Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 299 um Mut, sem er rjettur og sann- ur og mun betri en hjá andstæð- ingunum — en svo er hlaupið yf- ir þá hluti, þann málarekstur, sem er miklu verri. Og þetta orsak- ast meðal annars af því, að stjórn málamennirnir kjósa sjer ekki fyrir vini þá menn, sem líta öðr- um augum á hvert mál — þann- ig, að þeir geti bæ'tt hvern ann- an upp — heldur halla þeir 'sjer, í veikleika sínum, að þeim, sem eru á sömu skoðun. Þetta er alvarlegra mál og þýð- ingarmeira en menn alment gera sjer í hugarlund — og ef skiln- ingur leiðandi manna á þessu yk- ist til muna, mundi okkar mál- um betur borgið í framtíðinni. Jeg lít svo á, að tveir menn, sem um eitt skeið stjórnuðu Svía- ríki, hafi fyrst og fremst tekist að fleyta Svíum fram hjá blind- skerjum þeirrar aldar, af því þeir voru andstæðir að eðlisfari, en mátu hvorn annan og skildu, vildu þjóð sinni báðir vel og voru aldavinir. Þessir menn voru þeir Gustav Adolf o.g Axel Oxenstjerne. Þeir voru gjörólíkir menn í skoðunum — en þeim tókst að vinna saman og sameina það, sem þeim, hvor- um um sig, var best í brjóst lagið. Einhverju sinni er sagt, að þeim hafi greint á um fjárframlög til hersins og hafi Axel Oxenstjerne talið ýms tormerki á því, að hægt væri að fullnægja kröfum kon- ungs í því efni. Á þá konungur að hafa ávarpað ráðgjafa sinn þessum orðum: „Ef hitinn í mjer kveikti ekki líf í yðrum kulda, þá stirnaði þar alt og frysi“. En Oxenstjerne svaraði: „Ef kuldinn í mjer kældi eigi þenna hita, þá væri yðar hátign þegar brunnin". Eða eitthvað var svarið á þessa leið, ef jeg man rjett. Þessa er getið í mannkynssögu Páls Mel- sted, sem jeg las og lærði utanað, er jeg lá í brjósthimnubólgunni sumarið 1883. I þeirri legu of- þreytti jeg mig víst á lestri, eða að minsta kostí hefi jeg aldrei verið samur maður eftir. En svo jeg snói mjer aftur að stjórnmálamönnum vorum, þá er mjer það áhyggjuefni, hversu jeg held að flokksmálin, og öll þessi ábyrgðarlausa barátta um aukið fylgi,' völd og peninga, spilli þeim, geri þá að verri smönnum. Þeir verða hver um sig ætíð að vera við því búnir að geta stað- ið fáliðaðir sannleikans megin, og þnð geta menn því aðeins, að þeir hafi varðveitt til þess tíma hreinleika síns eigin hugarfars. Annars geta þeir ekki barist til hlítar fyrir neinum málstað. Jeg hefi aldrei, og mun heldur aldrei, geta fylgt Byron að máli, er hann segir: * Sá, sem vil! drotna, hlýtur æ að hlýða, smjaðra og- smjúga og sitja um sjerhvert færi — og lifa á tómri lýgi....... x. Það er hægt að vera drengileg- ur stjórnmálamaður, og það er liægt að heyja drengilega stjórn- málabaráttu. En Byron var í hvívetna svo harður, svo miskunnarlaus í dóm- um sínum, þó hann væri jafn- vel flestum öðrum skáldum vitr- ari og meiri fagurfræðingur. Mjer hefir samt altaf fundist meira til um sænska stórskáldið Tegner — og jeg lít svo á, að hann hafi ort hverju skáldi bet- ur, hugsað nákvæmar, og beitt fyrir sjer meiri fagurfræðilegri þekkingu í orðavali og stíl, en nokkurt annað skáld, sem jeg þekki. Og yfir ljóðum hans hvíl- ir þessi seiðandi, þunglyndislegi blær, sem byggir út hörkunni og hefir bætandi áhrif á fólk. Þegar jeg var unglingur og sat yfir fje, eða fór einförum, hafði jeg yndi af því að kyrja upp og bera saman þýðingar á ljóð- urn þessara tveggja skálda — og mjer fanst jeg vaxa á því . . . .“ * En blindi maðurinn við þjóð- veginn brýtur heilann um ýmis- legt annað en íslensk stjórnmál og skáldskap. Hann kann mann- kynssöguna utanbókar og talar um viðburðarás hennar eins og hann hafi sjálfur verið þátttak- andi á hverjum tíma — og hann hefir meðaumkvun með sumum þjóðhöfðingjum liðinna alda, af því honum finst söguritararnir hafa hallað á þá, Haun talar um Hómer, Sókrates, Sólon, Krösus og Alexander mikla, og um grísku goðafræðina, eins og gamall prest- ur um biblíusögurnar. Hann tal- ar um hrun hins rómverska heims ríkis, um stjórnarbyltinguna frönsku, um listastefnur fyr og síðar, og um uppeldismál og trú- inál — og áhrif þeirra á hvers- dagslíf rnanna. Sjerstaklega beinist hugur hans nú að ráðgátum og hugarórum spíritista um framhaldslíf og sambandið milli þeirra, sem eru horfnir okkar sjónum cg þeirra, er lifa lífinu á meðal okkar — því nú er hann kominn á þann aldur, að hugur hans beinist til hæða, yf- ir þjóðveg þjóðmálanna og dæg- urþjark lífsbaráttunnar. Nú veit hann það fyrir, að hann á að bera beinin við þjóðveginn — og gleymast þar. En sje það rjett að tala um ís- lenska alþýðumentUn, sem eitt- livert fágæti veraldarinnar, þá er líka rjett að tala um Sören frá Glaumbæjarseli, sem fágæti ís- lenskrar alþýðumentunar. Um daginn var borgarstjóran- um í frönsku borginni Yersailles bent á að í New York fylki í Ameríku væri til lítill bær, sem hjeti sama nafni, Versailles. Borg- arstjóranum fanst það sjálfsögð kurteisi að senda Versailles í Ameríku kveðju í símskeyti. — Daginn eftir fekk franski borgar- stjórinn svohljóðandi símskeyti: Bestu þakkir fyrir kveðjuna, Það var reglulega gaman að heyra að í yðar fagra landi er einnig borg sem heitir Versailles. * Þegar enska hefðarfrúin Lady Inverelyde og ameríski miljóna- mæringurinn Hillmann hjeldu brúðkaup sitt í Cannes á dögun- um, var mikið um dýrðir. Brúð- arskartið og alt sem því fylgdi kostaði sem svarar 175 þúsund krónum. Brúðguminn gaf konu sinni í morgungjöf hálsmen úr demöntum og platínu, og auk þess sex franska kjölturakka.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.