Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 293 ;#' % 'k>. Búðir um 1880. Teikninguna gerði Magnús heit. Ólafsson ljósm., er þá var versiunarmaður á Búðum. Bátsandabylur. Þjóðtrúin spann langa sögu uni orsakirnar að þessu geigvænlega veðri, og er " þaðan kynjað nafnið Músabylur, en svo hefir veður þetta einnig verið nefnt. Bátsandabylurinn markaði spor í sögu verslunarimrar á Búðuni. því að sjórinn flæddi langt upp á engjar, en hafrótið braut niður hiísin og raskaði svö jarðveginum, að ekki þótti gerlegt að reisa þau þar á ný. Þegar þessi atburður skeði, var Jón nokkur Guðmunds- son vershmarstjóri á Búðum og lijelt hann því starfi næstu tvö árin, en árið 1805 byrjaði hann að búa á Óskoti, en það hafði þá verið í eyði í 20 ár. Aldamótaárið 1800 var verslun- in flutt vestur fyrir ósinn og versl- unarhúsin reist í sjálfu „plássinu". og þar hafa þau staðið síðan. Sá er fyrstur verslaði þar, var dansk- ur maður, að nafni Bmilíus Christ- ian Juhl og rjeðst Guðmundur Guðmundsen sem „Assistent" til hans. Guðmundsen var um langan aldur verslunarstjóri og kaupmað- ur á Búðum. Synir hans versluðu þar einnig lengi. einkum Sveinn, en hann hætti þar kaupmensku 1875. Sveinn var hinn nýtasti mað- ur og fór mikið orð af stórhug hans og framkvæmdasemi. Rak hann mjög umfangsmikla verslun um nokkurt skeið og í kjölfar þess risu þar upp miklar og reisulegar byggingar á þeirra tíma mæli- kvarða, þótt nú s.iái enginn deili þeirra. Árið 1805 reisti Hans Hjaltalín verslunarhús á Búðum og verslaði þar í nokkur ár, en sjálfur var liann kaupmaður á Stapa og var þetta því einskouar útibú. Um 1880 tók Hans A. Clauseu að versla á Biiðum og reisti hann hið svokallaða Sandholtshús 1836. I hiisi þessu bjó fyrst Arni 0. Sandholt verslunarstjóri, mágur ('lausens. Sandholtshús er enn við líði á Búðum, sem neðri hæðin á aðalíbúðarhúsinu þar, og heklur það enn í dag sínu gamla heiti. Þegar Sveinn Guðmundsson flutti frá Búðum, seldi hann Hans A. Clausen verslunina. og var hún rekin til ársins 1889. Eftir það versluðu ýmsir á Búð- nm. en seinast og lengst Finnbogi G. Lárusson, nú kaupmaðnr í 01- afsvík. Eftir að verslunarhiisin voru flutt vestur fyrir ósinn var þar oft ærin verslun, sem marka má af því. að stundum ráku tveir kaupmenn þar verslun í senn. Gamlir Staðsveitingar muna gjörla ennþá eftir fjölmennu lest- iiiiuni. sem hjeldu út Ölduhrygg eða vestur sandana allar götur lieim til Búða. Þær fluttu afurðir bændanna úr suðursveitunum. en 1óku aftur matföng og aðrar nauð- synjar---------------. Um langt skeið stóðu Búðir í nánu og beinu sambandi við af- kopiu f.iölmennra sveita og fólkið fekk ekki betur túlkað þetta sam- band, en með þessari einföldu setn- ingu; „Heim til Búða". Nii halda engir heim til Biíða í sömu erindum og bændur og búahð hefir gert í síðastliðnar 4 aldir. I hraunrönd- inni vestan við ósinn stendur bóndabýlið Búðir og gamla mál- venjan er nú aldauð, nema hvað Breiðvíkingar bregða henni fyrir sig, endrum og sinntim. BÚÐIR. d^ íðsatu ár hafa Islendingar al- ^^ ið mjög ríkar vonir í þá átt, að takast mætti að beina hingað til lands fjölmennum straum er- lendra ferðamanna. Vonirnar geta stuiulum verið langlífar og fer vel á því í þessum efnum, því að hjer er nýtt landnám að viinia og er ekki ósennilegt, að ýmsar illfærur og staksteinar verði þar í vegi, og að það kosti þjóðarátak að bæta þar um. Ymsir menn hafa bent á það, að það væri varhugavert og ó- hyggilegt að hæna hingað til lands f'jölda ferðamanna til langdvala, án þess að hirða um að reist verði pristihús á þeim stöðum, er telja mega Hklegasta til þess að sam- eina sjerkennilegustu þættina í íslenskri náttúru. Fæstum dylst það, að mikið er í húfi, ef þessu máli verða ekki í öndverðu gerð þau skil, að framkvæmdir komandi ári, í þessum efnum, geti stuðst }>ar við á verulegan hátt. Það er eflaust fjölmargt, sem þörf er á að framkvæma viðvíkjandi þess- rm hlutum, svo að erlendum ferða- mönnum geti þótt fýsilegt að dvelja hjer. en eitt af því nauð- synlegasta er, að þeim sj,eu búnir slíkir staðir, er hafi eitthvað til síns ágætis annað en nafnið eitt. Nokkrir menn, sem vel þekkja til um það, hvað erlendir ferða- menn kjósa helst að búa við hjer á landi, hafa látið í ljósi við mig, að Búðir á Snæfellsnesi stæðu bet- ur að vígi í þessum efnum en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.