Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 19.09.1937, Page 7
Lesbgk morgunblaðsins 29 5 I skugga miljonannnar. iii FRAMH. AF BLS. 292. Eftir nokkrar sekúndur — eða kannske voru það mínútur — komst jeg einnig upp úr stigan- um, upp á brúnina, og sá þá leið- sögumann minn standa upp í mitti í þakinu, sem dúaði undir fæti og brakaði ógeðslega um leið og'stig- ið var fram á það. En sem betur fór hafði bann ekki dottið niður um þakið, heldur stóð hann þarna í kringlóttu gati — einskonar risglugga á þessu mikla og myrka stálhúsi. — Hjer förum við niður, sagði vinur minu, og brosti í senn drýg- indalega og dálítið ögraudi. Síðan ieið hann niður um gatið, eins og afturganga, og hvarf glottandi. Jeg gægðist á eftir honum og sá hann fikra sig niður í móbrúnt myrkrið eftir samskonar járnstiga og þeim, er við höfðum gengið eftir hingað upp. Svo stakk jeg báðum fótum niður í myrkrið, ríg- helt mjer í rimarnar og stigabönd- in og forðaðist að líta til hliðar — eða á annan hátt að liafa aug- uu af stiganum — því vel gæti það orðið minn bani! En er minst vonum varði rak jeg annan fótinn niður í eitthvað mjúkt og fljót- andi —- eitthvað blautt, og þó ekki kalt. Það var eins og jeg stigi niður í rjómafötu. Þá gall við rödd vinar míns utan úr inyrkrinu: — Þú ætlar þó ekki að fara alla leið í einum áfanga? I einum áfanga til helv...., átti hann greinilega við — og þegar jeg fór að svipast eftir honum, í stigagatsskímunni, sat liann mak- indalegur í sterklega gerðum báti, sem flaut við fæturna á mjer. Bát- ur þessi var á sínum tíma smíð- aður inni í geyminum og er not- aður, þegar unnið er við að mála eða kalkbera innan geymisveggina jafnóðum og lýsið flæðir upp á þá. Þykir sú vinna all óþægileg. Um- hverfis bátinn fell þverrandi dagsbirtuglæta á mógráan, mollu- legan stöðupoll. Hjer vorum við í „sævarmáli“ lýsishafsins — og sáum ekkert! Vinur minn bauð mjer að setj- ast hjá sjer í bátinn, og síð- an ljet hann frá landi með því að ýta ár í geymisvegginn svo buldi við og rumdi í þessari daunillu og drungalegu veröld peninganna. Án þess að grípa þyrfti í árar rann báturinn íyrirhafnarlaust úr ljósskímu stigagatsins út í mórautt myrkrið og svækjublandið loftið. En er skriðurinn var af honum sáum við hvergi „til lands“ nema við stigagatið góða — en skvamp mikið og drunur heyrðum við skamt uudan bátnum eins og þar væri selur að busla. Er jeg spurði hverju þetta sætti fræddi leiðsögu- maður minn mig á því, að þetta væri hið róinantíska vætl og klið- ur lýsisuppsprettunnar — því inn- an úr skilvindusal verksmiðjunnar væri lýsinu dælt með rafmagni hingað út í geyminn eftir pípu og þetta skvamp væri í pípuop- inu, sem lýsið gusaðist út um, í smá-skvettum, og bætti stöðugt „dropum“ í þetta dimma, daun- illa haf. Þetta er stærsti lýsis- geymirinn af þremur geymum Síld arverksmiðja ríkisins á Siglufirði. Hann tekur 2000 smálestir, og ef vel gengur — eða sæmilega — þá fljótum við hjer á polli, sem kost- er eina miljón króna — eða vel það. Það er dýr sjór til róðra og háskalegur, sagði förunautur minn glettnislega. —- Hvernig háskalegur? spurði jeg. — Hann er djúpur, ef við dett- um í hann, og vondur viðureign- ar, þó ekki sje hann brimasamur, svaraði fullhuginn stríðnislega, eins og hann langaði hálft um hálft til að kanna djúpið. Jeg veit ekki nákvæmlega um dýpið á þessu „úthafi“, en það mun vera nálægt 15 metrum. En dýptin er samt ekki hið geigvænlegasta — heldur hitt, að hjer eru engar líkur til að manni skoli á land, ef maður hrekkur fyrir borð, og hjer kvað sundkunnátta hinna djörf- ustu sundgarpa koma að engu: liði. Lýsi er noltkuð ljettara en vatn og það er álitið ómögulegt að halda sjer á floti í því. Annars veit jeg ekki til, að það hafi nokkurn tíma verið reynt að synda í þessum „sjó“ — og því langar mig oft til að fleygja mjer litbyrðis bara til að vita hvort það sje virkilega ekki hægt að synda í lýsi. En ef jeg sykki mundu „hinir“ læra af minni dýr- keyptu reynslu — en jeg mundi verða jafnnær! Við þögðum um hríð — og svo sannarlega, sannarlega segi jeg yður, að okkur sárlangaði til að vita hvort við ........ En því betur sem augu okkar vöndust myrkrinu og því skýrar sem við sáum glóra fyrir útjöðrum og yf- irborði þessa seigfljótandi, sora- lega hyldýpis, því minni tilhneig- ingu höfðum við til að eiga nokk- uð undir þanþoli þessarar mó- rauðu miljónar, sem við nú flut- um á við strendur dagsbirtunnar og lífsins! Höfgir, leirbrúnir vatnsdropar, úr köldu, döggvuðu stálþakinu, drupu í höfuð okkar með hroll- kendum óþægindum alt fram í fingurgómana. Sagan endurtekur sig. Þeir, sem fljóta á miljónum fá allir eitthvað í höfuðið — eitt- hvað þungt og kalt í höfuðið! Omurleikanum í skugga þessarar miljónar mun jeg aldrei gleyma. Hjer inni hlutu miljónir síldar- sálna að vera á sveimi. Við trúð- um því um stund, að viðurstygð dauðans svifi á blaktandi leður- blökuvængjum hjer í þessu rotna svækjublandna lofti, og kvæsti ógn og djöfulæði út yfir lýsis- djúpið. Við hugsuðum okkur að síldin hefði sál —■ eins og rakar- inn — og sálir framliðinna sílda hrópuðu miskunnarlausa hefnd yf- ir þá menn, sem lífljetu miljónir sílda til að framleiða eina miljón króna! , annig hugsuðum við okkur, að hjer mundi vera um- horfs — og þannig fanst okkur það vera — „ef þú sæir það sem jeg sje“! Og eftir ýmsar get- gátur um tilgang og takmörk lífs- ins, og hefnikraft forlaganna, ýttum við út árum og rerum í átt- ina til dagsbirtunnar, bundum þar bátinn og gengum upp í víðsýnið og niður á jörðina þar sem menn fá 202 krónur í vikulaun. S. B.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.