Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Síða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Síða 2
Lesbók morgunblaðsins wo um okkur ísleudinga, ef langa- lang-afar okkar og ömmur hefðu sætt þeim nevðarkjörum, að vinna fvrir brauði sínu, úr þeirri óbyrju- mold, eins og niðursetningar í framandi landi. Svo aðframkomin gat þjóðin orðið, þegar hún týudi trúnni á sjálfa sig, að talað var um þau búferli — þegar hún týndi trúnni á eigin mátt — týndi veginum til Þingvalla. Blasa ekki svipuð örlög við okkur íslendiugum, ef við í annað sinn týnum þeim vegi, töp- um trúnni á þjóðleg verðmæti vor ? * egar maður kemur eftir aðal- veginum, sem nú liggur til Þingvalla, kemur hjerna vestan Kárastaðamóana, þá er umhverfið þar ímynd hins tilbreytingarlitla hversdagslífs. Þið þekkið öll hin skjótu um- skifti, þegar komið er niður í Al- mannagjá og útsýnið opnast á sól- björtum dögum á svipstuudu yfir Þingvöll. Frá liversdagsleikanum, til þeirrar óvenjulegu fegurðar eru ekki nema örfá fótmál. Hin skvndilegu svipbrigði eru ógleym- anlegur viðburður í endurminn- ingu okkar. Hvað eftir annað get- um við hlakkað til þeirra. Undra- heimur Þingvalla leynist sjónum vorum eins og gimsteinn í duft- ihu við fætur okkar, uns hann alt í einu birtist, í allri sinni dýrð. Þessi snöggu umskifti eru engu líkari en skjótri tilbreyting í hug- renningum manns. Jeg veit, að þið þekkið það öll, þegar þið í dags- ins áhyggjum og erfiði alt í einu finnið birta til. Aldrei er sú upp- birta sterkari, viðbrigðin úr hvers- dagslífinu áhrifameiri en þegar menn finna í hug sínum kvikna neista eða bál nýrra, sterkra, þróttmikilla hugsjóna. Að koma á Þingvöll í bjortu veðri — koma vestan veginn og niður gjána, sjá útsýnið, er engu líkara en finna fagra hugsjón fæð- ast — og rætast. Það er dásamlegt, að einmitt svona skuli sá staður vera frá náttúrunnar hendi, sem hefir að geyma ríkustu, rnestu og dýrustu endurminningarnar um sögu okk- ar og þjóðmenning, um manndóm, stjórnskipun og þroska hinnar frjálsbornu íslensku þjóðar fyrr á öldum, sem stofnaði hjer ríki, og setti hjer lög, er allar þjóðir geta dáðst að enn í dag. Getur landið okkar betur bent okkur á, að varðveita skulum við hinn sögulega arf vorn, geyma hann, læra af honum, sækja til hans þrótt og maundóm, til þess enn að vera þess megnugir um ókomin ár, að lifa heilbrigðu menningarlífi, sem frjáls þjóð og fullvalda? Er ekki eins og Þiugvellir, eins og þeir blasa við sjónum okkar í dag, sjeu opin bók, þar sem við eigum að læra að verða menn með mönnum l Þingvöllur var fyrr á öldum friðhelgur staður. Þurfum við ekki á slíku að halda nú? Þurfum við ekki bæði friðhelgan stað og stund, þar sem allir menn geta mæst sein bræður, til þess að vinna að alþjóðarheill ? Hjer voru til forna sögð fram lög, er þrungin voru af forsjá og mannviti. Höfurii við lært uægilega mikið af lögspaki forfeðra vorra.’ Þurf- um við ekki í því efni sem öðru að minnast betur og betur þess, sem hjer fór fram? * n fleira rifjast upp hjer á Þingvöllum, sem gagnlegt er til íhugunar. Þó hjer sjeu eng- in háreist mannvirki, frá dögum forfeðranna, sem færa hina liðnu viðburði 'nær nútímanum, þá er staðurinn sjálfur þannig gerður, að hann minnir mann á, svo að segja við hvert fótrnál, hve þjóð- aræfi vor er stutt, í samanburði við æfi iandsins, og mannsæfin i þeim samanburði ekki nema fá- ein augnablik. Þetta kenna m. a. hraunin okk- ur. Við sjáum og þreifum á, hvern- ig hraunlögin hafa hlaðist upp og sprungið. Við virðum fyrir okkur smágerðar gárur á yfirborði hraunanna, sem líta út, eins og þau hafi storknað og hætt að renna í gær eða fyrradag. En þessar fínu gárur — þessi fingra- för löngu liðinnar jarðmyndunar hafa geymst með þessum, mjer liggur við að segja lífræna svip, svo lengi, að borið saman við þeirra aldur, er sem. Úlfljótur, Þorgeir, Njáll og Snorri goði hafi gengið hjer um alveg nýlega. Fyrir hvern mann er það mikils- virði að hafa það hugfast, live líf hans er fá augnablik í þjóðaræf- inni. Verkefni þessa fundar, sem hjer hefir verið haldinn, var ekki síst það, að brýna fyrir mönnum, að nota vel þessa stuttu stund, nota hana sem best sjer og þjóð sinni til þroska og velfarnaðar. Það er mín skoðun, að vart fæð- ist só einstaklingur með þjóð vorri, að hann geti ekki gert þjóð sinni verulegt gagn, hafi hann einlægan vilja til þess. Þegar menn finna styrk þess vilja, þá birtir yfir lífi þeirra — alt í einu — þeir fá fagurt útsýni yfir fram- tíð sína — alveg eins og þegar menn úr hversdagsleikanum alt í einu sjá yfir Þingvöll, hjarta lands síns. Leiðin til þess að öðlast þann viljastyrk, er líka stundum ekki nema fáein fótmál. Því inst í hjartastað livers Islendings er þessi vilji, þessi ósk, og allur sá lífsþrótturinn, sem henni fylgir. * áltækið segir: „Segðu mjer hvern þú umgengst, og jeg skal segja þjer hver þú ert“. Við Islendingar getum sagt: „Segðu mjer hvaða hugsanir, til- finningar og menningarálirif þú finnur á Þingvöllum, og jeg skal segja þjer hver þii ert“. Iljer getur hver Islendingur gengið undir próf, til þess að læra að þekkja, hve mikil ítök land og þjóð, saga, menning og ættjarðar- ást á í huga hans, Aldrei hefir íslensk þjóð alist upp undir eins sterkum utanað- komandi áhrifum, eins og á síð- ustu árum. Einangruð hefir þjóðin búið hjer á hólmanum öld eftir öld. Hún hefir nú leitað iit úr þeirri einangrun. Það skal eigi harmað, heldur þvert á móti. Fyrr á dögum voru erlendu á- hrifin, sem hingað bárust, hægfara og langvinn, en þjóðin sjálf svo staðföst fyrir, að hún mótaði það í sinni mynd, sem henni sýndist. Hitt fór fyrir ofan garð og neðan, Ahrif þau vorui frjóvgandi á þjóð-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.