Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Síða 6
294 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Fjaðrafok. Útsýn yfir Búðaós. flestir aðrir staðir á íslandi. Hitt hefi jejr vitað fyrr, að menn hafi dáðst þar að náttúrufegurð ofr fjallasýn ojr lái je«r eng,um það. Vestur og út undan Búðabæn- um er hraunið, frjósamt ogr seið- andi. Katlarnir í því eru eflaust einhverjir einkennilegustu brekku- bollar á islandi, því að þar er meiri gróður og fjölgresi en í nokkru öðru íslensku hrauni. Þar vaxa um 160 tegundir blómplanta og burknunga og 70 tegundir af mosum og fljettum. Auk þess er þar skordýralíf með afbrigðum f jölskrúðugt. Jeg fæ ekki lýst. hvernig það verkar á mann, að ganga um Búðahraun á lognværn sumarkvöldi, en hafi það svipuð áhrif á aðra og það hafði á mig, þá ætla jeg að engan mundi iðra þess að hafa komið þar. Austur og upp undan bænum blasir ósinn og er hann um flæð- ar eins og stór vík með fjölda af- kima inn í hraunið. Eflaust mundi margan fýsa, að skemta sjer á smábátum á ósnum og róa þeim inn í hraunkimana. Telja má líklegt að leitun sje á betri sjóbaðstað hjerlendis en ein- mitt á Búðum. Þar liggur vel við sól og.suðri og lognsæla er þar mikil. Má baða sig jöfnum hönd- um á eggsljettum fjörusandinum eða á fitjungnum meðfram hraun- kimunum. Mönnum hefir lengi verið það ljóst. hversu vel hagar til með sjóbaðstað á Búðum, en sá er fyrstur vakti máls á þvi var Davíð Seheving Thorsteinson; en liann var um tíma hjeraðslæknir í Snæfellsnessýslu og þekti því vel þar til. Um hálfrar stundar gang upp frá Búðum, í túninu á Bjarnafoss- koti, eru tvær ölkeldur og eru þær svo stórar. að Rauðmelsölkelda ein mun vera stærri. Olkelduvatnið í Bjarnafosskoti þvkir bragðgott og svalandi og talið er það mun betra en úr Rauðamelsölkeldu. Suæfellsjökull blasir við í norð- vestur frá Búðum og er ekki lengra á hann en svo, að fara má þangað og heim til Búða aftur, samdægurs, án þess þó að fara óðslega. Þá er stutt frá Búðum og út að Stapa, en þar eru hinar einkenni- legu gjár við sjóinn og margvís- lega lagaðir drangar og strípar, en sjálft er bergið samsett af fögru stuðlabergi. Milli Hellna og Stapa er einhver sjerkennilegasti hellir hjer á landi, er heitir Bað- stofa. Þorvaldur Thoroddsen telur •að þessi hellir eigi engan sinn líka, nema Fingalshelli á eynni Staffa. Utsýni frá Búðum er með þeim hætti, að fjölbreytileiki íslensks landslags birtist þar á einkenn- andi hátt. Svipmikill og lotulang- ur fjallsarmur blasir við og endar hann á Reykjanesfjallgarðinum á aðra hönd, en Snæfellsjökli á hina. Þar eygir maður í sömu svipan Eiríksjökul, Ok og Helgrindur, en við fangi blasir Staðarsveitin, ein- hver gullfallegasta sveit á íslandi (Þ. Th.) reifuð grasi móti suðri og sól. Sá kvittur kom upp í Banda- ríkjunum í sutnar, að for- setafrú Roosevelts hefði svikið skattaframtal sitt. Hún er sú fyrsta forsetafrú 15andarikjar.ua, sem hefir sjált'stæðar tekjur svo um munar. Hún skrifar í blöð og talar í útvarp og fær ríflega borg- un fyrir. En tekjurnar sem hún fær af þessu renna til góðgerða- starfsemi. En alt fvrir það á hún að borga skatt af tekjum þessum. * Forsetafrúin er reikningsglögg og mikil umSýslukoua. Enda læt- ur forsetinn hana hafa öll fjárráð heimilisins. Fyrir utan forseta- launin, sem hún hefir umráð yfir, fær hún sem svarar tveim miljón- um króna á ári, sem greitt er til forsetans í risnu og fyrir dagleg- ar þarfir forsetaheimilisins. Talið er að um 10 þúsund gestir heiinsæki forsetahj.ónin á ári. Og 500 manns er hægt að hafa þar í veislum í einu. 4 matsveinar eru þar að staðaldri við eldamensku. Etið er af gulldiskum, þegar mest- ar viðhafnarveislur eru haldnar. Jafnvel blómin, sem notuð eru til að prýða heimilið, borgar ríkis- sjóðurinn. Og þegar frúin gefur vinum sínum brúðargjafir eða börnum þeirra tannfje, þá skrifar hún það ,,hjá útvarpinu“, eins og sagt er hjer á íslandi. En svo eru lög í landi þar. * Bernard Shaw var nýlega í veislu ásamt hermálaráðherra Breta. Þegar þeir voru að fara, ætlaði ráðherrann að hjálpa skáld- inu í-frakkann. Það er mjög elsku- legt af yður, sagði Bernard Shaw, að ætla að hjálpa mjer í frakk- ann. En í einlægni sagt. Mjer þykir það nógu erfitt þó þjer sjeuð ekki að gera mjer það erfið- ara. * Amerískur skólapiltur komst ný- lega þannig að orði í stíl: George Washington sagði aldrei ósatt orð. Abraham Lincoln ekki heldur. Nú höfum við Roosevelt.' Enginn veit hver tekur við af honum.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.