Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Síða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 291 S. B. í SKUGGA MILJONARINNAR lifið. Þau líktust ekki þeiin hol- skeflum erlendra „hreyfinga“, sem nú flæða yfir landið. Því má ekki heldur gleyma, að nú vex mikill liluti þ.jóðarinnar fjarri andróms- lofti fjallanna. — Æskan hefir fengið útvarp í staðinn með alls- konar bylgjulengdum, grammófón og jazz. Verum því sammála uin, að aldrei hefir íslenskri þjóð verið meiri þörf en nó á, að greiða veg- inn til Þingvalla með iillu móti, opna augu allra fyrir fegurð ís- lanskra fjalla, auðlindum íslenskr- ar sögu, fyrir öllu því, sem þjóð- legt er og rammíslenskt. Sem betur fer er mikið unnið að þessu. Vel sje öllum þeim, sem það gera. En flest það, sem okkur ríður mest á að læra, lærum við best á Þingvöllum. Með þeirri ósk, að vegurinn til Þingvalla týnist aldrei þj.óð vorri, að við lærum betur og betur að þekkja landið okkar, fegurð þess og verðinæti, að landið okkar geti enn sem fvr þroskað þjóðina, til manndóms og frelsis, bið jeg ykk- ur að standa upp og hrópa ferfalt liúrra fyrir íslandi. Bílstjórinn (eftir að hafa ekið á slátrara sendisvein): Er nokk- u ð að þjer? Sendisveinninn: Við skidum sjá, hjerna er lærið og þarna er lifrin, en hvar eru nýrun? * Ungur maður hjá spákonu. — Sjáið þjer engin veikindi? — Veikindi .... Við skulum sjá---------nei, veikindi eru ekki sjáanleg nálægt yður. — Það var nó verra .... Jeg sem les læknisfræði. að er fyrirkomulagsatriði við Síldarverksmiðjur ríkisins á Siglufirði, að láta vinnuvikuna hefja-t klukkan sex á sunnudags- kvöldum — og þetta var á sunnu- dagskvöldi klukkna sex. Fornvinur minn einn, sem jeg liafði grafið upp úr síldarþrónum, stimplaði vinnuseðilinn siiin, and- varpaði þreytulega og stundi fram þessum sfærðfræðilegu táknum, sem óyggjandi mælikvarða á gildi athafna sinna og iðju: Fjörutíu og níu krónur í dag — tvö hundruð og tvær krónur þessa viku! Og um leið og hann sagði þetta, í friðþægjandi tón — eins og hann teldi sig standa í einliverri þakkarskuld við sjálfan sig — brá fyrir gletnisglampa í augum hans og uppgötvandi bros leið yf- ir andlitið — skeggjað og skítugt andlitið. Því þegar menn verða að vinna fyrir tvö hundruð og tveim krónum á viku er enginn tími til að sitja í rakarastólnum og fara í bað. Manninum hafði greinilega dott- ið eitthverttsnjallræði í hug — og ef jeg hefði fengið nægilegan um- hugsunarfrest mundi jeg hafa sak- að hann um ágirnd og auragræðgi, og nefnt bros hans maurapóka- glott og f járaflamannsskælur! En áður en jeg fekk minsta ráðróm til hugleiðinga slöngvaði hann fram þessari viðurstyggilegu spurningu: — Á jeg að skreppa með þjer til helvítis, rjett sem snöggvast? — Hvert þá? spurði jeg viðutan. — Til helvítis, endurtók hann með sama hógværðarglottinu. — Jeg málaði þar í síðustu viku og lagaði til fyrir okkur báða! — Er langt þangað? — Nei, vertu í eilífri náðinni. Þetta er örskamt. Við verðum enga stund. Mig fýsti að sjá, hver sá stað- ur væri, sem bæri þetta dapra nafn. Og þar sem kunningi minn liafði sjálfur unnið þar við liósa- málningu hlaut hann jafnframt að vera allvel kunnugur híbýla- skipun og því hættulaust, að hann mundi rata með okkur á glap- stigu. Tók jeg því tilboði hans með kitlandi eftirvæntingu. Jeg ímyndaði mjer bókstaflega, að með þessum veraldarvana vini mín um fengi jeg tækifæri til að skoða þaim hinn ömurlega stað — þann hinn verri helming eilífðarinnar — sem miljónir manna óttast og ákalla, með sannfæringarkrafti tróarinnar, alt frá vöggunni til grafarinnar. Svo hlupuin við á stað, ljett- stígir eins og skóladrengir í mán- aðarleyfi. Við skunduðum norður eftir verksmiðjuportinu í áttina til Dr. Paul-verksmiðjunnar, sem í daglegu tali verksmiðjumanna er nefnd St. Pauli. En miðja vegu milli stimpilklukkunnar og St. Pauli staðnæmist leiðbeinandi minn undan stóra, stálgráa lýsis- geyminum og vippaði sjer ljetti- lega upp í járnstigann, sem er smíðaður fastur við lóðrjettar bliðar þessa mikla járnsívalnings, er gnæfir yfir verksmiðjuportið með ámóta hátignarsvip og vfir- læti og Stóri-Dimon yfir Þverár- og Markárfljótssanda. Er hann hafði klifað nokkra metra upp í stigann, leit hann hlæjandi um öxl og kallaði niður til mín, eins og þeir einir kalla, sem standa skör ofar en fólkið á jafnsljettunni! Hjer á Siglufirði er farið upp til helvítis. Jeg kvaðst mundu koma og prikaði á stað, rim fyrir rim, upp þverhnýptan stigann — og er jeg dinglaði utan á miðjum geyminum lagði vinur minn lærið upp á þak- brónina og hvarf mjer sjónum. FRAMH. Á BLS. 295.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.