Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Qupperneq 1

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Qupperneq 1
36. tölublað. JMorgmmHaSsiin® Sunnudag-inn 19. september 1937. XII. árgangur. 1 *«foiuarjjreotamiíJ* b.f. Valtyr Stefánsson: Vegurinn til Þingvalla. Ræöa fluit á landsfundi bindindis- manna 15. ágúst. Háttvirtir í'undarmenn og gest- ir! Forstöðumenn þessarar sam- komu hafa falið mjer að tala hjer fáein orð fyrir minni Islands. Hver einasti ykkar þekkir ótal margar stórfenglegar, hrífandi lýsingar skáldanna okkar á land- inu. Það er ekki hlaupið að því að bæta þar við. Og svo verður að gæta að einu. Hvergi er vanda- samara að mæla fyrir minni Is- lands en einmitt hjer á Þingvöll- um, svo að sje staðnum sam- boðið. Iívergi lifa og vaka svo sterkar endurminningar úr lífi þjóðarinnar sem einmitt hjer. Hjer hafa verið spunnir örlaga- þræðir þjóðarinnar í 8—900 ár. En óvíða, eða öllu heldur hvergi, hefir íslensk eldfjallanáttúra ort meistaraverk sín mikilfenglegar í hraun, heldur en umgerð þá, sem hún hefir gert um þenna hjarta- stað landsins. * kkur fundarboðendum og fundarmönnum er jeg þakk- látur fyrir að þið völduð fundi ykkar þenna stað — og að þið sóttuð þenna fund hingað. Jeg lít svo á, að þegar menn vilja ráða ráðum sínum til þjóð- arheilla, þegar menn vilja styrkja samtök sín og veita hugsjónum sínum þrótt, þá eigi þeir ekkert tækifæri að láta ónotað að leita til Þingvalla. Hjer, í umhverfi og andrúmslofti sögulegra minninga, vex íslenskum mönnum ásmegin. Þeim mun sterkari höndum sem kynslóðin er tengd við Þingvöll, þeim mun meiri styrk sækir hún í þjóðleg verðmæti vor, þehn mun hæfari er hún, til þess að vernda og efla þjóðmenning vora. A hverju sumri kemur hingað fjölmenni mikið, til að njóta hjer náttúrufegurðar. Utlendingar koma hjer þúsundum saman. En sleppum því. Hingað koma fyrst og fremst íslenskir menn, ganga hjer um, dag eftir dag, viku eftir viku, og finna ný og ný fegurðar- verðmæti. Enda halda íslenskir málarar við engan stað meiri trygð en Þingvöll. En málararnir hafa nú, eins og þið vitið, tekið að nokkru — jeg vil segja, að allverulegu leyti — við því hlut- verki, sem skáldin ein höfðu áð- ur, að vrkja fegurð og tíguleik landsins inn í meðvitund þjóðar- innar. Nútíma mönnum bregður í brún, þegar þeir heyra það í fyrsla sinn, sem þið eflaust öll hafið heyrt áð- ur, að ein ástæðan fvrir því, að Alþing var fl.utt af Þingvelli 1798, var sú, að mönnum þótti stað- urinn vera svo óvistlegur — blátt áfram ljótur. En hvað hafði líka skeð þá nokkru áður? Þið vitið, að aðal þjóðvegurinn til Þingvalla lá fyrr á öldum und- ir brekkunum hjerna sunnan með vatninu. I Skaftáreldajarðskjálft- unum sökk vegurimi! niður í vatn- ið. — Það er engu líkara en móðir vor náttúra, sjálf Fjallkonan, hafi með því verið að gefa þjóðinni til kynna, að það þing, eins og það var orðið hjer síðast á 18. öld, ætti ekkert erindi upp á friðhelg- an sögustað þjóðar vorrar. Hún sökti veginum, sem lá á Þiuigvöll. Þjóðin týndi honum. Þegar Þingvallavegurinn var sokkinn, þá var þjóðin líka nærri því búiu að týna landinu sínu — og sjálfri sjer, suður á Jótlands- heiðar. Jeg hefi gengið um Jótlands- heiðar á sólbjörtum sumardegi, um þær slóðir sem íslendingum voru ætlaðar til ábúðar. Jeg hefi geng- ið þar um kornakra, án þess að stíga á nokkurt strá. Svo gisinn var gróðurinn, svo ófrjór og illur er sá jarðvegur. Hvað hefði orðið

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.