótinni. Beri slægviska og dugnaður mann- anna sigur úr býtum í þessari við- ureign, þýðir það aukin verðmæti í veröld okkar syndugra manna. Og alt snýst um það. Það er búið að snyrpa. — Nót- in er lokuð. Enn veit enginn hvort síldartorfan er í nótinni eða ekki. En liafi hún ekki þegar sloppið, þá sleppur hún aldrei, svo mikið er víst, Og í trausti þess, að ekkert handtak í undangengnum hamför- um hafi verið unnið til ónýtis, ganga bátverjar hvatlega til verka og byrja að innbyrða nótina — spönn fyrir spönn til baka yfir kastrúllurnar. Það er seinlegt verk samanborið við að kasta út nót- inni. En eftirvæntingin um mik- inn afla Ijettir dálítið þetta erfiði — því ekki verður með fullu sagt, hvort nokkuð hefir hafst, eða ekki, fyr en langt er komið að innbyrða nótina — eða svo var það í þetta sinn. Sitt hvorum megin við miðja nótiua eru tveir belgir bundnir á flotteininn, og á milli þessara belgja er nótin riðin úr sterkara garni og er sá hluti nótarinnar nefndur poki. Þangað flýr síldin ósjálfrátt, því þar er nótin síðast dregin úr sjó. „0, vesalings, vesalings fang- U * egar tók að nálgast pokann voru ýmsar raddir uppi uin það, að þetta væri greinilegt „búmmkast“. — En aðrir töldu margt benda til þess, að þetta væri „sómakast“, eða að minsta kosti væri eitthvað af „henni“. „Hún“ þýðir æfinlega síld á síldarskipum! En því lengur sem leið urðu þeir fleiri og fleiri, sem studdu mál þeirra, er töldu þetta vera „búmmkast“, en það þýðir, að engin einasta branda sje í nótinni. Og loks þegar það var augljóst mál, að ekkert kvikindi var í, sást glytta í stóra torfu nokkru norðar. Um leið beindist Öll at- hygli bátverjanna að þeirri síld. En bátar, sem þutu út frá einum togara, er sjeð hafði að Eldborg- armenn höfðu orðið síldar varir, hröðuðu sje ■ nú sem mest þeir máttu að þessari „nýju“ torfu og köstuðu á hana. A næstu mínútum færðu nokkur önnur skip sig fram úr landlegunni og sendu út báta sína. Hjer var síld og þar var síld — og allir sáu nóga síld, þegar hingað var komið. Hitt var annað mál, hvort mögulegt væri að ná henni í jiessari helv.. .. hrælu og straumi. * ftir dálitla stund lágu nóta- bátar „Eldborgar", einmana og yfirgefnir, bundnir við skips- hlið. Hásetarnir hópuðust kringum matsveinana í eldhúsið til að fá sjer kaffi, —- En einhvern veg-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.