Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 22.08.1937, Blaðsíða 7
LlSBÓK MORGUNBLAÐSÍNS 265 indamaður einn smáorma (nema- toda) svo þeir lögðust í dá. Yenjn- lega lifa ormar þessir í 10 mánnði. Þeir lágu í þnrdái í 28 ár, og voru vel hressir eftir dúrinn er þeir þeir fengu vökvun. Þess er dæmi að læknar hafi fengið • mannshjarta til að slá, er liðnar voru 18 klukkustundir frá því að maðurinn virtist dauð- ur. Líf off dauði. Hvað eru takmörkin milli lífs og dauða? Hvað er þetta, sem við köllum líf? Hvað gerist þegar ein seBa deyr? Eftir 5000 ára rann- sóknir liafa menn ekki getað ráðið þá gátu. Ef maður ber shelakk á endann á mjóum glerstaut, og rekur staut iun síðan í dropa af kloroformi, þá umlykur kloroformdropinn endann á stautnum, sýgur upp í sig shelakkið, en ýtir út úr sjer glerinu. Þessar aðgerðir eru alveg með sama hætti, eins og þegar smá- sjárdýrin .,amöburnar“ taka upp í sig aðrar „amöbur“, og hrinda frá sjer úrgangsefnum. En sá er munurinn, að „amöban“ er lifandi, en klóroformið er dautt. Ef maður lætur kolasúrt natron snerta sitt hvora hlið á einum öl- dropa, þá breytist spennan í yfir- borði dropans, svo hann klýfur sig óðara í tvo dropa, alveg á sama hátt, eins og þegar einselludýrin „amöburnar“ auka kyn sitt méð því að skifta sjer í tvent. Oldrop- inn fer alveg eins að, eins og hann væri lifandi. En hann er líflaus. Hvað vantar í hann? Eigi verður betur sjeð, en að hann vanti það sem kallað er „protoplasma“, kvoðukent, gagn- sætt efni. Lífefni þetta er í öllum sellum lifandi jurta og dýra. Efna fræðingarnir vita alveg nákvæm- lega hvernig efni þetta er samsett. Samsetningin er þessi: Súrefni 72%, kolefni 13,5%, vatnsefni !>,1%, köfnunarefni 2,5%. En aúk þess er sín ögnin af hvoru af járni, kísil, mangan, magnesiu, kalki, klór, fosfor, brennisteini, flúor, natríum og joði. Þetta er alt og sumt. En hvað fær maður með því að blanda öllum þersunj efnum saman, í sömu hlutföllum og þessi eru? Einskisverða klessu. Eitthvað vantar. En hvað er það ? Það veit enginn enn. Aristoteles, vitrasti maður Grikkja á sinni tíð, hjelt, að lífið sprytti upp úr moldinni. Og ekki als fyrir löngu hjeldu lærðir menn, að lífið kviknaði í for og fúnum viði. • Nú vita menn að þetta er rangt. Dr. George Washington Crite, frægur læknir í Cleveland, hefir komið með þá kenningu, að lífs- neisti sellanna væri frá rafmagni, að líkami vor hefði miljarða af rafmagnsaflvjelum. Menn ráða því hvort þeir leggja trúnað á slíkt. En eitt kem ur öllum saman um. Og það er það, að protoplasma, hið dular- fulla lífefni sellanna, sje allt upp- rnnnið frá protoplasma. Lífefnið „protoplasma“. Dr. William G. Camp við Colum biaháskólann í New Yourk hefir gert nýja tilraun með að fóðra hreint „protoplasma“ á haframjöli og vatni, og fá það til að vaxa. Hann lætur þerripappír á vatn og setur á hann ofurlítið af slím- sveppum Lífvernr þessar eru á takmörkum jurta og dýraríkis og eru þvínær hreint „protoplasma“. Sveppirnir breiðast út á pappírn- um. Síðan stráir dr. Camp yfir þá haframjöli. Sevppirnir næra sig á mjölinu og vaxa og mynda brátt þjrkt lag á pappírnum, sem hægt er að losa á burt. Allar lífverur eru bygðar upp af sellum. En þær eru protoplasma með himnu utanum, sem er 1/10 úr millimetra á þvkt. Allar rann- sóknir á eðli lífsins leiða til rann- sókna á sellunum. Á síðustu árum hafa vísinda- menn sem við þessi fræði fást kom- ist að raun um margt viðvíkjandi sellunUm, er menn vissu ekki áðrir. Þeir hafa sjeð, að sellunum fjölg- ar á sama hátt og smádýrunum „amöbunum“, þær skifta sjer, Menn hafa fundið ýmislegt í sell- unum, svo sem hina svonefndu ,,krómosóma“ sem þar eru í röðum eða í smá klumpum. Og menn hafa fundið að krómosómarnir bera í sjer ennþá smærri hluti, sem ekki eru stærri en ,,molekul“. En í þeim felast erfðirnar. Ef einn þumlungur væri lengdur svo, að hann næði yfir þver Bandaríkin, 3000 mílur frá Kyrrahafi til Atl- antshafs og stækkaði maður þessi örsmævi sellanna sem kalla mætti erfðakorn, í sama hlutfalli, þá vrði korn þetta 100 fet í þvermál. Og þó felast eiginleikar þeir í þessum örsmáu selluhlutum, sem ákveða við erfðirnar hvort blóm plantnanna verða blá eða rauð, eða hvort menn verða dökkhærðir eða ljóshærðir. Foreldralaus dýr. Maður að nafni dr. Gregory Pincus við Harward háskólann í Cambridge (Massachusetts) hefir fengist við það að koma sjer upp kanínum, sem engan föður ættu. Hann hefir tekið egg úr kanínu, frjóvgvað það með efnablöndu og sett það síðan í aðra kanínu. Einu sinni tókst honum að hleypa vaxt arþroska í kanínuegg með því ein- falda ráði, að hita það upp í 45° á celsíus. En kona ein, sem fæst við líf- eðlislegar rannsóknir, og vinnur í Woodshole (Massachusetts) í Bandaríkjunum fer feti lengra. Því hún hefir reynt að ala upp „sæpylsur, sem voru bæði föður og móðurlausar, með því að slíta sundur eggsellu, og frjóvgva síð an. Þetta hefir að nokkru leyti tekist. Eðlisfræðingarnir rannsaka eðli atomanna. En lífeðlisfræðingarnir brjóta heilann um eðli sellanna, og lífsferil þeirra. Uppgötvanir þær sem gerðar hafa verið á síðustu árum gefa vonir um að vísinda- mennirnir nái þar brátt sínu lang- þráða takmarki, að leysa hina miklu ráðgátu lífsins. (Úr „Auslese"). Aga Klian er mikill pótentáti í Austurlöndum. Hann fær skatt frá þegnum sínum árlega, sem veginn er á sama hátt og tíðkaðist hjá Sveini tjúguskegg. Hann fær sein sje árlega útvegna þyngd sína í gulli. Það reyndist í ár að sam- svara i/2 miljón króna. Hann hafði þó lagt af nm 5 kg. síðan í fyrra.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.