Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.09.1937, Blaðsíða 4
LESBÓK M0R6UNBLAÐSINS :íoo Theresa hin slungna Það e. raál manna, að ekkert liafi jafn lieillaiuli áhrif á hugi manna eins og fjármunir, auðæfi. Þegar menn fá þá flugu í höf- uðið, að auðæfi sjeu í nánd, þá missa þeir stundum alla stjórn á -kynsemi sinni, o«r leggja var- kárni og dómgreind á hilluna, til að fá hlutdeild í auðæfunum. Sjaldan hefir þetta komið ber- legar í ljós í heiminum, en í Frakklandi fyrir 60 árum síðan, er hin sluugna Tlieresa Humbolt vafði fjármálamönnum Frakka iiin fingur sjer. Sjálfur dómsmála ráðherra þjóðarinnar var einn í þeirra lióp. sem dansaði í kring- um þann ,.gullkálf“, og ljetu Theresu í tje alt það stórfje, sem hún þurfti til þess að lifa eins og drotning. En þá tilveru sína bygði hnn á einni haglega gerðri lýgi. seln hún hjelt við og ól önn fyrir í 18 ár. Þó æfiferill hennar væri ekki eftirbreytnisverður, lifir endur- minningin engu að síður um hana, því niin var í raun og sannleika sjerstiik í hópi stórsvindlara, sem uppi hafa verið í heiminum. Hugmyndin frá æsku- árunum. Hugmyndina að hinum stór- fenglegu fjárglæfrum sínum fjekk Theresa Humbolt í æsku sinni. Faðir hennar hjet Daurignac og bjó í þorpinu Baudelles. Hann var skuldum vafinn. En hann stvrkti lánstraust sitt með því að finna það út, að hann væri af gömlum aðalsættum, væri rjett- borinn greifi. Samtímis „komst hann að raun um“, að liann ætti vellauðugan frænda í Aineríku, sem hefði arfleitt hann að öllum eigum sínum. En Theresa var ekki nema rjett orðin gjafvaxta. Jiegar faðir henn ar kom auga á, að hún myndi geta orðið honum mikil stoð í svindli hans. Hann fór að svipast eftir hentugu mannsefni handa henni. Rakst hann þá á Frederic Humbolt, son dómsmálaráðherr- ans. Þessi ungi maður var duglít- ill og treggáfaður. En Theresu tókst að ná ástum hans. Þau giftu sig og fluttu til Parísar. Þóttist Daurignac nú hafa komið sjer vel fyrir. I tvö ár lifðu ungu hjónin kyr- látu lífi í lítilli íbúð í París. Hafa þau sennilega notað tímann til þess að undirbúa sem best „fjár- aflaplan“ sitt. Því árið 1881 fóru þau að ympra á því við kunningja sína, að Theresa ætti von á mikl- um arfi frá Ameríku, en sá væri hængur á, að tvær væru arf- leiðsluskrárnar. Hin unga tengda dóttir gat sannfært dómsmálaráð- herrann um, að alt væri með feldu. Svo hann tók að ráðfæra sig við lögfræðinga um Jiað, hvern ig rjettast væri að snúa sjer í málinu, svo ungu hjónunum vrði trvgður arfurinn. Fregnin um hinn mikla arf barst brátt út um borgina. Það áttu að vera 100 miljónir gull- franka. sem Theresa Humbolt átti í vændum. Menn töluðu hátt og í hljóði um hinn ameríska auðkýf- ing Henry Robert ('rawford, sem átti að vera liinn rjetti faðir Theresu. Hann átti að hafa skilið eftir sig tvær arfleiðsluskrár. Samkvæmt annari átti Theresa að erfa öll auðæfin. En samkvæmt hinni átti Theresa aðeins að fá 360.000 frnaka á ári, en stofn- f.jenu átti að skifta milli systur hennar og tveggja frændkvenna Crawfords heitins. Lítil tortrygni. Menn undrast ]iað nú á dögum, að enginn skyldi tortryggja þessa sögu. Enginn ljet sjer til hugar koma að láta rannsaka það vest- an hafs, hvort sagan væri sönn, hvort „auðkýfingurinn Crawford“ væri nýlega dáinn, og hvort þessi erfðamál hefðu komið á dagskrá blaðanna þar vestra. Var auðsjá- anlega litið svo á, að í Ameríkú gerðust svo margir einkennilegir lilutir, að engan t'urðaði þar á slíku máli. Nokkuð var það, að allir treystu því. að hin amerísku auðæfi væru sama sem í höndum þeirra Hum- bolts-hjóna. Ríkismenn og bankar sýndu þeim hina mestu tiltrú. Menn keptust um að útvega þeim að láni alt ]>að fje, sem liæfði ríkidæmi þeirra, á meðan auðæfin kæmu ekki vestan að. A 20 ár- um evddu ]>au hjónin 50 miljónum franka. Þau liöfðu höll mikla til afnota úti á landsbygðinni, og bjuggu auk þess mikinn hluta árs ins á einu dýrasta gistihúsi borg- arinnar. Þau söfnuðu um sig hin- iim tignustu gestum, keyptu lista- verk í stórum stíl. Allir keptust um að vinna kunningsskap þeirra og hylli. Og lygavefurinn hjelt áfram ár eftir ár. Stundum bárust þær fregnir, að sætt stæði fyrir dyr- um í hinu mikla erfðamáli. En ekkert varð úr því. Um svo mikla fjármuni var að ræða, að eðlileg- ast þótti að láta dómstólana skera úr því, hvernig arfinum vrði skift. En svo umfangsmikill málarekst- um tók langan tíma. Það hlutu allir að skilja. Og þannig liðu ár- in með allskonar bollaleggingum, nýjum ósannindavaðli og blekk- ingum. í jársjóðurinn geymdur í peningaskáp. Er fram liðu stundir fann Ther- esa Humbolt nýtt ráð. Hún f.jekk s.jer geisimikinn peningaskáp. 1 þessum skáp er f jársjóðurinn geymdur, sagði hún. Hún sýndi vinum sínum og velunnurum skáp- inn við hátíðleg tækifæri. Þarna voru verðbrjefin, sem voru 100 miljóna franka virði. Hún hafði engan rjett til þess að hreyfa þau, fyrri en henni var dæmdur full- Saga um ótrúleg fjársvik.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.