Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1937, Blaðsíða 2
306 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS svsla, því þeir hafa ekki nema einn dag eða tvo til þess að skoða o" dást að Islandi. Bátarnir leggjast við Stein- brvg'gjuna. I þýsku bátununi situr ferða- fólkið í skipulegum röðum, og virðist alvörusvipurinn á andlit- unum bera vott um, að allir sjeu þungt hugsandi um það, hvernig {>eir eigi að eyða haganlegast þess- um 20 ríkismörkum sem þeir mega eyða í þessu landi. I fröusku bátunum situr fólkið aftur á móti óskipulega með há- værum málanda og handaslætti. Fólksstraumurinn úr báðum skipunum sameinast er í laud kem- jir í einn graut og þó er hver ein- staklingur enn sem fyrri fulltrúi fyrir síua manntegund, eins og hann væri á sviði einhvers leik- hiissins. Þar fer kappsiglingamaðurinn í livílum buxum og hvítum skóm og bláum cheviot-jakka, með skvgniskúfu. Þarna er kaupmaðurinn, sem er vel í skinn komið, tifar nú með kellu sína út í þetta þeirra lífsins æfintýri, sem verður umræðuefnið á komandi áruin í öilum miðdegis- veislum, en vinir og kunningjar hlusta með andagt á, um leið og þeir fá að sjá ljósmyndir, þar sem aðalefnið er altaf eitt og hið sama: „Þarna stend jeg“. Þarna fara kenslukonurnar. sem allar eru nokkuð við aldur, nokkuð ákveðnar á svipinn, altaf tvær og tvær saman, því þær þora aldrei að sleppa sjer alveg, þó þær hafi hug á að kynnast heiminum og lífinu frá öðru en hinu eilífa kenslubókarstagli. Þarna fer stóratvinnurekandinn, sem þrælað hefir alla æfi fyrir peningum eða metorðum, og finst nú máske hvort tveggja harla lít- iJs virði, en grípur tækifærið áður en það er orðið alveg um seiner, að njóta lífsins. Oft er í fylg l með honum einhver þokkagyðjan, sem hefir álíka mikla hæfileika til að eyða fje, eins og hann til að safna því. Og svo er þarna fólk innan um, sem enginn getur vitað deili á, sem er eins og ofaukið hvar sem það fer, sem finst allur heimurinn og alt sem gerist altaf vera alstað- ar annarsstaðar en þar sem það er. En aliir eiga þó sammerkt í því, að ætla sjer að fá sem mest upp úr hinni stuttu Islands-veru. Allir hafa hangandi um hálsinn kíkira og mvndavjelar, sem dingla til við hvert skref sem fólkið gengur. * A leiðinni iun liöfnina hefir ferðafólkið gott tækifæri til að horfa á bæinn, sem er fallegur til að sjá, þar sem hann þekur lágar brekkur, svo útlíijur bygginganna verða tröppumvndaðar og renna út í fjarlægð frá áhorfandanum. Upp vir þjettbygðinni gnæfa stök stórhýsi, eins og þjóðleikhústurn- inn og Landakotskirkjan. En þegar báturinn nálgast hafn- arbakkann finst aðkomumönnum eins og þeir komi að bakhlið borg- arinnar, er þeir fara að greina bárujárnshúsin og skúrana, með nýtísku steinsteypuhúsum inn á milli. Þar ægir saman margskonar og misjafnri bygginga-„list“, og ber öll vfirsýn vott um, að hjer hafi þurft að hraða sjer, eu minna skeytt um satnræmi og skipulag. Húsin eru með óhreínum litblæ, er stafar frá ösku- og moldroki eldfjallalandsins. Rauð og græn þök hjer og þar eru einu lítir hús- anna, sem lífga upp útsýnið, En þegar fólk fer að virða fyrír sjer bæinn glej'mir það fljótt ryk- inu, daufu litunum og skipulags- levsinu er það sjer þann sjer- kennilega aðlaðandi blæ yfír þess- um 30 þúsunda smábæ, sem er að látast taka á sig stórborgar- snið. Hár og hnarreistur lÖgreglu- þjónn stendur á hafnarbakkanum, í bláum aðskornum einkennisföt- um. Þó að lvann standi þarna í embættiserindum, gefur hann sýnilega ferðafólkinu jafn forvitn- islega gætur og aðrir íbúar bæj- arins sem þar eru saman komnir. Leiðsögumaður með hvítt band um handlegginn með áletruninni „Statourist“ gefur sig fram til að leiðbeina aðkomufólkinu. Sumir ætla að eyða tímanum með . því að koma á hestbak. Standa nokkrir hestar með reið- tygjum til taks í Hafnarstræti. Og brátt trítla þessir smávöxnu gæðingar eftir götunum með glað- væra ferðamenn. Dömurnar segja hver af annari um hestana litlu: „En hvað hann er sætur!“ „Ó, hvað þessi er sætur!“ En þá fór að grána gamanið er tveir þeirra fældust hver með sína ensku kenslukonuna á bakinu, er hróp- uðu upp yfir sig, með hattana aft- ur á hnakka og „lorgnetturnar“ hossandi á nefinu. En báðar þess- ar „valkyrjur“ höfðu sem betur fór komáð á hestbak áður. Þær gátu því stilt gæðinga sína áður en fælni þeirra varð að slvsi. En fjöldi farþeganna fer beina leið upp í hina löngu röð bílanna, er bíður eftir þeim til þess að dreifa þeirn út um landið, til Þingvalla, eða Gullfoss eða til Geysis, sem fengið hefir sinn væna skamt af SúLkinssápu til þess að vera nú hlýðinn og góður og gjósa milli kl. 2 og 3 fyrir fólk vir ýmsum þjóðlöndum. Þegar allur skarinn er þeystur af stað er bærinn svo bílalaus á eftir að enginn dauðlegur maður getur fengið þar trog til að skjóta sjer milli húsa, Flöggin blakta fyrir framau Hótel Borg. Og íþróttamenn sýna glímu á Austurvelli, það er fast- ur liður á skemtun vitlending- anna sem í bænum eru, er annars skoða Reykjavík, sÖfn og annað sem er þess vert. * Hrífandi sjón bíður ferðamann- anna urn kvöldið, er þeir nálgast aftur hin fljótandi gistihús á höfninni. Þá eru opnaðar miklar Ijósalindir, og skipin uppljómuð öll frá haffleti til siglutopps af ljósflaumnum. En „kýraugna“- raðirnar lvver upp af annarí glitra á skipshliðunum sem perlufestar. Hin norræna voraldarveröld varpar æfintýraljóma sínum yfir þetta alt. Og ferðafólkið hefir ekki fyrr stigið fæti sínum í neðstu þrep skipströppunnar, er liggur upp að stórri dyragætt hátt uppi á skips- hliðinni, en það beinir huga sín- um að hvöldfagnaði þeim er þar bíður, mat og drj'kk, dans og vökum fram til morguns. FRAMH. Á BLS. 309.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.