Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 2
298 LESBÓK MORGUNfiLAÐSlNS hvernig mannkynið gæti lifað liamiugjnsömustu og þroskuðustu lífi. Meðal amiars skrifaði hann bók um frelsi manna, er var þýdd á íslensku. I þeirri bók farast honurn orð eitthvað á þessa leið: Ilvert það þjóðfjelag, sem tekst að móta alla einstaklinga sína í sama mótið —* gera alla menn eins — tekur um leið fj'r- ir allar framfarir — allan þroska. Og þegar framfaraþróuninni slepp ir er niðurhrunstímabilið á næsta leiti. Stuart Mill, ]>essi djnpvitri mannvinur, vildi ekki hlífa fólk- inu við að hugsa, eins og mjer skilst að sje höfuðmarkmið þess- ara drengja. sem boða okkur bvlt- ingu og bræðravíg í nafni frels- isins. Þeir álíta það affarasæl- ast að fólkið hlýði eins og vjel- ar — hlýði í auðsveipni sljóleik- ans ofanaðkomandi skipunum. En þetta er, eins og öllum ætti að vera ljóst, bein svik við sjálf stefnumiðin, svik við grundvöll- inn að frelsi manna — blekking, sem miðar að því að myrkra hugarfarið og fyrirbyggja and- legan þroska. * etta var upphafið að langri og spakri ræðu, sem þessi blindi, elligrái maður hjelt til stuðnings sínum frelsisskoðun- um — og enn er sú ræða í fersku minni þeim, er þenna fund sátu. Ræðumaður .þessi var Sören Jónsson, sem kendur er við Glaumbæjarsel við Þingey — því þar bjó hann flest sín þokurár. Sören frá Glaumbæjarseli er fæddur 27. des. 1857, og verður hann því áttræður á þriðja í jól- um næstkomandi. Saga hans er í skemstum drátt- um á þessa leið: * barnsaldri kom fram hjá honum frábær næmi og ó- venjulegar námsgáfur. Hneigðist hann mjög að bóklestri, og svo var hann minnugur, að hann glevmdi nálega engu, sem hann las. Jafnframt var hann vandur að virðingu sinni í vali bóka og vildi einvörðungu lesa bækur klassiskra hÖfunda — bækur um heimspeki, sagnfræði, þjóðskipu- lagsfræði og fagurfræðilegan skáldskap, og var þetta merkileg hótfyndni unglings á þeim tíma, sem átti úr jafn litlum bókakosti að velja og hann. Hann hafði og mikinn hug á að ganga skólaveginn, en til þess voru engin efni fyrir hendi og enda lítill skilningur á því, því Sören var annað elsta barn for- eldra sinna af tíu, og því ein aðal fyrirvinna þeirra. Og „strákinn“ langaði ekkert í skóla með það fvrir augum að verða læknir, lögfræðingur eða prestur — og um annað var tæp- lega að velja fyrir íslenska náms- menn af alþýðuættum í þá daga Hann vildi læra stjórnskipulags- fræði og bókmentasögu — og hver gaf slíkum og þvílíkum draumórum gaum fyrir 65 árurn? Hver gat stvrkt slíkan hugsjóna- mann til uáms Qg horft upp á hann eyða tíma og fje í gjörsam- lega fánýtan lærdóm? Enginn — og það gerði það heldur enginn. Þannig hjöðnuðu draumar og áform þessa frábæra unglings fyr- ir andstreymi lífsins. Seinna skaut Jieim upp í huga lians í ímynd sársauka og eftirvæntingar. Lífið hafði skvldað hann til að vinna sjer brauð úr sveita síns andlit- is — og hann vann sig þreytt- an og las sig þreyttan. Og iiann mundi alt, sem hann vann, alt, sem hann lifði og las — og hann man það enn. Og hann gerði sjer grein fyrir öllu, sem fyrir hann bar, revndi að skýra, skilja, meta og vega það, sem hann heyrði, sá, reyndi eða las. Svo kvæntist hann og bvrjaði búskap — en búmaður var hann enginn, enda var hann heilsuveill og lítt fær til erfiðisvinnu. Ilann lifði hamingjusömu hjóna bandi, en aldrei varð þeim hjón- um barns auðið, og eiginlega liggur ekki annað eftir þenna ó- venjulega gáfaða mann en nokkr- ar spaðasljettur og vallargarður í Glaumbæjarseli — en það kot fór í eyði skömmu eftir að Sören flutti þaðan blindur og ellihrumur fyrir nokkrum árum. Þá hreiðruðu þau gömlu Glaumbæjarselshjónin um sig í baðstofunni á Brún — en sá bær stendur við þjóðveginn þeg- ar ekið er npp á Mývatnsheiði að vestan. * g það var í heiðarbýlinu við þjóðveginn, sem jeg kom að máli við þenna hugsandi öld- ung fyrir nokkrum dögum — þar sem hann lá ofan á uppbúna rúm- inu sínu, strauk í þaula rúm- stokkinn með hægri hendi og starði slokknuðum augunum út í septembersólina. Jeg spurði hann strax hvar konan hans væri og tjáði hann mjer, að hún hefði dáið í fyrra — og uin leið brá fyrir klökkva í hljómsterkri rödd hans, eins og jeg hefði fálmað ógætilega í við- kvæman streng í veiku hjarta. Og svo var það gamli maður- inn, sem spurði, talaði og ræddi um trúfræði, skáldskap og stjórn- mál — íslensk stjórnmál. Hann sagði: ,,Það er vandi að vera sannur og óbrotinn maður, en ]>að er ]>riðjungi meiri vandi að vera sannur stjórnmálamaður. Sannur maður lætur sjer auð- vitað ekkert mannlegt óviðkom- andi, en aðallega ber honum að taka tillit til sjálfs sín og með- bræðra sinna — en auk þess verð- Ur stjórnmálamaðurinn að vera heill og sannur þeim málstað, sem hann hefir gerst málsvari fyrir. Og það er mikil vandhæfni á því að vera stjórnmálamaður og standa flekklaus frammi fyrir sjálfum sjer, málstað sínum, fylg- ismönnum sínum og andstæðing- um — og þó er það ekki nema rjett og sjálfsögð siðferðiskrafa á hendur hverjum leiðtoga. Eigi hann ekki að missa marks verð- ur hanji að geta sagt það, sem hann þarf að segja, hver sem í hlut á, án þess að flekka sjálfan sig á því. Og það, sem jeg álít að okkar litla og lýðfrjálsa þjóð- fjelagi standi mest hætta af í stjórnmálalegu tilliti, er óhrein- lyndið í reifun mála og rekstri mála — en það leiðir til flokka- haturs og annara pólitískra sið- spillinga. Dæmin eru deginum ljósari: I þessum eða hinum flokkn- um «r skýrt frá ainhverj-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.